Stökkbreyting í alþjóðamálum Jón Steindór Valdimarsson skrifar 21. mars 2024 14:31 Árásarstríð Rússa gegn Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022 og stendur enn, hefur gjörbreytt öryggisumhverfi Íslands, aðildarríka Evrópusambandsins og raunar heimsins alls. Óþarft er að fjölyrða um þær hörmungar sem stríðsátökin valda íbúum Úkraínu. Þær eru skelfilegar og munu setja mark sitt á þjóðina um ókomin ár. Þetta er ekki bara barátta Úkraínu fyrir frelsi sínu og fullveldi. Þetta er líka barátta um gildi í vestrænni samvinnu. Hagsmunir okkar eru ótvírætt að alþjóðalög og mannréttindi séu virt. Þess vegna er þetta barátta sem skiptir okkur Íslendinga miklu. Ísland stendur með Úkraínu Ísland hefur lýst yfir stuðningi við framtíðarsýn úkraínskra stjórnvalda um að tilheyra evrópsku lýðræðissamfélagi sem endurspeglast í umsókn þeirra um aðild að Evrópusambandinu, þar með einnig Evrópska efnahagssvæðinu og NATO. Sú vegferð felur í sér víðtækar umbætur á stjórnarháttum í landinu, aðgerðir gegn spillingu, eflingu mannréttinda og kynjajafnréttis og stuðning við að halda reglur réttarríkisins í heiðri. Það blasir við að ríki Evrópu með Evrópusambandið í fararbroddi eru á þessari skoðun. Nærtækt er að nefna að Finnar og Svíar hafa gengið í NATO og þannig horfið frá hlutleysisstefnu sinni. Það skref taka þau ekki af léttúð heldur vegna þess að þau skynja að heimsmyndin er að breytast. Fjölmörg Evrópuríki hafa lagt til fjármagn og hergögn á eigin vegum og ESB hefur gert það einnig. Einmitt í dag er haldinn fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem er að mestu helgaður málefnum Úkraínu og nauðsyn enn meiri stuðnings og viðbúnaðar í Evrópu almennt vegna árásarstríðs Rússa. Charles MICHEL, forseti leiðtogaráðs ESB, kvað fast að orði og með alvöruþunga í grein sem hann birti í aðdraganda fundarins nú stendur yfir Brussel. Rússland er ógn við Evrópu Þar segir hann meðal annars að Rússland sé alvarleg hernaðarleg ógn við Evrópu og öryggi í heiminum almennt. Bregðist ESB ekki rétt við og styðji Úkraínu með fullnægjandi hætti til þess að stöðva Rússa – þá munu önnur Evrópulönd koma næst í röðinni. Hann segir enn fremur að ESB verði þess vegna að setja í varnargír og búa sig efnahagslega undir stríð. Það sé orðið tímabært að við tökum ábyrgð á eigin öryggi og að ekki sé lengur hægt að reiða sig á stuðning annarra né verið háð úrslitum kosninga í Bandaríkjunum eða annars staðar. Það er ögurstund í sögu okkar. Evrópa verður að haga viðbúnaði sínum í samræmi við þá miklu ógn sem við blasir. Hér þarf að sameinast um nýja vitund og viðbúnað fyrir öflugri varnir. Þetta eru býsna stór og mikil orð. Ísland þarf að huga að sinni framtíð Allar þessar hræringar innan Evrópu hljóta að leiða til þess að við Íslendingar tökum okkar eigin stöðu í samfélagi þjóðanna og þátttöku samstarfinu innan Evrópu til rækilegrar endurskoðunar. Greinilegt er að ríki Evrópu eru að vakna upp við þá nýju stöðu að það er ekki á vísan að róa þar sem Bandaríkin eru. Þess vegna ætla þau að verða sjálfstæðari í því að halda uppi nauðsynlegum vörnum fyrir Evrópu og að þau verði í stakk búin til þess að koma í veg fyrir að atburðir eins og þeir sem nú standa yfir í Úkraínu geti endurtekið sig. Við eigum að ræða í fullri alvöru og einlægni hvort þessi staða og horfur í þróun alþjóðamála sé ekki enn ein rík ástæða fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Innrás Rússa í Úkraínu NATO Viðreisn Alþingi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Árásarstríð Rússa gegn Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022 og stendur enn, hefur gjörbreytt öryggisumhverfi Íslands, aðildarríka Evrópusambandsins og raunar heimsins alls. Óþarft er að fjölyrða um þær hörmungar sem stríðsátökin valda íbúum Úkraínu. Þær eru skelfilegar og munu setja mark sitt á þjóðina um ókomin ár. Þetta er ekki bara barátta Úkraínu fyrir frelsi sínu og fullveldi. Þetta er líka barátta um gildi í vestrænni samvinnu. Hagsmunir okkar eru ótvírætt að alþjóðalög og mannréttindi séu virt. Þess vegna er þetta barátta sem skiptir okkur Íslendinga miklu. Ísland stendur með Úkraínu Ísland hefur lýst yfir stuðningi við framtíðarsýn úkraínskra stjórnvalda um að tilheyra evrópsku lýðræðissamfélagi sem endurspeglast í umsókn þeirra um aðild að Evrópusambandinu, þar með einnig Evrópska efnahagssvæðinu og NATO. Sú vegferð felur í sér víðtækar umbætur á stjórnarháttum í landinu, aðgerðir gegn spillingu, eflingu mannréttinda og kynjajafnréttis og stuðning við að halda reglur réttarríkisins í heiðri. Það blasir við að ríki Evrópu með Evrópusambandið í fararbroddi eru á þessari skoðun. Nærtækt er að nefna að Finnar og Svíar hafa gengið í NATO og þannig horfið frá hlutleysisstefnu sinni. Það skref taka þau ekki af léttúð heldur vegna þess að þau skynja að heimsmyndin er að breytast. Fjölmörg Evrópuríki hafa lagt til fjármagn og hergögn á eigin vegum og ESB hefur gert það einnig. Einmitt í dag er haldinn fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem er að mestu helgaður málefnum Úkraínu og nauðsyn enn meiri stuðnings og viðbúnaðar í Evrópu almennt vegna árásarstríðs Rússa. Charles MICHEL, forseti leiðtogaráðs ESB, kvað fast að orði og með alvöruþunga í grein sem hann birti í aðdraganda fundarins nú stendur yfir Brussel. Rússland er ógn við Evrópu Þar segir hann meðal annars að Rússland sé alvarleg hernaðarleg ógn við Evrópu og öryggi í heiminum almennt. Bregðist ESB ekki rétt við og styðji Úkraínu með fullnægjandi hætti til þess að stöðva Rússa – þá munu önnur Evrópulönd koma næst í röðinni. Hann segir enn fremur að ESB verði þess vegna að setja í varnargír og búa sig efnahagslega undir stríð. Það sé orðið tímabært að við tökum ábyrgð á eigin öryggi og að ekki sé lengur hægt að reiða sig á stuðning annarra né verið háð úrslitum kosninga í Bandaríkjunum eða annars staðar. Það er ögurstund í sögu okkar. Evrópa verður að haga viðbúnaði sínum í samræmi við þá miklu ógn sem við blasir. Hér þarf að sameinast um nýja vitund og viðbúnað fyrir öflugri varnir. Þetta eru býsna stór og mikil orð. Ísland þarf að huga að sinni framtíð Allar þessar hræringar innan Evrópu hljóta að leiða til þess að við Íslendingar tökum okkar eigin stöðu í samfélagi þjóðanna og þátttöku samstarfinu innan Evrópu til rækilegrar endurskoðunar. Greinilegt er að ríki Evrópu eru að vakna upp við þá nýju stöðu að það er ekki á vísan að róa þar sem Bandaríkin eru. Þess vegna ætla þau að verða sjálfstæðari í því að halda uppi nauðsynlegum vörnum fyrir Evrópu og að þau verði í stakk búin til þess að koma í veg fyrir að atburðir eins og þeir sem nú standa yfir í Úkraínu geti endurtekið sig. Við eigum að ræða í fullri alvöru og einlægni hvort þessi staða og horfur í þróun alþjóðamála sé ekki enn ein rík ástæða fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun