Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 07:00 Enn er deilt um framtíð MÍR eftir að dómstóll felldi úr gildi ákvarðanir um breytingar á starfseminni og sölu eigna í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. Tekist var á um framtíð Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) fyrir dómstólum í vetur. Þrír félagsmenn, þar á meðal fyrrverandi formaður til áratuga, stefndu stjórn félagsins til þess að fá ákvörðunum um breytingar á starfseminni og sölu á eignum, þar á meðal húsnæði við Hverfisgötu, sem voru teknar á aðalfundi sumarið 2022 hnekkt. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi aðalfundinn ólöglega boðaðan í dómi sínum í síðasta mánuði. Ákvarðanir sem voru teknar á honum voru því felldar úr gildi, þar á meðal stjórnarkjör. Sú stjórn sem boðaði til aðalfundarins árið 2022 stefnir enn að því að leggja niður núverandi starfsemi MÍR og selja eignir þess til þess að fjármagna nýjan styrktarsjóð fyrir menningarstarfsemi sem tengist Rússlandi. Einar Bragason, formaður þeirrar stjórnar, sagði Vísi fyrir helgi að unnið væri að undirbúningi nýs aðalfundar. Geri ekki annað en að þvælast fyrir Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður þremenninganna sem höfðuðu dómsmálið, segir að í ljósi þess að héraðsdómur ógilti stjórnarkjörið á aðalfundinum 2022 sé Einar ekki formaður stjórnar heldur aðeins almennur félagsmaður. Í skriflegu svari til Vísis segir Hilmar ennfremur að Einar haldi því ranglega fram að umbjóðendur sínir hafi sýnt af sér tómlæti um starfsemi félagsins. Sjálfur geri Einar ekki annað en að þvælast fyrir. „Þau hafa unnið hörðum höndum að því að skipuleggja aðalfund til þess að koma nýju lífi í félagið, en þessi maður hefur ekkert gert, annað en að brjóta félagslögin og vinna að því að eyðileggja félagið. Sá hinn sami hefur heldur ekki haldið neina viðburði á vegum félagsins árum saman og sóað peningum félagsins til þess að verja vonlausan málstað um ólöglega boðaðan aðalfund,“ segir Hilmar. Stjórn MÍR. Einar Bragason, formaður, situr við enda borðsins.MÍR Fjöldi nýrra félaga sem vilji legga til vinnu og fé Strax í kjölfar dómsins í síðasta mánuði hafi stefnendurnir farið skriflega fram á að fá aðgang að húsnæði MÍR að Hverfisgötu 105 til þess að halda félagsfund á sumardaginn fyrsta, 25. apríl. Fyrrverandi stjórn hafi hunsað þá kröfu og hvorki veitt aðgang að húsnæðinu né afhent póstlista til þess að hægt væri að boða til aðalfundar. Félagsmennirnir þrír, sem eru á níræðis- og tíræðisaldri, segja að nýlega hafi fjöldi fólks sem vill halda starfsemi MÍR gangandi og leggja því til vinnu og fé gengið í félagið. „Mínir umbjóðendur eru enn fúsir til að halda aðalfund og krefjast þess að svokölluð stjórn þvælist ekki fyrir málinu og tefji það á engum eða ómálefnalegum forsendum,“ segir Hilmar. MÍR á sér meira en sjötíu ára sögu og var Nóbelsskáldið Halldór Laxness meðal annars fyrsti forseti þess. Þegar starfsemi þess stóð í sem mestum blóma voru félagar á annað þúsund. Einar sagði Vísi í fyrra að verulega hefði fækkað í félaginu og lítill áhugi á starfsemi þess. Það væri því orðið félaginu ofviða að reka stóra fasteign á Hverfisgötu 105. Rússland Félagasamtök Dómsmál Tengdar fréttir Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. 5. apríl 2024 07:02 Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. 20. mars 2024 18:55 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Tekist var á um framtíð Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) fyrir dómstólum í vetur. Þrír félagsmenn, þar á meðal fyrrverandi formaður til áratuga, stefndu stjórn félagsins til þess að fá ákvörðunum um breytingar á starfseminni og sölu á eignum, þar á meðal húsnæði við Hverfisgötu, sem voru teknar á aðalfundi sumarið 2022 hnekkt. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi aðalfundinn ólöglega boðaðan í dómi sínum í síðasta mánuði. Ákvarðanir sem voru teknar á honum voru því felldar úr gildi, þar á meðal stjórnarkjör. Sú stjórn sem boðaði til aðalfundarins árið 2022 stefnir enn að því að leggja niður núverandi starfsemi MÍR og selja eignir þess til þess að fjármagna nýjan styrktarsjóð fyrir menningarstarfsemi sem tengist Rússlandi. Einar Bragason, formaður þeirrar stjórnar, sagði Vísi fyrir helgi að unnið væri að undirbúningi nýs aðalfundar. Geri ekki annað en að þvælast fyrir Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður þremenninganna sem höfðuðu dómsmálið, segir að í ljósi þess að héraðsdómur ógilti stjórnarkjörið á aðalfundinum 2022 sé Einar ekki formaður stjórnar heldur aðeins almennur félagsmaður. Í skriflegu svari til Vísis segir Hilmar ennfremur að Einar haldi því ranglega fram að umbjóðendur sínir hafi sýnt af sér tómlæti um starfsemi félagsins. Sjálfur geri Einar ekki annað en að þvælast fyrir. „Þau hafa unnið hörðum höndum að því að skipuleggja aðalfund til þess að koma nýju lífi í félagið, en þessi maður hefur ekkert gert, annað en að brjóta félagslögin og vinna að því að eyðileggja félagið. Sá hinn sami hefur heldur ekki haldið neina viðburði á vegum félagsins árum saman og sóað peningum félagsins til þess að verja vonlausan málstað um ólöglega boðaðan aðalfund,“ segir Hilmar. Stjórn MÍR. Einar Bragason, formaður, situr við enda borðsins.MÍR Fjöldi nýrra félaga sem vilji legga til vinnu og fé Strax í kjölfar dómsins í síðasta mánuði hafi stefnendurnir farið skriflega fram á að fá aðgang að húsnæði MÍR að Hverfisgötu 105 til þess að halda félagsfund á sumardaginn fyrsta, 25. apríl. Fyrrverandi stjórn hafi hunsað þá kröfu og hvorki veitt aðgang að húsnæðinu né afhent póstlista til þess að hægt væri að boða til aðalfundar. Félagsmennirnir þrír, sem eru á níræðis- og tíræðisaldri, segja að nýlega hafi fjöldi fólks sem vill halda starfsemi MÍR gangandi og leggja því til vinnu og fé gengið í félagið. „Mínir umbjóðendur eru enn fúsir til að halda aðalfund og krefjast þess að svokölluð stjórn þvælist ekki fyrir málinu og tefji það á engum eða ómálefnalegum forsendum,“ segir Hilmar. MÍR á sér meira en sjötíu ára sögu og var Nóbelsskáldið Halldór Laxness meðal annars fyrsti forseti þess. Þegar starfsemi þess stóð í sem mestum blóma voru félagar á annað þúsund. Einar sagði Vísi í fyrra að verulega hefði fækkað í félaginu og lítill áhugi á starfsemi þess. Það væri því orðið félaginu ofviða að reka stóra fasteign á Hverfisgötu 105.
Rússland Félagasamtök Dómsmál Tengdar fréttir Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. 5. apríl 2024 07:02 Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. 20. mars 2024 18:55 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. 5. apríl 2024 07:02
Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. 20. mars 2024 18:55
Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00
MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00