Ríkisvæðing og ríkisstjórnarmenning Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2024 13:00 Að færa fé til hluthafa Kviku til þess eins að ríkið eignist tryggingarfélag er eitthvað sem maður sá ekki fyrir. Þótt ekkert komi lengur á óvart þegar þessi ríkisstjórn er annars vegar. Veruleikinn er sá að stofnanir og ríkisfyrirtæki, þar sem fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna sitja í stjórn, virða eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála að vettugi. Eðlilega spyr frjálslynt fólk sig; hver verður næsta ríkisvæðing? Ég hélt að það væri skýrt að krafan væri sú að engin fyrirtæki í ríkiseigu ættu að stuðla að aukinni þenslu í hagkerfinu. Eru ekki allir á sömu blaðsíðu? Ekki síst eftir marg auglýsta aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Að það væru allir að róa í sömu átt að sama markmiði; slá á verðbólgu og fara ekki út í þensluhvetjandi aðgerðir. Frumleg leið að hagræðingu Fjármálaráðherra sagði jafnframt í síðustu viku að nauðsynlegt væri að hagræða í ríkisrekstrinum til að koma til móts við aukin útgjöld. Það var mikilvægt. Það er hins vegar frumleg leið að hagræðingu að ríkisvæða tryggingarfélag fyrir 28,6 milljarða króna. Svo upplifum við enn einn dag hinna misvísandi skilaboða frá ríkisstjórninni. Menningin sem ríkisstjórnin hefur komið sér upp á þessum sjö árum er ekki góð, hvað þá til fyrirmyndar. Við horfum annars vegar upp á gengdarlausa útþenslu ríkisins. Afrekaskrá ríkisstjórnar í hagræðingu er engin. Frekar er gefið í. Á vakt og á ábyrgð flokks sem eitt sinn kenndi sig við ráðdeild í ríkisrekstri. Yfirlýsingakapphlaup og furðupólitík Þetta er ríkisstjórnarmenning sem hefur leitt af sér að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins telja sig nokkuð óáreitt geta bætt við báknið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Hitt er síðan kúlturinn í kringum samskipti innan ríkisstjórnar. Makalaust yfirlýsingakapphlaup á milli ráðherra sem virðist engan endi ætla að taka. Hver er í sínu horni að merkja sér sitt svæði. Þaðan sem yfirlýsingar flæða, oftast til heimabrúks og stangast á við aðra. Það er furðulegt að horfa upp á þetta. Ég hef upplifað margt í pólítík en þetta er nýlunda. Ítrekað og aftur. Kannski er þetta nýsköpunin sem ríkisstjórnin vildi. Hvað veit ég? En fyrst og síðast dregur þetta fram yfirgengilegt stjórnleysi og sýnir að það er engin funkerandi ríkisstjórn í landinu. Í hverju málinu á fætur öðru. Það er enginn metnaður, hvað þá sameiginleg sýn. Það þarf að fara stjórna landinu. Það er deginum ljósara. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Kvika banki Tryggingar Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Að færa fé til hluthafa Kviku til þess eins að ríkið eignist tryggingarfélag er eitthvað sem maður sá ekki fyrir. Þótt ekkert komi lengur á óvart þegar þessi ríkisstjórn er annars vegar. Veruleikinn er sá að stofnanir og ríkisfyrirtæki, þar sem fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna sitja í stjórn, virða eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála að vettugi. Eðlilega spyr frjálslynt fólk sig; hver verður næsta ríkisvæðing? Ég hélt að það væri skýrt að krafan væri sú að engin fyrirtæki í ríkiseigu ættu að stuðla að aukinni þenslu í hagkerfinu. Eru ekki allir á sömu blaðsíðu? Ekki síst eftir marg auglýsta aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Að það væru allir að róa í sömu átt að sama markmiði; slá á verðbólgu og fara ekki út í þensluhvetjandi aðgerðir. Frumleg leið að hagræðingu Fjármálaráðherra sagði jafnframt í síðustu viku að nauðsynlegt væri að hagræða í ríkisrekstrinum til að koma til móts við aukin útgjöld. Það var mikilvægt. Það er hins vegar frumleg leið að hagræðingu að ríkisvæða tryggingarfélag fyrir 28,6 milljarða króna. Svo upplifum við enn einn dag hinna misvísandi skilaboða frá ríkisstjórninni. Menningin sem ríkisstjórnin hefur komið sér upp á þessum sjö árum er ekki góð, hvað þá til fyrirmyndar. Við horfum annars vegar upp á gengdarlausa útþenslu ríkisins. Afrekaskrá ríkisstjórnar í hagræðingu er engin. Frekar er gefið í. Á vakt og á ábyrgð flokks sem eitt sinn kenndi sig við ráðdeild í ríkisrekstri. Yfirlýsingakapphlaup og furðupólitík Þetta er ríkisstjórnarmenning sem hefur leitt af sér að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins telja sig nokkuð óáreitt geta bætt við báknið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Hitt er síðan kúlturinn í kringum samskipti innan ríkisstjórnar. Makalaust yfirlýsingakapphlaup á milli ráðherra sem virðist engan endi ætla að taka. Hver er í sínu horni að merkja sér sitt svæði. Þaðan sem yfirlýsingar flæða, oftast til heimabrúks og stangast á við aðra. Það er furðulegt að horfa upp á þetta. Ég hef upplifað margt í pólítík en þetta er nýlunda. Ítrekað og aftur. Kannski er þetta nýsköpunin sem ríkisstjórnin vildi. Hvað veit ég? En fyrst og síðast dregur þetta fram yfirgengilegt stjórnleysi og sýnir að það er engin funkerandi ríkisstjórn í landinu. Í hverju málinu á fætur öðru. Það er enginn metnaður, hvað þá sameiginleg sýn. Það þarf að fara stjórna landinu. Það er deginum ljósara. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun