Varnarmálaráðherra Ísrael segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2024 09:09 Eyðileggingin er gríðarleg í Khan Younis. Getty/Ahmad Hasaballah Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi á Gasa, meðal annars aðgerðir í Rafah. Greint var frá því um helgina að 98. herdeild Ísraelshers hefði yfirgefið Khan Younis til að ná aftur vopnum sínum. Samkvæmt miðlum í Ísrael eru engar virkar aðgerðir í gangi í suðurhluta Gasa eins og stendur. Menn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvað þetta þýðir fyrir framhaldið; hvort þetta sé til marks um að Ísraelsmenn hyggist beygja sig undir boð Bandaríkjaforseta og stjórnvalda vestanhafs um að láta gott heita. Orð Gallant gera ekki mikið til að skýra stöðuna en samkvæmt ráðherranum er enn stefnt að því að hreinsa Gasa af liðsmönnum Hamas og uppræta samtökin þannig að þau ógnuðu ekki lengur öryggi íbúa Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þrýst á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að falla frá áformum sínum um áhlaup á Rafah og leita annarra leiða til að ná markmiðum sínum. Erlendir leiðtogar keppast nú um að benda á að mannúðarástandið sé hörmulegt og ekki á það bætandi. New York Times hefur eftir Osama Asfour, 41 árs íbúa Khan Younis, sem nú hefst við í tjaldi í Rafah, að yfirlýsingar hersins um brotthvarf frá borginni séu ekki hvatning til að snúa aftur. Asfour, sem starfaði á Nasser sjúkrahúsinu áður en hann flúði, segist ekki ætla að spila þannig með líf sitt né fjölskyldu sinnar. NY Times hefur hins vegar eftir embættismanni í Rafah að einhverjir hyggist snúa aftur til borgarinnar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að það væri erfitt að segja til um hvað brotthvarf 98. herdeildarinnar þýddi. Eftir því sem næst yrði komist stæði aðeins til að hvíla og endurvopna herdeildina eftir fjögurra mánaða átök á svæðinu. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Samkvæmt miðlum í Ísrael eru engar virkar aðgerðir í gangi í suðurhluta Gasa eins og stendur. Menn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvað þetta þýðir fyrir framhaldið; hvort þetta sé til marks um að Ísraelsmenn hyggist beygja sig undir boð Bandaríkjaforseta og stjórnvalda vestanhafs um að láta gott heita. Orð Gallant gera ekki mikið til að skýra stöðuna en samkvæmt ráðherranum er enn stefnt að því að hreinsa Gasa af liðsmönnum Hamas og uppræta samtökin þannig að þau ógnuðu ekki lengur öryggi íbúa Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þrýst á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að falla frá áformum sínum um áhlaup á Rafah og leita annarra leiða til að ná markmiðum sínum. Erlendir leiðtogar keppast nú um að benda á að mannúðarástandið sé hörmulegt og ekki á það bætandi. New York Times hefur eftir Osama Asfour, 41 árs íbúa Khan Younis, sem nú hefst við í tjaldi í Rafah, að yfirlýsingar hersins um brotthvarf frá borginni séu ekki hvatning til að snúa aftur. Asfour, sem starfaði á Nasser sjúkrahúsinu áður en hann flúði, segist ekki ætla að spila þannig með líf sitt né fjölskyldu sinnar. NY Times hefur hins vegar eftir embættismanni í Rafah að einhverjir hyggist snúa aftur til borgarinnar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að það væri erfitt að segja til um hvað brotthvarf 98. herdeildarinnar þýddi. Eftir því sem næst yrði komist stæði aðeins til að hvíla og endurvopna herdeildina eftir fjögurra mánaða átök á svæðinu.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira