Fyrirgefðu mér mín kæra Harpa Sævar Helgi Lárusson skrifar 26. mars 2024 11:00 Mér þykir það leitt en um daginn leyfði ég mér að fara á bílnum á tónleika hjá þér mín kæra Harpa. Ég er nú ekki neitt voðalega mikið í svona, hvað kallar unga fólkið það, snjallsímar sko, já. En ég hélt að ég gæti nú alveg klórað mig frammúr því að greiða fyrir stæðið. Þetta hefur nú alltaf tekist hjá mér á Keflavíkurflugvelli, stundum dáldið erfið að fá hliðið til að opnast þegar ég kem heim, en greiðslan hefur alltaf gengið hjá mér þar og ég hef aldrei fengið sekt. Þeir eru víst búnir að taka hliðin burt og guði sé lof fyrir það. En allaveganna, þá kom ég keyrandi niður í kjallarann hjá þér og fann þetta fína stæði, dáldið erfitt að átta sig á hvar stæðin liggja, ég sé línurnar svo illa hjá ykkur, en ég er búinn að panta tíma hjá augnlækni. Já, hvar var ég. Ég opna appið, þú veist, það stendur hvaða app á að nota á miðum upp á vegg hjá ykkur, borga og skelli mér á tónleikana. Þeir voru alveg frábærir, en ég var ekki alveg að gera það sem ég veit núna að ég átti að gera. Mín mistök voru að ég fylgdist ekki með að ég væri að gera allt rétt. Greiðslan fór út af kortinu. Hélt að ég hefði gert allt rétt og, já, þú veist, spáði ekkert meira í þessu. Fór bara heim og horfði á Gísla Martein á tímaflakkinu. Svona eins og við miðaldra fólkið gerum. Eitt veit ég eftir þetta allt saman, ég veit ekki neitt þannig séð. Fyrirgefðu. Ég er að reyna að vera meira inn í hlutum, Gunni frændi, hann er nokkuð klár. Hann er kerfisfræðingur og mjög góður á tölvur og svona. Hann er búinn að lofa mér að kenna mér á appið. Það eru víst einhverjir fídusar sem hann segir að geti komið í veg fyrir svona misskilning. En ég veit ekkert um það, en hann ætlar að kenna mér. Svo gerði ég önnur mistök, ég varð reiður þegar þið settuð kröfu í heimabankann frá einhverju óþekktu fyrirtæki fyrir að hafa ekki greitt fyrir bílastæðið. Ég fékk enga skýringu eða nótu en það er víst bara gamaldags, eða svo segir Gunni frændi. Ég náttúrulega bara fattaði ekki að ég greiddi ekki fyrir „þetta“ stæði, ég greiddi víst fyrir eitthvað allt annað stæði. Ég lofa að reyna að læra þetta. Það er hvaða stæði ég á að greiða fyrir. Er eitthvað námskeið sem ég get tekið, veistu það? Kannski hjá Endurmenntun. Ég hef tekið námskeið hjá þeim og það hefur alltaf hjálpað mér að skilja hlutina betur. Svo fæ ég styrk hjá verkalýðsfélaginu sem er flott. Ég biðst líka afsökunar á að hafa orðið reiður fyrir að hafa ekki greitt fyrir tvö stæði þegar ég óvart keyrði inn á annað bílastæði á leiðinni út sem einhver annar rekstraraðli er með þarna í kjallaranum hjá þér, en þú veist, sjónin er farin að versna hjá mér. Ég á tíma hjá augnlækni í september, fyrsti tíminn sem ég fékk, en ég lofa að koma ekki aftur fyrr en ég er búinn að fá ný gleraugu. Svo ég sjái nú hvar ég má keyra og hvar ekki án þess að fá sekt. En mér finnst óþægilegt að fá sekt. Ég vill standa mína plikt gagnvart guði og mönnum. Kemst í uppnám þegar ég er skammaður. Þar liggur minn feill, ég reiðist þegar mér finnst á mér troðist, þegar aðrir eru ósanngjarnir og að reyna að plata mig. En ég veit það núna, ég var bara ekki búinn að kynna mér ykkar skipulag nógu vel. Ég biðst innilegrar afsökunar á hafa sakað ykkur um ósanngirni, ég meina það, sorrý. Næst þegar ég kem skal ég vera búinn að læra þetta. Höfundur er sorrý. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Bílastæði Harpa Reykjavík Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Mér þykir það leitt en um daginn leyfði ég mér að fara á bílnum á tónleika hjá þér mín kæra Harpa. Ég er nú ekki neitt voðalega mikið í svona, hvað kallar unga fólkið það, snjallsímar sko, já. En ég hélt að ég gæti nú alveg klórað mig frammúr því að greiða fyrir stæðið. Þetta hefur nú alltaf tekist hjá mér á Keflavíkurflugvelli, stundum dáldið erfið að fá hliðið til að opnast þegar ég kem heim, en greiðslan hefur alltaf gengið hjá mér þar og ég hef aldrei fengið sekt. Þeir eru víst búnir að taka hliðin burt og guði sé lof fyrir það. En allaveganna, þá kom ég keyrandi niður í kjallarann hjá þér og fann þetta fína stæði, dáldið erfitt að átta sig á hvar stæðin liggja, ég sé línurnar svo illa hjá ykkur, en ég er búinn að panta tíma hjá augnlækni. Já, hvar var ég. Ég opna appið, þú veist, það stendur hvaða app á að nota á miðum upp á vegg hjá ykkur, borga og skelli mér á tónleikana. Þeir voru alveg frábærir, en ég var ekki alveg að gera það sem ég veit núna að ég átti að gera. Mín mistök voru að ég fylgdist ekki með að ég væri að gera allt rétt. Greiðslan fór út af kortinu. Hélt að ég hefði gert allt rétt og, já, þú veist, spáði ekkert meira í þessu. Fór bara heim og horfði á Gísla Martein á tímaflakkinu. Svona eins og við miðaldra fólkið gerum. Eitt veit ég eftir þetta allt saman, ég veit ekki neitt þannig séð. Fyrirgefðu. Ég er að reyna að vera meira inn í hlutum, Gunni frændi, hann er nokkuð klár. Hann er kerfisfræðingur og mjög góður á tölvur og svona. Hann er búinn að lofa mér að kenna mér á appið. Það eru víst einhverjir fídusar sem hann segir að geti komið í veg fyrir svona misskilning. En ég veit ekkert um það, en hann ætlar að kenna mér. Svo gerði ég önnur mistök, ég varð reiður þegar þið settuð kröfu í heimabankann frá einhverju óþekktu fyrirtæki fyrir að hafa ekki greitt fyrir bílastæðið. Ég fékk enga skýringu eða nótu en það er víst bara gamaldags, eða svo segir Gunni frændi. Ég náttúrulega bara fattaði ekki að ég greiddi ekki fyrir „þetta“ stæði, ég greiddi víst fyrir eitthvað allt annað stæði. Ég lofa að reyna að læra þetta. Það er hvaða stæði ég á að greiða fyrir. Er eitthvað námskeið sem ég get tekið, veistu það? Kannski hjá Endurmenntun. Ég hef tekið námskeið hjá þeim og það hefur alltaf hjálpað mér að skilja hlutina betur. Svo fæ ég styrk hjá verkalýðsfélaginu sem er flott. Ég biðst líka afsökunar á að hafa orðið reiður fyrir að hafa ekki greitt fyrir tvö stæði þegar ég óvart keyrði inn á annað bílastæði á leiðinni út sem einhver annar rekstraraðli er með þarna í kjallaranum hjá þér, en þú veist, sjónin er farin að versna hjá mér. Ég á tíma hjá augnlækni í september, fyrsti tíminn sem ég fékk, en ég lofa að koma ekki aftur fyrr en ég er búinn að fá ný gleraugu. Svo ég sjái nú hvar ég má keyra og hvar ekki án þess að fá sekt. En mér finnst óþægilegt að fá sekt. Ég vill standa mína plikt gagnvart guði og mönnum. Kemst í uppnám þegar ég er skammaður. Þar liggur minn feill, ég reiðist þegar mér finnst á mér troðist, þegar aðrir eru ósanngjarnir og að reyna að plata mig. En ég veit það núna, ég var bara ekki búinn að kynna mér ykkar skipulag nógu vel. Ég biðst innilegrar afsökunar á hafa sakað ykkur um ósanngirni, ég meina það, sorrý. Næst þegar ég kem skal ég vera búinn að læra þetta. Höfundur er sorrý.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun