Forsætisráðherra lét bændur heyra það Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2024 13:31 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Búnaðarþingi þar sem hún lét bændur heyra það vegna lélegra merkinga á vörum þeirra og hvatti þá til að gera betur í þeim málum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra sá ástæðu til að skamma íslenska bændur við setningu Búnaðarþings þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við merkingar eða réttara sagt engar merkingar á íslenskum landbúnaðarafurðum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpaði bændur og aðra gesti við upphaf Búnaðarþings á fimmtudaginn. Hún kom víða við í ræðu sinni og það vakti athygli þegar hún ræddi um merkingarleysi á íslenskum landbúnaðarafurðum og lét bændur heyra það þegar það kom að þeim punkti í ræðunni. „Ég vil segja það að ég hef mikla trúa á almenningi á Íslandi og ég tel að íslenskir neytendur vilji standa með innlendum landbúnaði. Við þurfum hins vegar að auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir.“ Og Katrín sagði að ef hún færi út í verslun án gleraugnanna sinna þá sé engin leið fyrir hana að vita hvað hún sé að kaupa. „Það eru engar fánamerkingar þegar ég ætla að kaupa mér lambakjöt, ég get alveg eins verið að kaupa þýskt eða nýsjálenskt lambakjöt, því það er merkt með smásæju letri. Þegar ég fer í verslun í Frakklandi þá veit ég nákvæmlega hvað ég er að kaupa, þar eru fánalitirnir,“ sagði Katrín. Og því ekkert mál að vita að viðkomandi vara er 100 prósent frá frönskum bændum en á Íslandi sé ekkert að frétta þegar merkingar á vörum íslenskra bænda er að ræða. „Og ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með íslenskri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu, það erum við ekki að gera núna,“ sagði forsætisráðherra og settur landbúnaðarráðherra. Katrín hvetur íslenska bændur til að merkja sínar vörur í verslunum þannig að neytendur séu aldrei í vafa um hvað þeir séu að kaupa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Katrínu að Bændasamtökin með aðstoð stjórnvalda hafi látið útbúa einfalda upprunamerkingu, „Íslenskt staðfest“, en með notkun á því merki sé fylgt Norrænni fyrirmynda og svo sagði Katrín þetta. „Samt fáum við neytendur sjaldan að sjá þetta merki, því er borið við að það kosti of mikið og það finnst mér ekki vera sannfærandi rök,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Búnaðarþingi. Fallegur íslenskur kálfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Landbúnaður Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpaði bændur og aðra gesti við upphaf Búnaðarþings á fimmtudaginn. Hún kom víða við í ræðu sinni og það vakti athygli þegar hún ræddi um merkingarleysi á íslenskum landbúnaðarafurðum og lét bændur heyra það þegar það kom að þeim punkti í ræðunni. „Ég vil segja það að ég hef mikla trúa á almenningi á Íslandi og ég tel að íslenskir neytendur vilji standa með innlendum landbúnaði. Við þurfum hins vegar að auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir.“ Og Katrín sagði að ef hún færi út í verslun án gleraugnanna sinna þá sé engin leið fyrir hana að vita hvað hún sé að kaupa. „Það eru engar fánamerkingar þegar ég ætla að kaupa mér lambakjöt, ég get alveg eins verið að kaupa þýskt eða nýsjálenskt lambakjöt, því það er merkt með smásæju letri. Þegar ég fer í verslun í Frakklandi þá veit ég nákvæmlega hvað ég er að kaupa, þar eru fánalitirnir,“ sagði Katrín. Og því ekkert mál að vita að viðkomandi vara er 100 prósent frá frönskum bændum en á Íslandi sé ekkert að frétta þegar merkingar á vörum íslenskra bænda er að ræða. „Og ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með íslenskri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu, það erum við ekki að gera núna,“ sagði forsætisráðherra og settur landbúnaðarráðherra. Katrín hvetur íslenska bændur til að merkja sínar vörur í verslunum þannig að neytendur séu aldrei í vafa um hvað þeir séu að kaupa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Katrínu að Bændasamtökin með aðstoð stjórnvalda hafi látið útbúa einfalda upprunamerkingu, „Íslenskt staðfest“, en með notkun á því merki sé fylgt Norrænni fyrirmynda og svo sagði Katrín þetta. „Samt fáum við neytendur sjaldan að sjá þetta merki, því er borið við að það kosti of mikið og það finnst mér ekki vera sannfærandi rök,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Búnaðarþingi. Fallegur íslenskur kálfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Landbúnaður Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira