Samfylkingin slær ryki í augu almennings Hildur Sverrisdóttir skrifar 20. mars 2024 19:00 Málflutningur Samfylkingarinnar í máli fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðunni veldur miklum vonbrigðum. Það var til að mynda ótrúlegt að hlusta á formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Í aðra röndina talaði hún um sjálfstæði Bankasýslunnar, en í hina lýsti hún mikilli furðu yfir því að fjármálaráðherra hefði ekki stigið sjálf fyrirfram inn í kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Eigandastefna ríkisins tekur fyrir samskipti um rekstur félaga Afstaða formannsins stenst enga skoðun. Í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem nær til þeirra fjármálafyrirtækja sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með: „Meginverkefni Bankasýslu ríkisins er að sjá um samskipti ríkisins við fjármálafyrirtæki sem ríkið á eignarhluti í og tengjast eigendahlutverki þess. Þau samskipti eiga að meginstefnu til að fara fram í gegnum stjórnir fjármálafyrirtækjanna. Vegna armslengdarsjónarmiða laganna er ekki gert ráð fyrir að þessir aðilar eigi bein samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að eignarhaldi ríkisins eða rekstri félaganna.“ Upplýsingar um fyrirhuguð kaup eru lögum samkvæmt innherjaupplýsingar, en samt taldi formaður Samfylkingarinnar að „hundruðir opinberra starfsmanna” hefðu átt að getað upplýst fjármálaráðherra nægilega um fyrirhuguð viðskipti til að hún stigi inn í þau. Viðskipti sem bankaráð Landsbankans hafði ekki einu sinni upplýst Bankasýsluna formlega um og það þrátt fyrir að í fyrrgreindri eigendastefnu segi að fjármálafyrirtæki skuli bera allar „meiriháttar aðgerðir“ undir hana - sem kaup að andvirði tæplega þrjátíu þúsund milljóna íslenskra króna auðvitað er. Það er furðulegt að formaður Samfylkingarinnar skuli ekki þekkja eigandastefnu ríkisins betur en raun ber vitni: Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir beinum samskiptum við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. 12 Eurovision stig til ráðherra Formaður Samfylkingarinnar taldi það svo engan veginn kjarna máls að ríkisbanki væri hér að soga til sín og ríkisvæða tryggingafélag á almennum markaði. Aðalatriðið væri auðvitað „ákvarðanatökuferlið” eins og hún orðaði það. Ákvarðanatökuferli sem var reyndar bara upp á tíu hjá hæstvirtum ráðherra. 12 Eurovision-stig til ráðherra fyrir ákvarðanatökuferli sitt í þessu máli upp á punkt og prik eins og lagt er upp með í hinni ágætu eigandastefnu. Þá gagnrýndi formaðurinn að Bankasýslan, sem Samfylkingin kom á fót, hefði ekki verið lögð niður innan fimm ára frá stofnun líkt og til stóð. Hún nefndi reyndar ekki að Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, lagði til niðurlagningu stofnunarinnar með frumvarpi fyrir níu árum síðan. Við það tilefni sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrum formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis: „Eins og hæstvirtun fjármálaráðherra er kunnugt um er ég algjörlega mótfallinn frumvarpinu og skil ekkert í honum að vera að kalla yfir sig öll þau vandræði sem munu hljótast af því að samþykkja það.” Samfylkingunni hefur því snúist hugur um þetta mál, og það er reyndar alls ekki einsdæmi um þessar mundir. Formaðurinn nefndi ekki heldur en rifja má upp í þessu samhengi að fimm ára líftíminn miðaðist við að búið yrði að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Landsbankans. En formaður Samfylkingarinnar kveðst hins vegar algjörlega mótfallin því að selja Landsbankann. Skila auðu um fyrirhuguð kaup Formaðurinn fékkst hins vegar ekki til að svara hvað henni fyndist um fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Enda væri það, líkt og áður hefur komið fram að áliti formannsins, ekki kjarni máls. Málflutningur Samfylkingarinnar í þessu máli veldur miklum vonbrigðum enda reynt að kasta ryki í augu almennings með því að því að halda því fram að ráðherra hafi ekki sinnt skyldum sínum, þvert á staðreyndir. Í þessu máli er fyrirkomulagið algerlega skýrt. Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eigi bein samskipti við fjármálaráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. Punktur. Hér hefur ráðherra ekki gert neitt nema hið rétta í stöðunni. Að reyna að halda öðru fram er, svo það sé aftur sagt, aum tilraun til að slá ryki í augu almennings. Aumast af öllu er að hafa svo ekki skoðun á aðalatriði málsins sem er kýrskýrt hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum: Ríkið á ekki að eiga tryggingafélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kaup Landsbankans á TM Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Landsbankinn Tryggingar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Málflutningur Samfylkingarinnar í máli fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðunni veldur miklum vonbrigðum. Það var til að mynda ótrúlegt að hlusta á formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Í aðra röndina talaði hún um sjálfstæði Bankasýslunnar, en í hina lýsti hún mikilli furðu yfir því að fjármálaráðherra hefði ekki stigið sjálf fyrirfram inn í kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Eigandastefna ríkisins tekur fyrir samskipti um rekstur félaga Afstaða formannsins stenst enga skoðun. Í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem nær til þeirra fjármálafyrirtækja sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með: „Meginverkefni Bankasýslu ríkisins er að sjá um samskipti ríkisins við fjármálafyrirtæki sem ríkið á eignarhluti í og tengjast eigendahlutverki þess. Þau samskipti eiga að meginstefnu til að fara fram í gegnum stjórnir fjármálafyrirtækjanna. Vegna armslengdarsjónarmiða laganna er ekki gert ráð fyrir að þessir aðilar eigi bein samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að eignarhaldi ríkisins eða rekstri félaganna.“ Upplýsingar um fyrirhuguð kaup eru lögum samkvæmt innherjaupplýsingar, en samt taldi formaður Samfylkingarinnar að „hundruðir opinberra starfsmanna” hefðu átt að getað upplýst fjármálaráðherra nægilega um fyrirhuguð viðskipti til að hún stigi inn í þau. Viðskipti sem bankaráð Landsbankans hafði ekki einu sinni upplýst Bankasýsluna formlega um og það þrátt fyrir að í fyrrgreindri eigendastefnu segi að fjármálafyrirtæki skuli bera allar „meiriháttar aðgerðir“ undir hana - sem kaup að andvirði tæplega þrjátíu þúsund milljóna íslenskra króna auðvitað er. Það er furðulegt að formaður Samfylkingarinnar skuli ekki þekkja eigandastefnu ríkisins betur en raun ber vitni: Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir beinum samskiptum við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. 12 Eurovision stig til ráðherra Formaður Samfylkingarinnar taldi það svo engan veginn kjarna máls að ríkisbanki væri hér að soga til sín og ríkisvæða tryggingafélag á almennum markaði. Aðalatriðið væri auðvitað „ákvarðanatökuferlið” eins og hún orðaði það. Ákvarðanatökuferli sem var reyndar bara upp á tíu hjá hæstvirtum ráðherra. 12 Eurovision-stig til ráðherra fyrir ákvarðanatökuferli sitt í þessu máli upp á punkt og prik eins og lagt er upp með í hinni ágætu eigandastefnu. Þá gagnrýndi formaðurinn að Bankasýslan, sem Samfylkingin kom á fót, hefði ekki verið lögð niður innan fimm ára frá stofnun líkt og til stóð. Hún nefndi reyndar ekki að Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, lagði til niðurlagningu stofnunarinnar með frumvarpi fyrir níu árum síðan. Við það tilefni sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrum formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis: „Eins og hæstvirtun fjármálaráðherra er kunnugt um er ég algjörlega mótfallinn frumvarpinu og skil ekkert í honum að vera að kalla yfir sig öll þau vandræði sem munu hljótast af því að samþykkja það.” Samfylkingunni hefur því snúist hugur um þetta mál, og það er reyndar alls ekki einsdæmi um þessar mundir. Formaðurinn nefndi ekki heldur en rifja má upp í þessu samhengi að fimm ára líftíminn miðaðist við að búið yrði að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Landsbankans. En formaður Samfylkingarinnar kveðst hins vegar algjörlega mótfallin því að selja Landsbankann. Skila auðu um fyrirhuguð kaup Formaðurinn fékkst hins vegar ekki til að svara hvað henni fyndist um fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Enda væri það, líkt og áður hefur komið fram að áliti formannsins, ekki kjarni máls. Málflutningur Samfylkingarinnar í þessu máli veldur miklum vonbrigðum enda reynt að kasta ryki í augu almennings með því að því að halda því fram að ráðherra hafi ekki sinnt skyldum sínum, þvert á staðreyndir. Í þessu máli er fyrirkomulagið algerlega skýrt. Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eigi bein samskipti við fjármálaráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. Punktur. Hér hefur ráðherra ekki gert neitt nema hið rétta í stöðunni. Að reyna að halda öðru fram er, svo það sé aftur sagt, aum tilraun til að slá ryki í augu almennings. Aumast af öllu er að hafa svo ekki skoðun á aðalatriði málsins sem er kýrskýrt hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum: Ríkið á ekki að eiga tryggingafélag.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun