Varnarmálaráðherra Ísrael segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2024 09:09 Eyðileggingin er gríðarleg í Khan Younis. Getty/Ahmad Hasaballah Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi á Gasa, meðal annars aðgerðir í Rafah. Greint var frá því um helgina að 98. herdeild Ísraelshers hefði yfirgefið Khan Younis til að ná aftur vopnum sínum. Samkvæmt miðlum í Ísrael eru engar virkar aðgerðir í gangi í suðurhluta Gasa eins og stendur. Menn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvað þetta þýðir fyrir framhaldið; hvort þetta sé til marks um að Ísraelsmenn hyggist beygja sig undir boð Bandaríkjaforseta og stjórnvalda vestanhafs um að láta gott heita. Orð Gallant gera ekki mikið til að skýra stöðuna en samkvæmt ráðherranum er enn stefnt að því að hreinsa Gasa af liðsmönnum Hamas og uppræta samtökin þannig að þau ógnuðu ekki lengur öryggi íbúa Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þrýst á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að falla frá áformum sínum um áhlaup á Rafah og leita annarra leiða til að ná markmiðum sínum. Erlendir leiðtogar keppast nú um að benda á að mannúðarástandið sé hörmulegt og ekki á það bætandi. New York Times hefur eftir Osama Asfour, 41 árs íbúa Khan Younis, sem nú hefst við í tjaldi í Rafah, að yfirlýsingar hersins um brotthvarf frá borginni séu ekki hvatning til að snúa aftur. Asfour, sem starfaði á Nasser sjúkrahúsinu áður en hann flúði, segist ekki ætla að spila þannig með líf sitt né fjölskyldu sinnar. NY Times hefur hins vegar eftir embættismanni í Rafah að einhverjir hyggist snúa aftur til borgarinnar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að það væri erfitt að segja til um hvað brotthvarf 98. herdeildarinnar þýddi. Eftir því sem næst yrði komist stæði aðeins til að hvíla og endurvopna herdeildina eftir fjögurra mánaða átök á svæðinu. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Samkvæmt miðlum í Ísrael eru engar virkar aðgerðir í gangi í suðurhluta Gasa eins og stendur. Menn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvað þetta þýðir fyrir framhaldið; hvort þetta sé til marks um að Ísraelsmenn hyggist beygja sig undir boð Bandaríkjaforseta og stjórnvalda vestanhafs um að láta gott heita. Orð Gallant gera ekki mikið til að skýra stöðuna en samkvæmt ráðherranum er enn stefnt að því að hreinsa Gasa af liðsmönnum Hamas og uppræta samtökin þannig að þau ógnuðu ekki lengur öryggi íbúa Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þrýst á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að falla frá áformum sínum um áhlaup á Rafah og leita annarra leiða til að ná markmiðum sínum. Erlendir leiðtogar keppast nú um að benda á að mannúðarástandið sé hörmulegt og ekki á það bætandi. New York Times hefur eftir Osama Asfour, 41 árs íbúa Khan Younis, sem nú hefst við í tjaldi í Rafah, að yfirlýsingar hersins um brotthvarf frá borginni séu ekki hvatning til að snúa aftur. Asfour, sem starfaði á Nasser sjúkrahúsinu áður en hann flúði, segist ekki ætla að spila þannig með líf sitt né fjölskyldu sinnar. NY Times hefur hins vegar eftir embættismanni í Rafah að einhverjir hyggist snúa aftur til borgarinnar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að það væri erfitt að segja til um hvað brotthvarf 98. herdeildarinnar þýddi. Eftir því sem næst yrði komist stæði aðeins til að hvíla og endurvopna herdeildina eftir fjögurra mánaða átök á svæðinu.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira