Síðasta flugið í bili frá Akureyri til London: Millilandaflugið stórmál fyrir Norðlendinga Lovísa Arnardóttir skrifar 30. mars 2024 16:57 Njáll Trausti kom heim frá London á þriðjudag og flaug beint norður. Mynd/Njáll Trausti Friðbertsson Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður og flugumferðarstjóri, segir flug Easyjet frá Gatwick í London til Akureyrar í vetur hafa gengið svakalega vel. Sætanýting hafi verið góð. Hann segir það stórmál fyrir Norðlendinga að svo stórt flugfélag fljúgi beint til Akureyrar. „Þetta var síðasta flugið í vetur. Þeir byrjuðu í lok október en eru núna að skipta í sumaráætlun og horfa þá meira til Miðjarðarhafsins,“ segir Njáll Trausti sem birti í morgun mynd af vélinni í vetrarfærð á Akureyrarflugvelli. Færðin á Akureyrarflugvelli í morgun þegar Easyjet lenti í síðasta sinn í bili á vellinum. Mynd/Njáll Trausti Friðbertsson Flugfélagið hóf flug norður í október á síðasta ári og flaug tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Fluginu verður haldið áfram næsta vetur en á vef þeirra er hægt að bóka sér flug til Akureyrar í október og nóvember. Myndu vilja millilandaflug allan ársins hring Hann segir afar ánægjulegt að flugfélagið ætli að halda áfram næsta vetur en að Norðlendingar og ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi myndu auðvitað kjósa að hægt væri að fljúga þessa leið allan ársins hring. „Við erum ánægð með þessa byrjun en það væri auðvitað æskilegt að þetta væri allt árið. Þetta hefur verið vel nýtt og gengið vel,“ segir Njáll Trausti sem sjálfur nýtti sér tækifærið og flaug til London með Easyjet í síðustu viku. „Ég kom heim á þriðjudaginn og þetta er mjög þægilegt. Það er ekkert hægt að neita því,“ segir Njáll Trausti og að þetta beina flug spari Norðlendingum bæði mikinn tíma og pening. „Þetta er það sem fólk hefur alltaf verið mjög áhugasamt um. Að geta flogið beint frá Akureyrarflugvelli til áfangastaða erlendis.“ Vill enn frekari styrkingu alþjóðaflugvallakerfisins Hann segir að í framtíðinni myndi hann vilja sjá meira gert á bæði Akureyri og Egilsstöðum hvað varðar millilandaflug og þannig alþjóðaflugvallakerfi landsins styrkt. Easyjet er ekki eina flugfélagið sem hefur flogið beint frá Akureyri en Njáll Trausti telur þetta líklega stærstu tilraunina af stórum flugrekenda í millilandaflugi til Akureyrar. „Ég held að fólk horfi bjart fram á veginn að þetta flug haldi áfram.“ Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira
„Þetta var síðasta flugið í vetur. Þeir byrjuðu í lok október en eru núna að skipta í sumaráætlun og horfa þá meira til Miðjarðarhafsins,“ segir Njáll Trausti sem birti í morgun mynd af vélinni í vetrarfærð á Akureyrarflugvelli. Færðin á Akureyrarflugvelli í morgun þegar Easyjet lenti í síðasta sinn í bili á vellinum. Mynd/Njáll Trausti Friðbertsson Flugfélagið hóf flug norður í október á síðasta ári og flaug tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Fluginu verður haldið áfram næsta vetur en á vef þeirra er hægt að bóka sér flug til Akureyrar í október og nóvember. Myndu vilja millilandaflug allan ársins hring Hann segir afar ánægjulegt að flugfélagið ætli að halda áfram næsta vetur en að Norðlendingar og ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi myndu auðvitað kjósa að hægt væri að fljúga þessa leið allan ársins hring. „Við erum ánægð með þessa byrjun en það væri auðvitað æskilegt að þetta væri allt árið. Þetta hefur verið vel nýtt og gengið vel,“ segir Njáll Trausti sem sjálfur nýtti sér tækifærið og flaug til London með Easyjet í síðustu viku. „Ég kom heim á þriðjudaginn og þetta er mjög þægilegt. Það er ekkert hægt að neita því,“ segir Njáll Trausti og að þetta beina flug spari Norðlendingum bæði mikinn tíma og pening. „Þetta er það sem fólk hefur alltaf verið mjög áhugasamt um. Að geta flogið beint frá Akureyrarflugvelli til áfangastaða erlendis.“ Vill enn frekari styrkingu alþjóðaflugvallakerfisins Hann segir að í framtíðinni myndi hann vilja sjá meira gert á bæði Akureyri og Egilsstöðum hvað varðar millilandaflug og þannig alþjóðaflugvallakerfi landsins styrkt. Easyjet er ekki eina flugfélagið sem hefur flogið beint frá Akureyri en Njáll Trausti telur þetta líklega stærstu tilraunina af stórum flugrekenda í millilandaflugi til Akureyrar. „Ég held að fólk horfi bjart fram á veginn að þetta flug haldi áfram.“
Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira