Bein tveggja ára drengs sem hvarf komin í leitirnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. apríl 2024 07:35 Þessi mynd er ekki af þorpinu sem um ræðir heldur annarri þorpaþyrpingu í frönsku Ölpunum. Getty Bein tveggja ára drengs sem hvarf sporlaust í frönsku smáþorpi síðasta sumar hafa komið í leitirnar. Rannsókn á málinu stendur nú yfir þar sem ekki liggur fyrir hvað henti drenginn. Hinn tveggja ára gamli Emile Soleil hvarf sporlaust þann 8. júlí í fyrra þegar hann dvaldi hjá ömmu sinni og hafa í þorpi í frönsku Ölpunum. Tveir nágrannar voru þeir síðustu sem sáu ferðir hans þar sem hann gekk einn um götur þorpsins Le Vernet. „Á laugardaginn bárust lögreglu fregnir af beinafundi nálægt Le Vernet-þorpi,“ hefur Guardian eftir Jean-Luc Blachon saksóknari. Erfðarannsóknir hafi staðfest að beinin tilheyrðu Emile litla. Engar upplýsingar liggja fyrir um dánarorsök drengsins en Jean-Luc segir að meinafræðingar séu að rannsaka beinin sem voru fundinn af fjallgöngumanni skammt frá bænum. Vegatálma hefur verið komið upp á einu leiðinni inn í bæinn og lögreglan á svæðinu hefur hafið nýja leit á svæðinu sem beinin fundust. Þann 27. mars síðastliðinn var þorpinu lokað af lögregluyfirvöldum til að hægt væri að framkvæma umfangsmeiri leit. 17 manns voru kallaðir til þorpsins. Þar á meðal voru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og var ætlunin að endurgera þær aðstæður sem uppi voru daginn sem hann hvarf. Um tuttugu lögregluþjónar stýrðu endursköpuninni og voru drónar notaðir til að taka upp það sem gerðist á jörðu niðri. Í tilkynningu frá foreldrum drengsins segja þau að þessu hafi þau beðið eftir en að það hryggi þau engu að síður. Báðir foreldrar eru heittrúaðir kaþólikkar og segja að nú fái þau loks að halda upp á páska og „vita að þennan páskadaginn vakir Emile yfir þeim í ljósi og blíðu Guðs.“ „Tími er kominn til að syrgja, íhuga og biðja,“ segir í tilkynningunni og þar biðja þau einnig um næði. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Hinn tveggja ára gamli Emile Soleil hvarf sporlaust þann 8. júlí í fyrra þegar hann dvaldi hjá ömmu sinni og hafa í þorpi í frönsku Ölpunum. Tveir nágrannar voru þeir síðustu sem sáu ferðir hans þar sem hann gekk einn um götur þorpsins Le Vernet. „Á laugardaginn bárust lögreglu fregnir af beinafundi nálægt Le Vernet-þorpi,“ hefur Guardian eftir Jean-Luc Blachon saksóknari. Erfðarannsóknir hafi staðfest að beinin tilheyrðu Emile litla. Engar upplýsingar liggja fyrir um dánarorsök drengsins en Jean-Luc segir að meinafræðingar séu að rannsaka beinin sem voru fundinn af fjallgöngumanni skammt frá bænum. Vegatálma hefur verið komið upp á einu leiðinni inn í bæinn og lögreglan á svæðinu hefur hafið nýja leit á svæðinu sem beinin fundust. Þann 27. mars síðastliðinn var þorpinu lokað af lögregluyfirvöldum til að hægt væri að framkvæma umfangsmeiri leit. 17 manns voru kallaðir til þorpsins. Þar á meðal voru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og var ætlunin að endurgera þær aðstæður sem uppi voru daginn sem hann hvarf. Um tuttugu lögregluþjónar stýrðu endursköpuninni og voru drónar notaðir til að taka upp það sem gerðist á jörðu niðri. Í tilkynningu frá foreldrum drengsins segja þau að þessu hafi þau beðið eftir en að það hryggi þau engu að síður. Báðir foreldrar eru heittrúaðir kaþólikkar og segja að nú fái þau loks að halda upp á páska og „vita að þennan páskadaginn vakir Emile yfir þeim í ljósi og blíðu Guðs.“ „Tími er kominn til að syrgja, íhuga og biðja,“ segir í tilkynningunni og þar biðja þau einnig um næði.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira