„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2024 12:17 Báðum þeim Sigmari og Höllu Signý var mikið niðri fyrir á þinginu núna áðan en af sitthvorri ástæðunni. Halla Signý sagði til að mynda forstjóra Samkeppniseftirlitsins mæta nýjum búvörusamingi með myrkri og heimsósóma en Sigmar óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju. vísir/vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. Í störfum þingsins áðan töluðu nokkrir þingmenn um umdeildar breytingar á búvörusamingum. Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki sagðist treysta bændum, sjálfbærni væri þeim í blóð borin. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar gagnrýndi hins vegar að frumvarp matvælaráðherra væri ekki betur unnið, hún sagði margt geta farið úrskeiðis og það yrði síst bændum til hagsbóta. Forstjóri Samkeppnisstofnunar mætir með myrkri Halla Signý Kristjánsdóttir Framsókn var hins vegar á því að þetta væri besta mál og breytingarnar skiptu máli. „Þessum breytingum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu á þann veg að heimildir afurðastöðva í kjötiðnaði til að sameinast og gera með sér samkomulag um verðskrárskiptingu milli afurðastöðva í kjötvinnslu í því er varðar einstakar kjötafurðir og hafa með sér annarskonar samstarf. Þetta er liður í því að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu dreifingu kjötvara. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga í samkeppni við innfluttar vörur.“ Halla Signý sagði nýju lögin fela í sér mikið hagræði fyrir íslenskar afurðastöðvar sem ekki eiga mikið í samkeppni við erlenda matvælaframleiðendur. Þá sagði hún: „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur brugðist við með stóryrðum og myrkri. Og boðar heimsósóma fyrir íslenska bændur og neytendur.“ Hún sagði framleiðendur nú með með lagalega stoð fyrir verðlagi og að ákveðið lágmarksverð ákveðið fyrir bændur. „Bændur um allt land fagna þessari breytingu og forysta bænda hefur tekið undir þetta. Framsókn hefur ávallt verið óhrædd við að benda á þið augljósa. Og hefur lagt til þessar breytingar frá 2018. Loks náðum við meirihluta fyrir þessum mikilvægu breytingum en það er þó naumur meirihluti sem vill verja íslenska landbúnaðinn hér á Alþingi. Framsókn hefur tryggt að íslenska páskalambið rennur ljúflegar niður í ár.“ Sjálfstæðisflokkurinn tryggi einokun milliliða Sigmar Guðmundsson Viðreisn var hins vegar standandi bit á því að kjötafurðir væru nú lögum samkvæmt undanþegnar samkeppnislögum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur kallað þetta fordæmalausa aðgerð og stórslys. Og þetta hefur líka verið harðlega gagnrýnt af neytendasamtökunum. ASÍ hefur bent á að þetta geti unnið gegn nýgerðum kjarasamningum.“ Sigmar vitnaði þá til Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem hefur gagnrýnt þessa gjörð harðlega. Sigmar sagði þá sem vilji stilla þessu upp sem svo að ASÍ, Neytendasamtökin og Samkeppniseftirlitið séu óvinir bænda hafi vondan málstað að verja: „Það er ekki gagnlegt fyrir umræðuna að það megi ekki gagnrýna óskaplega miðstýrt landbúnaðarkerfi sem skilar bændum sjálfum knöppum kjörum án þess að það sé sett í annarlegt samhengi. Formaður Framsóknarflokksins fagnaði þessu mjög í gær, sami flokkur fer líka með samkeppnis- og neytendamál. En samkeppniseftirlitið og neytendasamtökin eru meðal hörðustu gagnrýnenda breytinganna,“ sagði Sigmar og sneri þá máli sínu til Sjálfstæðismanna sérstaklega: „Sjálfstæðisflokknum vil ég svo óska til hamingju með vikuna, að ríkisvæða tryggingarfélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði. Þetta er ágætis verk á ekki lengri tíma.“ Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Miðflokkurinn Kjördæmaskipan Rekstur hins opinbera Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38 Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Í störfum þingsins áðan töluðu nokkrir þingmenn um umdeildar breytingar á búvörusamingum. Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki sagðist treysta bændum, sjálfbærni væri þeim í blóð borin. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar gagnrýndi hins vegar að frumvarp matvælaráðherra væri ekki betur unnið, hún sagði margt geta farið úrskeiðis og það yrði síst bændum til hagsbóta. Forstjóri Samkeppnisstofnunar mætir með myrkri Halla Signý Kristjánsdóttir Framsókn var hins vegar á því að þetta væri besta mál og breytingarnar skiptu máli. „Þessum breytingum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu á þann veg að heimildir afurðastöðva í kjötiðnaði til að sameinast og gera með sér samkomulag um verðskrárskiptingu milli afurðastöðva í kjötvinnslu í því er varðar einstakar kjötafurðir og hafa með sér annarskonar samstarf. Þetta er liður í því að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu dreifingu kjötvara. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga í samkeppni við innfluttar vörur.“ Halla Signý sagði nýju lögin fela í sér mikið hagræði fyrir íslenskar afurðastöðvar sem ekki eiga mikið í samkeppni við erlenda matvælaframleiðendur. Þá sagði hún: „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur brugðist við með stóryrðum og myrkri. Og boðar heimsósóma fyrir íslenska bændur og neytendur.“ Hún sagði framleiðendur nú með með lagalega stoð fyrir verðlagi og að ákveðið lágmarksverð ákveðið fyrir bændur. „Bændur um allt land fagna þessari breytingu og forysta bænda hefur tekið undir þetta. Framsókn hefur ávallt verið óhrædd við að benda á þið augljósa. Og hefur lagt til þessar breytingar frá 2018. Loks náðum við meirihluta fyrir þessum mikilvægu breytingum en það er þó naumur meirihluti sem vill verja íslenska landbúnaðinn hér á Alþingi. Framsókn hefur tryggt að íslenska páskalambið rennur ljúflegar niður í ár.“ Sjálfstæðisflokkurinn tryggi einokun milliliða Sigmar Guðmundsson Viðreisn var hins vegar standandi bit á því að kjötafurðir væru nú lögum samkvæmt undanþegnar samkeppnislögum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur kallað þetta fordæmalausa aðgerð og stórslys. Og þetta hefur líka verið harðlega gagnrýnt af neytendasamtökunum. ASÍ hefur bent á að þetta geti unnið gegn nýgerðum kjarasamningum.“ Sigmar vitnaði þá til Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem hefur gagnrýnt þessa gjörð harðlega. Sigmar sagði þá sem vilji stilla þessu upp sem svo að ASÍ, Neytendasamtökin og Samkeppniseftirlitið séu óvinir bænda hafi vondan málstað að verja: „Það er ekki gagnlegt fyrir umræðuna að það megi ekki gagnrýna óskaplega miðstýrt landbúnaðarkerfi sem skilar bændum sjálfum knöppum kjörum án þess að það sé sett í annarlegt samhengi. Formaður Framsóknarflokksins fagnaði þessu mjög í gær, sami flokkur fer líka með samkeppnis- og neytendamál. En samkeppniseftirlitið og neytendasamtökin eru meðal hörðustu gagnrýnenda breytinganna,“ sagði Sigmar og sneri þá máli sínu til Sjálfstæðismanna sérstaklega: „Sjálfstæðisflokknum vil ég svo óska til hamingju með vikuna, að ríkisvæða tryggingarfélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði. Þetta er ágætis verk á ekki lengri tíma.“
Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Miðflokkurinn Kjördæmaskipan Rekstur hins opinbera Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38 Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38
Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20