Katrín tilkynnti á föstudag að hún myndi biðjast lausnar í dag. Hún gekk því á fund Guðna Th. Jóhannessonar og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti hennar.
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa ekki enn komist að samkomulagi um skipan nýrrar ríkisstjórnar. Því mun Katrín sitja áfram í starfsstjórn þrátt fyrir að Guðni hafi fallist á beiðni hennar um lausn úr embætti.
Bjarki Sigurðsson fréttamaður og Arnar Halldórsson tökumaður eru á Bessastöðum. Við fylgjumst með í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan:
Fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.