Af bókasafnsfræðingum, iðjuþjálfum og öðrum ríkisbubbum Tumi Kolbeinsson skrifar 22. mars 2024 08:01 Geislafræðingar, þroskaþjálfar, lögfræðingar, kennarar, hjúkrunarfræðingar, fornleifafræðingar, félagsráðgjafar og verkfræðingar eru allt dæmi um ólík starfsheiti háskólamenntaðra og er þá fátt eitt upp talið af þeim sérfræðingum sem samfélagið þarf á að halda. Háskólamenntað fólk er ekki einsleitur hópur á vinnumarkaði og vinnuaðstæður þeirra og launakjör eru ekki alltaf eftirsóknarverð. Stórir hópar búa við ömurleg starfskjör. Rétt er að halda því til haga að lítil samfélög á borð við Ísland þurfa hærra hlutfall háskólamenntaðra en stærri samfélög. Þetta er m.a. vegna þess að við þurfum að eiga sérfræðinga á sömu sviðum og aðrar þjóðir enda fáir sem myndu samþykkja að við sleppum því að mennta talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, verkfræðinga eða einhverjar aðrar stéttir af því að við erum svo fá. Í margar þessar greinar sárvantar fólk því of fáir sjá sér hag í að leggja í langskólanám til þess að nema þær. Háskólanám tekur langan tíma og flestir safna miklum skuldum á námstímanum og fara á meðan á mis við að safna lífeyri. Þessi ár tekur langan tíma að vinna upp. Margir háskólanemar þekkja matseðla sem einkennast af núðlusúpum úr pakka, ristuðu brauði og ódýrasta örbylgjufæði svo árum skiptir. Aðrir hafa lent í að námslán hafa stökkbreyst og margir hafa verið á miklum hrakhólum með húsnæði á meðan námi stendur en ekki síður eftir að því lýkur. Eftir margra ára háskólanám þar sem lifað er á sumarkaupi og námslánum stendur fólki frammi fyrir því að neyðast á leigumarkað þar sem nær ógerlegt er að safna fyrir útborgun vegna fasteignakaupa og lendir þar í vítahring. Samkvæmt Hagfræðistofnun hefur kaupmáttur launafólks með meistaragráðu staðið í stað frá aldamótum og samkvæmt gögnum frá OECD er fjárhagslegur ávinningur þess að fara í háskólanám langlægstur hjá Íslendingum af öllum OECD löndum. Samkvæmt nýrri lífskjarakönnun BHM eiga 42% þeirra sem greiða af námslánum í erfiðleikum með að ná endum saman. Hvatinn til þess að fara í háskólanám er því minni en skyldi enda er hlutfall háskólamenntaðra vel undir meðaltali OECD ríkja og enn lægra ef Ísland er eingöngu borið saman við Norðurlöndin. Þá sýnir þróunin frá 2015 að Ísland er eitt af fjórum löndum þar sem hlutfall karla með háskólamenntun lækkar en þetta hlutfall hefur hækkað hjá flestum öðrum þjóðum innan OECD. Það er mikilvægt að hafa þessar staðreyndir á hreinu áður en farið er fram með yfirlýsingar sem grafa undan kjarabaráttu þeirra stéttarfélaga sem eftir eiga að semja. Það gera margir þessa dagana. Sérstaklega raunalegt er að sjá slíkt hjá forystufólki þeirra stéttarfélaga sem þegar hafa samið. Í þættinum Synir Egils á Samstöðinni sl. sunnudag var formaður Eflingar í viðtali að ræða kjaramál og kunngjörði allramildilegast að línan hefði verið lögð -„Vilja þau frekar tæta í sundur þá sátt sem nú er verið að reyna að skapa til þess að geta fengið hærri prósentuhækkanir?“ - og var á henni að heyra að það væri sérstaklega óforskammað hjá BHM að láta sér detta í hug að stunda eitthvað sem kalla mætti kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Sú hraðskreiða þróun sem hefur verið hér á landi í þá átt að skapa stórar atvinnugreinar fyrir ófaglærða sem eru mannaflsfrekar og greiða lág laun þar sem flestir eiga að miða sig við lægsta samnefnarann er mjög varasöm. Höfundur er í stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Háskólar Stjórnsýsla Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Geislafræðingar, þroskaþjálfar, lögfræðingar, kennarar, hjúkrunarfræðingar, fornleifafræðingar, félagsráðgjafar og verkfræðingar eru allt dæmi um ólík starfsheiti háskólamenntaðra og er þá fátt eitt upp talið af þeim sérfræðingum sem samfélagið þarf á að halda. Háskólamenntað fólk er ekki einsleitur hópur á vinnumarkaði og vinnuaðstæður þeirra og launakjör eru ekki alltaf eftirsóknarverð. Stórir hópar búa við ömurleg starfskjör. Rétt er að halda því til haga að lítil samfélög á borð við Ísland þurfa hærra hlutfall háskólamenntaðra en stærri samfélög. Þetta er m.a. vegna þess að við þurfum að eiga sérfræðinga á sömu sviðum og aðrar þjóðir enda fáir sem myndu samþykkja að við sleppum því að mennta talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, verkfræðinga eða einhverjar aðrar stéttir af því að við erum svo fá. Í margar þessar greinar sárvantar fólk því of fáir sjá sér hag í að leggja í langskólanám til þess að nema þær. Háskólanám tekur langan tíma og flestir safna miklum skuldum á námstímanum og fara á meðan á mis við að safna lífeyri. Þessi ár tekur langan tíma að vinna upp. Margir háskólanemar þekkja matseðla sem einkennast af núðlusúpum úr pakka, ristuðu brauði og ódýrasta örbylgjufæði svo árum skiptir. Aðrir hafa lent í að námslán hafa stökkbreyst og margir hafa verið á miklum hrakhólum með húsnæði á meðan námi stendur en ekki síður eftir að því lýkur. Eftir margra ára háskólanám þar sem lifað er á sumarkaupi og námslánum stendur fólki frammi fyrir því að neyðast á leigumarkað þar sem nær ógerlegt er að safna fyrir útborgun vegna fasteignakaupa og lendir þar í vítahring. Samkvæmt Hagfræðistofnun hefur kaupmáttur launafólks með meistaragráðu staðið í stað frá aldamótum og samkvæmt gögnum frá OECD er fjárhagslegur ávinningur þess að fara í háskólanám langlægstur hjá Íslendingum af öllum OECD löndum. Samkvæmt nýrri lífskjarakönnun BHM eiga 42% þeirra sem greiða af námslánum í erfiðleikum með að ná endum saman. Hvatinn til þess að fara í háskólanám er því minni en skyldi enda er hlutfall háskólamenntaðra vel undir meðaltali OECD ríkja og enn lægra ef Ísland er eingöngu borið saman við Norðurlöndin. Þá sýnir þróunin frá 2015 að Ísland er eitt af fjórum löndum þar sem hlutfall karla með háskólamenntun lækkar en þetta hlutfall hefur hækkað hjá flestum öðrum þjóðum innan OECD. Það er mikilvægt að hafa þessar staðreyndir á hreinu áður en farið er fram með yfirlýsingar sem grafa undan kjarabaráttu þeirra stéttarfélaga sem eftir eiga að semja. Það gera margir þessa dagana. Sérstaklega raunalegt er að sjá slíkt hjá forystufólki þeirra stéttarfélaga sem þegar hafa samið. Í þættinum Synir Egils á Samstöðinni sl. sunnudag var formaður Eflingar í viðtali að ræða kjaramál og kunngjörði allramildilegast að línan hefði verið lögð -„Vilja þau frekar tæta í sundur þá sátt sem nú er verið að reyna að skapa til þess að geta fengið hærri prósentuhækkanir?“ - og var á henni að heyra að það væri sérstaklega óforskammað hjá BHM að láta sér detta í hug að stunda eitthvað sem kalla mætti kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Sú hraðskreiða þróun sem hefur verið hér á landi í þá átt að skapa stórar atvinnugreinar fyrir ófaglærða sem eru mannaflsfrekar og greiða lág laun þar sem flestir eiga að miða sig við lægsta samnefnarann er mjög varasöm. Höfundur er í stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun