Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 16:22 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þrálátlega orðuð við framboð til forseta Íslands þessa dagana. Hún hefur hvorki játað né neitað slíkum pælingum. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Fyrirspurnin kemur í framhaldi af fréttum af kaupum Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði í færslu á Facebook í gær að hún myndi ekki samþykkja kaup bankans á TM nema bankinn yrði seldur samhliða. Kristrún segir ríkisstjórnina virðast stjórnlausa og staðráðna í að læra ekkert af sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem leiddi meðal annars til afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Kristrún vísaði í færslu Þórdísar sem benti til að hún kæmi af fjöllum varðandi kaup Landsbankans á tryggingafélagi á meðan sölunni á Íslandsbanka er ekki lokið. „Stendur til að grípa inn í og stöðva þessi kaup Landsbankans á TM? Hvernig verður það þá gert? Eða verður farið í að einkavæða Landsbankann eins og hæstv. fjármálaráðherra er að kalla eftir?“ spurði Kristrún og beindi orðum sínum til Katrínar. Meiriháttar ákvörðun sem eigi að bera undir Bankasýsluna „Það er algerlega skýrt af minni hálfu að ég mun ekki taka þátt í því að selja hlut í Landsbankanum. Það liggur skýrt fyrir í eigendastefnu ríkisins að ekki eigi að horfa til þess fyrr en að lokinni sölu á Íslandsbanka. Það var það sem þessi ríkisstjórn ákvað og það er fullkominn skilningur á því að mín hreyfing hefur haft þá skýru sýn að ekki skuli selja hlut í Landsbankanum.“ Fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi sett eigendastefnu um að bera skuli meiriháttar ákvarðanir undir Bankasýslu ríkisins. „Mér er sagt að það hafi ekki verið gert í þessu máli. Auðvitað má deila um það hvort þetta telst meiri háttar mál en auðvitað er hin almenna reglan sú að viðskiptalegar ákvarðanir bankans eru ekki á borði fjármálaráðherra hverju sinni, en teljist þetta vera meiri háttar ákvörðun skuli bera hana undir Bankasýsluna.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í púlti á Alþingi.Vísir/ARnar Kristrún velti því fyrir sér hvort Katrín teldi ekkert tiltökumál að búið væri að ákveða að ríkisvæða stórt tryggingafyrirtæki. „Þessi sama ríkisstjórn ber fyrir sig að sala á eftirlifandi hlut í Íslandsbanka eigi að fjármagna til að mynda uppkaup á húsnæði frá Grindavík. Þetta er risastórt pólitískt mál. Síðan kemur 29 milljarða kr. verðmiði og það er ekki gerð nein athugasemd við það heldur talað um að Landsbankinn hafi einfaldlega litið fram hjá Bankasýslunni. Hver er ábyrgð ríkisstjórnarinnar í þessu máli? Hver er ábyrgð hæstv. fjármálaráðherra í þessu máli? Hefur þetta ekki verið rætt? Málið hefur verið til umfjöllunar á vettvangi stjórnar Landsbankans í að verða 5–6 mánuði. Þetta er ekki almenn rekstrarleg ákvörðun sem snýr að ráðningu framkvæmdastjóra eða starfsfólks, þetta er risastórt inngrip á fjármálamarkaði, risastór breyting á eigendastefnu ríkisins,“ sagði Kristrúnu. Henni virtist sem Katrín ætlaði að koma sér undan því að svara málinu með því að segjast ekki hafa verið látin vita. Katrín svaraði og leiðrétti Kristrúnu. „Ég sagði ekkert um það að við hefðum ekki verið látin vita. Það sem ég var að upplýsa hv. þingmann um er að samkvæmt eigendastefnunni er gert ráð fyrir því að meiri háttar ákvarðanir skuli bornar undir Bankasýsluna sem fer með hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það er hinn rétti ferill í þessum málum og það hefur ekki verið gert,“ sagði Katrín. Hún eldi um meiriháttar ákvörðun að ræða sem bera ætti undir Bankasýsluna. Almennt sé ekki gert ráð fyrir því að ráðherra hafi skoðun á einstökum viðskiptalegum ákvörðunum en í tilfelli meiri háttar ákvarðana eigi að bera þær undir Bankasýsluna. „Það er það sem ég tel víst að verði nú gert. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er Bankasýslan með þetta mál til skoðunar og við munum fá frekari fregnir af því, því að þetta er auðvitað stórmál hvað varðar það að fara inn á nýtt svið, tryggingar, þar sem skiptir máli að öllum ferlum sé fylgt eins og lögin gera ráð fyrir.“ Kaup Landsbankans á TM Alþingi Salan á Íslandsbanka Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58 Kvika tók kipp Gengi hlutabréfa Kviku banka hækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 9:30 í morgun. 18. mars 2024 09:55 Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Fyrirspurnin kemur í framhaldi af fréttum af kaupum Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði í færslu á Facebook í gær að hún myndi ekki samþykkja kaup bankans á TM nema bankinn yrði seldur samhliða. Kristrún segir ríkisstjórnina virðast stjórnlausa og staðráðna í að læra ekkert af sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem leiddi meðal annars til afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Kristrún vísaði í færslu Þórdísar sem benti til að hún kæmi af fjöllum varðandi kaup Landsbankans á tryggingafélagi á meðan sölunni á Íslandsbanka er ekki lokið. „Stendur til að grípa inn í og stöðva þessi kaup Landsbankans á TM? Hvernig verður það þá gert? Eða verður farið í að einkavæða Landsbankann eins og hæstv. fjármálaráðherra er að kalla eftir?“ spurði Kristrún og beindi orðum sínum til Katrínar. Meiriháttar ákvörðun sem eigi að bera undir Bankasýsluna „Það er algerlega skýrt af minni hálfu að ég mun ekki taka þátt í því að selja hlut í Landsbankanum. Það liggur skýrt fyrir í eigendastefnu ríkisins að ekki eigi að horfa til þess fyrr en að lokinni sölu á Íslandsbanka. Það var það sem þessi ríkisstjórn ákvað og það er fullkominn skilningur á því að mín hreyfing hefur haft þá skýru sýn að ekki skuli selja hlut í Landsbankanum.“ Fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi sett eigendastefnu um að bera skuli meiriháttar ákvarðanir undir Bankasýslu ríkisins. „Mér er sagt að það hafi ekki verið gert í þessu máli. Auðvitað má deila um það hvort þetta telst meiri háttar mál en auðvitað er hin almenna reglan sú að viðskiptalegar ákvarðanir bankans eru ekki á borði fjármálaráðherra hverju sinni, en teljist þetta vera meiri háttar ákvörðun skuli bera hana undir Bankasýsluna.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í púlti á Alþingi.Vísir/ARnar Kristrún velti því fyrir sér hvort Katrín teldi ekkert tiltökumál að búið væri að ákveða að ríkisvæða stórt tryggingafyrirtæki. „Þessi sama ríkisstjórn ber fyrir sig að sala á eftirlifandi hlut í Íslandsbanka eigi að fjármagna til að mynda uppkaup á húsnæði frá Grindavík. Þetta er risastórt pólitískt mál. Síðan kemur 29 milljarða kr. verðmiði og það er ekki gerð nein athugasemd við það heldur talað um að Landsbankinn hafi einfaldlega litið fram hjá Bankasýslunni. Hver er ábyrgð ríkisstjórnarinnar í þessu máli? Hver er ábyrgð hæstv. fjármálaráðherra í þessu máli? Hefur þetta ekki verið rætt? Málið hefur verið til umfjöllunar á vettvangi stjórnar Landsbankans í að verða 5–6 mánuði. Þetta er ekki almenn rekstrarleg ákvörðun sem snýr að ráðningu framkvæmdastjóra eða starfsfólks, þetta er risastórt inngrip á fjármálamarkaði, risastór breyting á eigendastefnu ríkisins,“ sagði Kristrúnu. Henni virtist sem Katrín ætlaði að koma sér undan því að svara málinu með því að segjast ekki hafa verið látin vita. Katrín svaraði og leiðrétti Kristrúnu. „Ég sagði ekkert um það að við hefðum ekki verið látin vita. Það sem ég var að upplýsa hv. þingmann um er að samkvæmt eigendastefnunni er gert ráð fyrir því að meiri háttar ákvarðanir skuli bornar undir Bankasýsluna sem fer með hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það er hinn rétti ferill í þessum málum og það hefur ekki verið gert,“ sagði Katrín. Hún eldi um meiriháttar ákvörðun að ræða sem bera ætti undir Bankasýsluna. Almennt sé ekki gert ráð fyrir því að ráðherra hafi skoðun á einstökum viðskiptalegum ákvörðunum en í tilfelli meiri háttar ákvarðana eigi að bera þær undir Bankasýsluna. „Það er það sem ég tel víst að verði nú gert. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er Bankasýslan með þetta mál til skoðunar og við munum fá frekari fregnir af því, því að þetta er auðvitað stórmál hvað varðar það að fara inn á nýtt svið, tryggingar, þar sem skiptir máli að öllum ferlum sé fylgt eins og lögin gera ráð fyrir.“
Kaup Landsbankans á TM Alþingi Salan á Íslandsbanka Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58 Kvika tók kipp Gengi hlutabréfa Kviku banka hækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 9:30 í morgun. 18. mars 2024 09:55 Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58
Kvika tók kipp Gengi hlutabréfa Kviku banka hækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 9:30 í morgun. 18. mars 2024 09:55
Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48