Í bréfinu, sem stílað var á forsætisráðherrann Rishi Sunak, segir að ástandið á Gaza sé hræðilegt. Í ljósi þess að alþjóðadómstóllinn í Haag hafi á dögunum sagt líkur á því að Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð á svæðinu, séu bresk stjórnvöld knúin til að stöðva vopna sölu til þeirra, ellegar brjóti þau alþjóðalög.
Lögmennirnir segja að Bretum beri lagaleg skylda til þess að koma í veg fyrir þjóðarmorð og því verði að stöðva vopnasöluna.
Í bréfinu, sem er sautján blaðsíður, er Sunak reyndar hrósað fyrir að kalla eftir vopnahléi á Gaza, en hann er hinsvegar gagnrýndur fyrir vopnasöluna og fyrir að hóta því að stöðva fjárveitingar til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna.