„We lost your keys“ Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2024 11:21 James Weston með aukalykilinn sem kom sér heldur betur vel. Fjölskyldan bjóst við að fá bílinn upp að dyrum á Leifsstöð en það varð nú ekki. vísir/vilhelm Ófögrum sögum fer af fyrirtækinu Base Parking sem sér um að leggja bílum og geyma fyrir flugfarþega. James Weston er forstöðumaður á frístundaheimili og hann fékk að finna fyrir óvönduðum vinnubrögðum. „Ég var að koma heim frá Bretlandi fyrir mánuði eftir að hafa verið í jarðarför mömmu minnar. Við nýttum okkur lagningarþjónustu Base Parking á meðan,“ segir James. Og ljóst má vera að hann hefði ef til vill betur leitað annarra leiða. „Við vorum látin bíða í Leifstöð í um klukkutíma eftir lendinguna rétt fyrir miðnætti og fengum engar upplýsingar frá fyrirtækinu um afhendingu bílsins þrátt fyrir ótal tilraunir að ná sambandi við þá. Þá fáum við loks SMS frá Base parking þar sem stendur eingöngu: we lost your keys“! Vísir hefur gert nokkrar tilraunir til að ná í eiganda fyrirtækisins, sem er Ómar Þröstur Hjaltason, en án árangurs. Raunir James voru rétt að hefjast. Enginn bíll við Leifsstöð „Ég reyni að hringja en þau svöruðu ekki,“ segir James en hann hefur heyrt að þetta gerist mjög oft – margir hafi slíka sögu að segja í samskiptum við Base Parking. Að þessu komst hann síðar. „Fyrirtækið gerði enga tilraun til að koma okkur heim eða hafa frekara samband. Þegar hér er komið sögu vorum við á vellinum eftir klukkan eitt eftir miðnætti með tvö börn, annað grátandi af þreytu. Sem betur fer var konan mín óvænt með aukalykil og bílinn okkar með staðsetningartæki.“ James hafði verið svo forsjáll að taka mynd af númeri bílsins sem sá var á sem sótti lyklana af bíl þeirra. Það kom á daginn að eigandi þess bíls var einnig fórnarlamb ósvífinna viðskiptahátta.vísir/vilhelm James lagði því af stað, labbandi um miðja nótt í leit að bílnum þeirra til að koma þeim heim eftir afar erfiða ferð. Meðan fjölskylda hans beið á vellinum. James hringdi á skrifstofuna strax næsta dag og náði tali af eigandanum Ómari. „Hann sagði þetta mjög leiðinlegt og að ég muni fá endurgreitt. Það gerðist ekki og frekari samskipti einkennast af hunsun, frestun og loforðum sem eru ekki efnd.“ Búið að keyra bílinn aukalega 300 kílómetra Nú verður einkennileg vending í sögunni: James hafði verið svo forsjáll að taka mynd af númeri bílsins sem ferjaði þann sem tók við lyklum bíls hans á skammtímastæðið við Leifsstöð. Þar sem lyklinum af bílnum var ekki skilað fletti James upp í ökutækjaskrá í von um að finna einhver svör. Ómar er eigandi Base Parking en Vísi hefur ekki tekist að ná í hann til að fá skýringar á þessum atvikum sem rakin eru í þessari frétt. „Þá kemur í ljós að eigandi bílsins sem sótti lyklana okkar býr tveimur húsum frá okkur.“ Þau hjónin ákveða að banka þar uppá og hitta þar fyrir önnur hjón sem höfðu sögu að segja, af hraksmánarlegum samskiptum við Base Parking. Björn Júlíusson er sem sagt eigandi bílsins og hann hafði nýtt sér þjónustu Base Parking. Þegar hann fékk bílinn í hendur við heimkomu eftir ferð út fyrir landsteina var búið að keyra hann 300 kílómetra. „Hann var olíulaus. Ég rétt komst niður í Keflavík til að fylla á hann áður en ég lagði af stað í Reykjavík.“ Björn sótti málið og rukkaði en segir eftir á að hyggja það hafa verið alltof lága upphæð. Ómar hafi borgað en óskað eftir því að skipta þeirri smáupphæð í þrennt. Þá hafi Birni verið öllum lokið. „Ég veit ekki hvað gengur þarna á. Þeir auglýsa sig sem fyrirtæki sem ætlar að geyma bíla, hvort þeir leigja þá áfram út sér til tekjuöflunar eða bara noti þá meðan bílarnir eru í þeirra umsjá, það er spurning?“ Björn segir að það hafi verið eitt og annað dót í bílnum þegar hann fékk hann, meðal annars lyklar að öðrum bíl. En það voru því miður ekki lyklarnir að bíl James. Reynt að berja niður gagnrýni á samfélagsmiðlum „Ég fékk síðast skilaboð frá eiganda Base Parking 19. feb um að það væri líklegast búið að finna lykilinn en ég hef ekkert heyrt eftir það. Þar stendur líka að það sé búið að endurgreiða okkur en það er ekki heldur búið að gerast,“ segir James. Hann telur eitthvað bogið við þessa starfsemi og hann grunar að fleiri séu í svipaðri stöðu og þau hjónin. „Reyndar hef ég séð tilraunir eigandans að þagga niður neikvæða umræðu um fyrirtækið á samfélagsmiðlum,“ segir James sem vonar að saga sín geti orðið til að fólk vari sig á slíkum viðskiptaháttum og hér er lýst. Fréttir af flugi Bílar Neytendur Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Tengdar fréttir Bílastæðaþjónusta sektuð eftir kvartanir Isavia Neytendastofa hefur lagt 250 þúsund króna stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna markaðssetningar fyrirtækisins við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 31. janúar 2019 10:07 Áfellisdómur yfir framkomu Isavia við ferðaþjónustuna Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um starfshætti Isavia á Keflavíkurflugvelli er vægast sagt þungur áfellisdómur. Isavia brýtur aftur og aftur gegn samkeppnislögum og hagar sér eins og handrukkari gagnvart þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem eru með starfsemi á Keflavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 13. janúar 2022 08:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ég var að koma heim frá Bretlandi fyrir mánuði eftir að hafa verið í jarðarför mömmu minnar. Við nýttum okkur lagningarþjónustu Base Parking á meðan,“ segir James. Og ljóst má vera að hann hefði ef til vill betur leitað annarra leiða. „Við vorum látin bíða í Leifstöð í um klukkutíma eftir lendinguna rétt fyrir miðnætti og fengum engar upplýsingar frá fyrirtækinu um afhendingu bílsins þrátt fyrir ótal tilraunir að ná sambandi við þá. Þá fáum við loks SMS frá Base parking þar sem stendur eingöngu: we lost your keys“! Vísir hefur gert nokkrar tilraunir til að ná í eiganda fyrirtækisins, sem er Ómar Þröstur Hjaltason, en án árangurs. Raunir James voru rétt að hefjast. Enginn bíll við Leifsstöð „Ég reyni að hringja en þau svöruðu ekki,“ segir James en hann hefur heyrt að þetta gerist mjög oft – margir hafi slíka sögu að segja í samskiptum við Base Parking. Að þessu komst hann síðar. „Fyrirtækið gerði enga tilraun til að koma okkur heim eða hafa frekara samband. Þegar hér er komið sögu vorum við á vellinum eftir klukkan eitt eftir miðnætti með tvö börn, annað grátandi af þreytu. Sem betur fer var konan mín óvænt með aukalykil og bílinn okkar með staðsetningartæki.“ James hafði verið svo forsjáll að taka mynd af númeri bílsins sem sá var á sem sótti lyklana af bíl þeirra. Það kom á daginn að eigandi þess bíls var einnig fórnarlamb ósvífinna viðskiptahátta.vísir/vilhelm James lagði því af stað, labbandi um miðja nótt í leit að bílnum þeirra til að koma þeim heim eftir afar erfiða ferð. Meðan fjölskylda hans beið á vellinum. James hringdi á skrifstofuna strax næsta dag og náði tali af eigandanum Ómari. „Hann sagði þetta mjög leiðinlegt og að ég muni fá endurgreitt. Það gerðist ekki og frekari samskipti einkennast af hunsun, frestun og loforðum sem eru ekki efnd.“ Búið að keyra bílinn aukalega 300 kílómetra Nú verður einkennileg vending í sögunni: James hafði verið svo forsjáll að taka mynd af númeri bílsins sem ferjaði þann sem tók við lyklum bíls hans á skammtímastæðið við Leifsstöð. Þar sem lyklinum af bílnum var ekki skilað fletti James upp í ökutækjaskrá í von um að finna einhver svör. Ómar er eigandi Base Parking en Vísi hefur ekki tekist að ná í hann til að fá skýringar á þessum atvikum sem rakin eru í þessari frétt. „Þá kemur í ljós að eigandi bílsins sem sótti lyklana okkar býr tveimur húsum frá okkur.“ Þau hjónin ákveða að banka þar uppá og hitta þar fyrir önnur hjón sem höfðu sögu að segja, af hraksmánarlegum samskiptum við Base Parking. Björn Júlíusson er sem sagt eigandi bílsins og hann hafði nýtt sér þjónustu Base Parking. Þegar hann fékk bílinn í hendur við heimkomu eftir ferð út fyrir landsteina var búið að keyra hann 300 kílómetra. „Hann var olíulaus. Ég rétt komst niður í Keflavík til að fylla á hann áður en ég lagði af stað í Reykjavík.“ Björn sótti málið og rukkaði en segir eftir á að hyggja það hafa verið alltof lága upphæð. Ómar hafi borgað en óskað eftir því að skipta þeirri smáupphæð í þrennt. Þá hafi Birni verið öllum lokið. „Ég veit ekki hvað gengur þarna á. Þeir auglýsa sig sem fyrirtæki sem ætlar að geyma bíla, hvort þeir leigja þá áfram út sér til tekjuöflunar eða bara noti þá meðan bílarnir eru í þeirra umsjá, það er spurning?“ Björn segir að það hafi verið eitt og annað dót í bílnum þegar hann fékk hann, meðal annars lyklar að öðrum bíl. En það voru því miður ekki lyklarnir að bíl James. Reynt að berja niður gagnrýni á samfélagsmiðlum „Ég fékk síðast skilaboð frá eiganda Base Parking 19. feb um að það væri líklegast búið að finna lykilinn en ég hef ekkert heyrt eftir það. Þar stendur líka að það sé búið að endurgreiða okkur en það er ekki heldur búið að gerast,“ segir James. Hann telur eitthvað bogið við þessa starfsemi og hann grunar að fleiri séu í svipaðri stöðu og þau hjónin. „Reyndar hef ég séð tilraunir eigandans að þagga niður neikvæða umræðu um fyrirtækið á samfélagsmiðlum,“ segir James sem vonar að saga sín geti orðið til að fólk vari sig á slíkum viðskiptaháttum og hér er lýst.
Fréttir af flugi Bílar Neytendur Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Tengdar fréttir Bílastæðaþjónusta sektuð eftir kvartanir Isavia Neytendastofa hefur lagt 250 þúsund króna stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna markaðssetningar fyrirtækisins við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 31. janúar 2019 10:07 Áfellisdómur yfir framkomu Isavia við ferðaþjónustuna Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um starfshætti Isavia á Keflavíkurflugvelli er vægast sagt þungur áfellisdómur. Isavia brýtur aftur og aftur gegn samkeppnislögum og hagar sér eins og handrukkari gagnvart þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem eru með starfsemi á Keflavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 13. janúar 2022 08:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bílastæðaþjónusta sektuð eftir kvartanir Isavia Neytendastofa hefur lagt 250 þúsund króna stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna markaðssetningar fyrirtækisins við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 31. janúar 2019 10:07
Áfellisdómur yfir framkomu Isavia við ferðaþjónustuna Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um starfshætti Isavia á Keflavíkurflugvelli er vægast sagt þungur áfellisdómur. Isavia brýtur aftur og aftur gegn samkeppnislögum og hagar sér eins og handrukkari gagnvart þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem eru með starfsemi á Keflavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 13. janúar 2022 08:01