Krossfesting Jesú sett á svið í Filippseyjum Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. mars 2024 22:12 Hinn 63 ára Ruben Enaje grettir sig þegar nagli er fjarlægður úr hönd hans. Hann var krossfestur í 35. sinn í dag. AP/Gerard V. Carreon Krossfesting Jesú var sett á svið á Filippseyjum í dag þegar fámennur hópur kaþólskra tilbiðjenda freistaði þess að upplifa síðustu stundir Krists. Þetta er árviss viðburður á Filippseyjum og vekur ávallt heimsathygli. Í þetta skiptið létu tíu menn bæði húðstrýkja sig og krossfesta. Hundruð fylgdust með krossfestingunum í morgun og fólk kom víða að. Varað er við myndefninu í klippunni að neðan. „Við erum frá Póllandi sem er kaþólskt land. Við fögnum auðvitað líka páskunum en samt með öðrum hætti. Þó ekki með verri eða betri hætti. Við komum til að sjá hvaða merkingu páskar hafa í öðrum heimshluta,“ sagði Maciej Kruszewski, pólskur ferðamaður, sem var viðstaddur krossfestinguna. Lét krossfesta sig í 35. sinn Kaþólska kirkjan hefur ekki lagt blessun sína yfir þessi uppátæki og raunar fordæmt enda er hér um að ræða blöndu af bænagjörð kristinna manna og fillipseyskri alþýðutrú á fórnir. Aðalleikarinn þetta árið er Ruben Enaje sem er 63 ára gamall en þetta er í 35. skiptið sem hann tekur þátt. „Líkami minn verður sífellt meira veikburða. Ég veit ekki hvort þetta er síðasta sinn, hvort ég geri þetta aftur eða hvort þetta er í allrasíðasta sinn,“ sagði Enaje í dag. Haldið upp á föstudaginn langa í Jerúsalem Það er þó aðeins fámennur hópur kristinna manna sem gengur jafnlangt og þessir til að tilbiðja guð sinn á þessum degi. Víðast hvar koma trúaðir menn saman í guðsþjónustum og þrátt fyrir spennu og átök í landinu helga var haldið upp á daginn í Jerúsalem. Pílagrímar gengu í morgun í gegnum gömlu borgina, leiðina sem Jesú er sagður hafa borið krossinn að Golgatahæð. Trúmál Filippseyjar Ísrael Páskar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Þetta er árviss viðburður á Filippseyjum og vekur ávallt heimsathygli. Í þetta skiptið létu tíu menn bæði húðstrýkja sig og krossfesta. Hundruð fylgdust með krossfestingunum í morgun og fólk kom víða að. Varað er við myndefninu í klippunni að neðan. „Við erum frá Póllandi sem er kaþólskt land. Við fögnum auðvitað líka páskunum en samt með öðrum hætti. Þó ekki með verri eða betri hætti. Við komum til að sjá hvaða merkingu páskar hafa í öðrum heimshluta,“ sagði Maciej Kruszewski, pólskur ferðamaður, sem var viðstaddur krossfestinguna. Lét krossfesta sig í 35. sinn Kaþólska kirkjan hefur ekki lagt blessun sína yfir þessi uppátæki og raunar fordæmt enda er hér um að ræða blöndu af bænagjörð kristinna manna og fillipseyskri alþýðutrú á fórnir. Aðalleikarinn þetta árið er Ruben Enaje sem er 63 ára gamall en þetta er í 35. skiptið sem hann tekur þátt. „Líkami minn verður sífellt meira veikburða. Ég veit ekki hvort þetta er síðasta sinn, hvort ég geri þetta aftur eða hvort þetta er í allrasíðasta sinn,“ sagði Enaje í dag. Haldið upp á föstudaginn langa í Jerúsalem Það er þó aðeins fámennur hópur kristinna manna sem gengur jafnlangt og þessir til að tilbiðja guð sinn á þessum degi. Víðast hvar koma trúaðir menn saman í guðsþjónustum og þrátt fyrir spennu og átök í landinu helga var haldið upp á daginn í Jerúsalem. Pílagrímar gengu í morgun í gegnum gömlu borgina, leiðina sem Jesú er sagður hafa borið krossinn að Golgatahæð.
Trúmál Filippseyjar Ísrael Páskar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira