Heyrðu fyrst frá blaðamanni um dómsmálið og að þau hefðu tapað því Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. mars 2024 08:01 Ómar R. Valdimarsson rekur vefinn flugbaetur.is þar sem ferðalangar geta sótt bætur ef flugferðum þeirra er seinkað eða aflýst. Hrafntinna og Ágúst vissu ekki af því að bótakrafa þeirra hefði orðið að dómsmáli og að dómur væri þegar fallinn. Valdimarsson/Getty Par sem sótti bætur í gegnum flugbaetur.is vissi hvorki að dómur hefði fallið í málinu né að þeim hefði verið dæmt að greiða málskostnað. Formaður lögmannafélagsins segir að slíkt eigi ekki að geta gerst. Ómar R. Valdimarsson sem rekur Flugbætur segir að skjólstæðingar beri ekki kostnaðinn þegar mál fari á þennan veg. Hrafntinna Eir Hermóðsdóttir og Ágúst Leó Björnsson áttu bókað flug með Neos frá Ítalíu til Íslands þann 26. febrúar 2022. Flugið tafðist um rúmar átta klukkustundir og sóttu þau um staðlaðar skaðabætur í gegnum vefinn Flugbaetur.is sem býður ferðalöngum upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. Þann 28. febrúar síðastliðinn féll dómur í máli parsins gegn ítalska flugfélaginu Neos í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalkröfur fólksins voru að flugfélagið greiddi bæturnar með vöxtum og dráttarvöxtum, að frádreginni þeirri summu sem félagið hafði þegar greitt þeim mánuði áður. Dómurinn sýknaði flugfélagið af aðalkröfum fólksins og var þeim gert að greiða allan málskostnað. Niðurstaða málsins kom mörgum undarlega fyrir sjónir. Bæði að einfalt flugbótamál hefði farið alla leið fyrir héraðsdóm þegar búið væri að greiða parinu bætur og að þau sætu uppi með svo háan málskostnað. Mest hissa var parið sjálft sem vissi ekkert um málið fyrr en blaðamaður sló á þráðinn. Vissu ekki að dómur hefði fallið Blaðamaður hringdi í Hrafntinnu Eir og Ágúst Leó í gærmorgun til að spyrja út í dóminn. Þau komu af fjöllum og vissu hvorki að dómur hefði fallið í málinu né að þeim hefði verið dæmt að greiða málskostnað. Fréttirnar komu þeim í opna skjöldu og sögðust þau vera í „frekar miklu sjokki“ að heyra þær. „Þetta kemur okkur algjörlega í opna skjöldu, við höfðum ekki hugmynd um þetta. Þú að hringja í okkur er það fyrsta sem við heyrum,“ sagði Hrafntinna þegar hún frétti að dómur hefði fallið. „Þetta er allt mjög undarlegt mál. Við erum búin að reyna að hafa samband við þau og höfum ekkert heyrt,“ sagði hún um samskipti parsins við Flugbætur undanfarna mánuði. „Þetta var leiguflug í gegnum Úrval útsýn og við fórum með fjölskyldu mannsins míns. Vinir föður mannsins míns bentu okkur allir á að sækja um í gegnum Flugbætur. Það væri auðveldast af því það geti verið erfitt að sækja bætur í gegnum erlend flugfélög. Þannig að við vorum frekar mörg sem sóttum um bætur í gegnum vefsíðuna,“ sagði Hrafntinna. Að sögn Hrafntinna sótti töluverður fjöldi fólks um bætur í gegnum flugbaetur.is eftir að fluginu frá Verona til Keflavíkur var seinkað.Getty Hafa ekkert heyrt Við tóku nokkrir mánuðir af tölvupóstsamskiptum þar sem stöðugt var óskað eftir gögnum jafnvel þó parið væri þegar búið að láta þau frá sér. Hrafntinna segir að síðan hafi ekkert gerst í málinu í marga marga mánuði. Eftir ítrekaðar fyrirspurnir hafi starfsmaður sem fór með málið fyrir þau hætt að svara. Hvað gerist svo? „Ég er alltaf að senda á hann til að athuga hvort það sé eitthvað að frétta. En hann neitar því og segir að það taki svo langan tíma, að við séum ekki að fara að frétta neitt fyrr en eftir marga mánuði,“ sagði Hrafntinna. „Síðan líða þrír mánuði og ég tékka aftur. Síðan líður hálft ár og ég tékka aftur. Þá segir hann að það geti tekið allt að tvö ár. Síðan allt í einu segir hann að það séu aftur vitlausir flugmiðar og ég þarf senda honum flugmiða í þriðja skiptið,“ sagði hún og bætti við að þeir hafi verið löngu komnir með rétta miða. Á endanum hætti parið að fá svör við fyrirspurnum sínum. Hrafntinna segir að þau hafi ekkert heyrt frá fyrirtækinu eftir að dómurinn féll og væru bara að reyna að skoða hvað tæki við. Þau greindu blaðamanni frá því að þau myndu tjá sig skriflega um málið þegar þau væru búin að fara yfir dóminn og ráða ráðum sínum. Málið komi undarlega fyrir sjónir Fréttastofa hafði samband við Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélagsins, til að spyrja út í mál fólksins og þá staðreynd að fólkið hafi ekki vitað af því að dómur væri fallinn. „Ég hef eingöngu lesið dóminn sjálfan. Málið kemur manni nokkuð einkennilega fyrir sjónir. Auðvitað er það ekki þannig að einstaklingar lendi í dómsmálum án vitneskju þeirra eða ákvarðana. Við lögmenn störfum í umboði okkar umbjóðenda. Öll ákvarðanataka, samskipti um málið og svo framvegis þarf að vera mjög rík og það samræmist góðum lögmannsháttum að standa þannig að málum,“ sagði Sigurður Örn um málið. Er eðlilegt að fólk viti ekki að búið sé að dæma í máli þeirra? „Það er mjög sérkennilegt. Ég þekki ekki mörg dæmi þess. Það er í raun og veru eitthvað sem á ekki að geta gerst,“ sagði hann. Sigurður Örn er formaður Lögmannafélagsins og lögmaður á Rétti.Stöð 2/Arnar Lágmark að upplýsa skjólstæðinga um stöðu mála Hvað tekur við í kerfinu þegar fólki er dæmt að greiða málskostnað? „Við lögmenn höfum stöðuumboð fyrir dómi. Þannig þegar lögmaður mætir fyrir dómarann er gert ráð fyrir því að hann sé þar í umboði síns skjólstæðings. Í þessu máli, ef ég man rétt, þá er dómsorðið að einstaklingarnir eigi sjálfir að borga málskostnaðinn. Það er verkefni lögmannsins og skjólstæðinganna að finna út hvernig eigi að standa að því,“ sagði Sigurður. „Þetta er eitthvað sem á ekki að geta gerst. Það er algjört lágmark að lögmenn upplýsi sína skjólstæðinga um framvindu málsins og ég tala nú ekki um allar svona meiriháttar ákvarðanir eins og að höfða dómsmál af því í því felst áhætta eins og að borga kostnað gagnaðila,“ sagði hann. „Once in a blue moon“ að mál fari svo Fréttastofa hafði samband við Ómar R. Valdimarsson, lögmann sem rekur Flugbætur. Hann sagðist ekki geta tjáð sig um samskipti sín við viðskiptavini sína eða mál sem hann rekur fyrir dómi. Hann gæti því ekki svarað spurningum um samskipti við parið eða málið sjálft. Þegar mál fara þannig að umbjóðendur eru dæmdir til að greiða málskostnað bera þeir kostnaðinn eða takið þið hann á ykkur? „Reglan er sú og það er hægt að lesa það í skilmálunum að við berum ekki þennan kostnað. En það gerist „once in a blue moon“ að mál fari með þessum hætti og það hefur aldrei hvarflað annað að okkur en að greiða þetta,“ sagði Ómar í samtali við fréttastofu. Ómar R. Valdimarsson rekur vefinn flugbaetur.is þar sem fólk getur fengið hjálp við að sækja bætur vegna seinkaðra eða aflýstra flugferða.Vísir/Vilhelm Greiðsla málskostnaðar hafi engin áhrif á bæturnar sem fólk hljóti. Fyrirtækið taki sinn hlut samkvæmt samningum, 25 prósent plús virðisaukaskatt. Er ekki skrítið að svona mál fari fyrir dóm? „Það er ekkert skrítið af því mörg þessi flugfélög sinna engu nema þeim sé stefnt. Það á ekki við um íslensku flugfélögin en mörg af þessum erlendu flugfélögum gefa dauðann og djöfulinn í það hvort fólk sæki bætur eða ekki. Og ef þú ætlar að knýja á um að fá bætur greiddar þá þarftu að ganga hart á eftir því og það er það sem við höfum gert í fjölda skipta,“ sagði Ómar. Óvíst með áfrýjun „Annað er að áfrýjunarfresturinn er ekki liðinn. Það þyrfti að sækja um áfrýjunarleyfi en þessi mál snúast ekki um fjárhæðirnar. Þetta snýst bara um að þessi flugfélög standi við þau lög og þær reglur sem gilda á þessu réttarsviði,“ sagði hann. Heldurðu að þið áfrýjið í þessu máli? „Það hefur ekki verið tekin endanleg afstaða til þess,“ sagði Ómar. Það gerist aldrei að mál fari fyrir dóm án þess að fólk gefi umboð? „Við tókum nýverið upp rafrænt kerfi þar sem fólk undirritar umboð til þess að við getum flutt mál fyrir dómi. Þegar við þurfum að stefna í málum þá gerum við það allajafna núorðið án þess að bera það sérstaklega undir umbjóðanda enda kemur það fram í umsóknarferlinu og í skilmálunum okkar,“ sagði hann. Skilmálar sendir í hverjum einasta tölvupósti „Ef við gætum ekki fylgt kröfunum okkar eftir sem við erum að senda út um allan heim með málsókn væri engin sérstök ástæða fyrir félögin til þess að svara okkur. Þá getum við ekki knúið á um bætur og ef fólk vill ekki fara í þann farveg þá viljum við ekki taka málin að okkur,“ sagði hann. Það kemur fram í skilmálum en þið berið það ekki sérstaklega undir fólk þegar ferlið er hafið? „Fólk þarf að skrifa undir áður en það getur sent okkur umsókn að það hafi bæði lesið og skilið skilmálana. Þeir eru sendir í hverjum einasta tölvupósti, við sendum marga tölvupósta í umsóknarferlinu. Bæði þegar umsóknin er móttekin, þegar hún er samþykkt og þegar við erum í frekari samskiptum við fólk, til dæmis til að fá afrit af flugmiðum. Alls staðar er alltaf linkur á að skilmálarnir sem voru samþykktir í umsóknarferlinu séu aðgengilegir hér,“ sagði Ómar. Hljóti að vera rangt að lögmenn upplýsi ekki umbjóðendur Um kvöldmatarleytið sendu Hrafntinna og Ágúst frá sér skriflega yfirlýsingu á blaðamann. Þar rekja þau málið frá því að fluginu var frestað árið 2022 og þar til þau voru í samskiptum við lögmannsstofuna Esju sem tengist Flugbótum í dag. Þau segjast hafa fengið afsökunarbeiðni vegna vinnubragða stofunnar í málinu og þeim hafi verið tjáð að þau þyrftu ekki að borga málskostnaðinn. Þau hafi þó ekki enn fengið skriflega staðfestingu á að málskostnaðurinn falli ekki á þau. Hins vegar furða þau sig á vinnubrögðunum. Það hljóti eitthvað að vera rangt við það ef lögmönnum beri ekki að upplýsa umbjóðendur sína um hvaða skref séu tekin í málum sem þeim er falið að reka. Einnig hljóti að vera vafasamt að lögmaður fari með mál fyrir dóm að tilefnislausu. Lesa má yfirlýsingu parsins í heild sinni hér að neðan: Líkt og fram kom í símtali okkar áðan þá komum við af fjöllum þegar þú hafðir samband við okkur og erum enn í hálfgerðu áfalli yfir að umsókn um bætur vegna seinkunar á flugi hafi orðið að dómsmáli í okkar nafni. Sérstaklega þar sem það var gert að okkur forspurðum og að tilefnislausu. Við erum ung fjölskylda að streða við að kaupa okkar fyrstu eign, eigum 10 mánaða dreng, framtíðin er björt og við viljum engin leiðindi í okkar líf. Við lentum í seinkun þegar við áttum flug frá Verona fyrir um tveimur árum síðan og ákváðum, líkt og margir aðrir sem lentu í því sama, að sækja um bætur í samræmi við 7. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004, sbr. reglugerð nr. 1048/2012 um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst. Við sóttum um bætur í gegnum flugbætur.is fljótlega eftir að við komum heim og fengum tölvupóst frá Ómari R. Valdimarssyni þann 11. mars 2022 þar sem hann óskaði eftir því að við fylltum út umboð fyrir hann og sendum honum afrit af skilríkjum okkar. Við sendum öll umbeðin gögn án tafar. Við höfum tvívegis reynt að setja okkur í samband við hann til að forvitnast um framvindu mála en fengum bara sjálfvirkt svar frá fyrirtækinu. Við höfum aldrei verið sjálf í sambandi við flugfélagið Neos. Við bara sóttum um bætur og treystum því að Flugbætur myndu sjá um að innheimta þær enda taka þeir þóknun fyrir sína þjónustu. Við fengum upplýsingar um dóminn frá blaðamanninum sem hringdi í okkur í morgun. Við leituðum strax til lögfræðinga sem eru í fjölskyldunni okkar sem hafa kynnt sér efni dómsins. Allir eru orðlausir yfir því að málið hafi verið sett í þennan farveg og telja ósvífið að mál hafi verið rekið fyrir dómstólum í okkar nafni að tilefnislausu. Haft var samband við lögmannsstofuna Esju sem tengist flugbótum eftir símtal blaðamannsins í morgun þar sem þau svör fengust að sá sem sæi um þennan málaflokk kæmi til vinnu á fimmtudaginn. Skömmu síðar barst símtal frá lögmannsstofunni þar sem tilkynnt var að við þyrftum ekki að greiða málskostnaðinn. Okkur hefur borist afsökunarbeiðni frá lögmanninum vegna þess hvernig við fréttum af málinu, en höfum ekki fengið skriflega staðfestingu á því að málskostnaður falli ekki á okkur. Hvað næstu skref varðar þá viljum við bara fá staðfestingu á því að málskostnaður hafi verið greiddur og að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu. Við erum þakklát því að blaðamaður Vísis hafi haft samband við okkur því annars hefðum við mögulega ekki heyrt neitt af þessu og bara fengið rukkun.... Það hlýtur eitthvað að vera rangt við það ef lögmönnum ber ekki að upplýsa umbjóðendur sína um hvaða skref eru tekin í málum sem þeim er falið að reka. Þá hlýtur að vera afar vafasamt að lögmaður fari með mál fyrir dóm að tilefnislausu. Fréttir af flugi Dómsmál Neytendur Lögmennska Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Hrafntinna Eir Hermóðsdóttir og Ágúst Leó Björnsson áttu bókað flug með Neos frá Ítalíu til Íslands þann 26. febrúar 2022. Flugið tafðist um rúmar átta klukkustundir og sóttu þau um staðlaðar skaðabætur í gegnum vefinn Flugbaetur.is sem býður ferðalöngum upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. Þann 28. febrúar síðastliðinn féll dómur í máli parsins gegn ítalska flugfélaginu Neos í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalkröfur fólksins voru að flugfélagið greiddi bæturnar með vöxtum og dráttarvöxtum, að frádreginni þeirri summu sem félagið hafði þegar greitt þeim mánuði áður. Dómurinn sýknaði flugfélagið af aðalkröfum fólksins og var þeim gert að greiða allan málskostnað. Niðurstaða málsins kom mörgum undarlega fyrir sjónir. Bæði að einfalt flugbótamál hefði farið alla leið fyrir héraðsdóm þegar búið væri að greiða parinu bætur og að þau sætu uppi með svo háan málskostnað. Mest hissa var parið sjálft sem vissi ekkert um málið fyrr en blaðamaður sló á þráðinn. Vissu ekki að dómur hefði fallið Blaðamaður hringdi í Hrafntinnu Eir og Ágúst Leó í gærmorgun til að spyrja út í dóminn. Þau komu af fjöllum og vissu hvorki að dómur hefði fallið í málinu né að þeim hefði verið dæmt að greiða málskostnað. Fréttirnar komu þeim í opna skjöldu og sögðust þau vera í „frekar miklu sjokki“ að heyra þær. „Þetta kemur okkur algjörlega í opna skjöldu, við höfðum ekki hugmynd um þetta. Þú að hringja í okkur er það fyrsta sem við heyrum,“ sagði Hrafntinna þegar hún frétti að dómur hefði fallið. „Þetta er allt mjög undarlegt mál. Við erum búin að reyna að hafa samband við þau og höfum ekkert heyrt,“ sagði hún um samskipti parsins við Flugbætur undanfarna mánuði. „Þetta var leiguflug í gegnum Úrval útsýn og við fórum með fjölskyldu mannsins míns. Vinir föður mannsins míns bentu okkur allir á að sækja um í gegnum Flugbætur. Það væri auðveldast af því það geti verið erfitt að sækja bætur í gegnum erlend flugfélög. Þannig að við vorum frekar mörg sem sóttum um bætur í gegnum vefsíðuna,“ sagði Hrafntinna. Að sögn Hrafntinna sótti töluverður fjöldi fólks um bætur í gegnum flugbaetur.is eftir að fluginu frá Verona til Keflavíkur var seinkað.Getty Hafa ekkert heyrt Við tóku nokkrir mánuðir af tölvupóstsamskiptum þar sem stöðugt var óskað eftir gögnum jafnvel þó parið væri þegar búið að láta þau frá sér. Hrafntinna segir að síðan hafi ekkert gerst í málinu í marga marga mánuði. Eftir ítrekaðar fyrirspurnir hafi starfsmaður sem fór með málið fyrir þau hætt að svara. Hvað gerist svo? „Ég er alltaf að senda á hann til að athuga hvort það sé eitthvað að frétta. En hann neitar því og segir að það taki svo langan tíma, að við séum ekki að fara að frétta neitt fyrr en eftir marga mánuði,“ sagði Hrafntinna. „Síðan líða þrír mánuði og ég tékka aftur. Síðan líður hálft ár og ég tékka aftur. Þá segir hann að það geti tekið allt að tvö ár. Síðan allt í einu segir hann að það séu aftur vitlausir flugmiðar og ég þarf senda honum flugmiða í þriðja skiptið,“ sagði hún og bætti við að þeir hafi verið löngu komnir með rétta miða. Á endanum hætti parið að fá svör við fyrirspurnum sínum. Hrafntinna segir að þau hafi ekkert heyrt frá fyrirtækinu eftir að dómurinn féll og væru bara að reyna að skoða hvað tæki við. Þau greindu blaðamanni frá því að þau myndu tjá sig skriflega um málið þegar þau væru búin að fara yfir dóminn og ráða ráðum sínum. Málið komi undarlega fyrir sjónir Fréttastofa hafði samband við Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélagsins, til að spyrja út í mál fólksins og þá staðreynd að fólkið hafi ekki vitað af því að dómur væri fallinn. „Ég hef eingöngu lesið dóminn sjálfan. Málið kemur manni nokkuð einkennilega fyrir sjónir. Auðvitað er það ekki þannig að einstaklingar lendi í dómsmálum án vitneskju þeirra eða ákvarðana. Við lögmenn störfum í umboði okkar umbjóðenda. Öll ákvarðanataka, samskipti um málið og svo framvegis þarf að vera mjög rík og það samræmist góðum lögmannsháttum að standa þannig að málum,“ sagði Sigurður Örn um málið. Er eðlilegt að fólk viti ekki að búið sé að dæma í máli þeirra? „Það er mjög sérkennilegt. Ég þekki ekki mörg dæmi þess. Það er í raun og veru eitthvað sem á ekki að geta gerst,“ sagði hann. Sigurður Örn er formaður Lögmannafélagsins og lögmaður á Rétti.Stöð 2/Arnar Lágmark að upplýsa skjólstæðinga um stöðu mála Hvað tekur við í kerfinu þegar fólki er dæmt að greiða málskostnað? „Við lögmenn höfum stöðuumboð fyrir dómi. Þannig þegar lögmaður mætir fyrir dómarann er gert ráð fyrir því að hann sé þar í umboði síns skjólstæðings. Í þessu máli, ef ég man rétt, þá er dómsorðið að einstaklingarnir eigi sjálfir að borga málskostnaðinn. Það er verkefni lögmannsins og skjólstæðinganna að finna út hvernig eigi að standa að því,“ sagði Sigurður. „Þetta er eitthvað sem á ekki að geta gerst. Það er algjört lágmark að lögmenn upplýsi sína skjólstæðinga um framvindu málsins og ég tala nú ekki um allar svona meiriháttar ákvarðanir eins og að höfða dómsmál af því í því felst áhætta eins og að borga kostnað gagnaðila,“ sagði hann. „Once in a blue moon“ að mál fari svo Fréttastofa hafði samband við Ómar R. Valdimarsson, lögmann sem rekur Flugbætur. Hann sagðist ekki geta tjáð sig um samskipti sín við viðskiptavini sína eða mál sem hann rekur fyrir dómi. Hann gæti því ekki svarað spurningum um samskipti við parið eða málið sjálft. Þegar mál fara þannig að umbjóðendur eru dæmdir til að greiða málskostnað bera þeir kostnaðinn eða takið þið hann á ykkur? „Reglan er sú og það er hægt að lesa það í skilmálunum að við berum ekki þennan kostnað. En það gerist „once in a blue moon“ að mál fari með þessum hætti og það hefur aldrei hvarflað annað að okkur en að greiða þetta,“ sagði Ómar í samtali við fréttastofu. Ómar R. Valdimarsson rekur vefinn flugbaetur.is þar sem fólk getur fengið hjálp við að sækja bætur vegna seinkaðra eða aflýstra flugferða.Vísir/Vilhelm Greiðsla málskostnaðar hafi engin áhrif á bæturnar sem fólk hljóti. Fyrirtækið taki sinn hlut samkvæmt samningum, 25 prósent plús virðisaukaskatt. Er ekki skrítið að svona mál fari fyrir dóm? „Það er ekkert skrítið af því mörg þessi flugfélög sinna engu nema þeim sé stefnt. Það á ekki við um íslensku flugfélögin en mörg af þessum erlendu flugfélögum gefa dauðann og djöfulinn í það hvort fólk sæki bætur eða ekki. Og ef þú ætlar að knýja á um að fá bætur greiddar þá þarftu að ganga hart á eftir því og það er það sem við höfum gert í fjölda skipta,“ sagði Ómar. Óvíst með áfrýjun „Annað er að áfrýjunarfresturinn er ekki liðinn. Það þyrfti að sækja um áfrýjunarleyfi en þessi mál snúast ekki um fjárhæðirnar. Þetta snýst bara um að þessi flugfélög standi við þau lög og þær reglur sem gilda á þessu réttarsviði,“ sagði hann. Heldurðu að þið áfrýjið í þessu máli? „Það hefur ekki verið tekin endanleg afstaða til þess,“ sagði Ómar. Það gerist aldrei að mál fari fyrir dóm án þess að fólk gefi umboð? „Við tókum nýverið upp rafrænt kerfi þar sem fólk undirritar umboð til þess að við getum flutt mál fyrir dómi. Þegar við þurfum að stefna í málum þá gerum við það allajafna núorðið án þess að bera það sérstaklega undir umbjóðanda enda kemur það fram í umsóknarferlinu og í skilmálunum okkar,“ sagði hann. Skilmálar sendir í hverjum einasta tölvupósti „Ef við gætum ekki fylgt kröfunum okkar eftir sem við erum að senda út um allan heim með málsókn væri engin sérstök ástæða fyrir félögin til þess að svara okkur. Þá getum við ekki knúið á um bætur og ef fólk vill ekki fara í þann farveg þá viljum við ekki taka málin að okkur,“ sagði hann. Það kemur fram í skilmálum en þið berið það ekki sérstaklega undir fólk þegar ferlið er hafið? „Fólk þarf að skrifa undir áður en það getur sent okkur umsókn að það hafi bæði lesið og skilið skilmálana. Þeir eru sendir í hverjum einasta tölvupósti, við sendum marga tölvupósta í umsóknarferlinu. Bæði þegar umsóknin er móttekin, þegar hún er samþykkt og þegar við erum í frekari samskiptum við fólk, til dæmis til að fá afrit af flugmiðum. Alls staðar er alltaf linkur á að skilmálarnir sem voru samþykktir í umsóknarferlinu séu aðgengilegir hér,“ sagði Ómar. Hljóti að vera rangt að lögmenn upplýsi ekki umbjóðendur Um kvöldmatarleytið sendu Hrafntinna og Ágúst frá sér skriflega yfirlýsingu á blaðamann. Þar rekja þau málið frá því að fluginu var frestað árið 2022 og þar til þau voru í samskiptum við lögmannsstofuna Esju sem tengist Flugbótum í dag. Þau segjast hafa fengið afsökunarbeiðni vegna vinnubragða stofunnar í málinu og þeim hafi verið tjáð að þau þyrftu ekki að borga málskostnaðinn. Þau hafi þó ekki enn fengið skriflega staðfestingu á að málskostnaðurinn falli ekki á þau. Hins vegar furða þau sig á vinnubrögðunum. Það hljóti eitthvað að vera rangt við það ef lögmönnum beri ekki að upplýsa umbjóðendur sína um hvaða skref séu tekin í málum sem þeim er falið að reka. Einnig hljóti að vera vafasamt að lögmaður fari með mál fyrir dóm að tilefnislausu. Lesa má yfirlýsingu parsins í heild sinni hér að neðan: Líkt og fram kom í símtali okkar áðan þá komum við af fjöllum þegar þú hafðir samband við okkur og erum enn í hálfgerðu áfalli yfir að umsókn um bætur vegna seinkunar á flugi hafi orðið að dómsmáli í okkar nafni. Sérstaklega þar sem það var gert að okkur forspurðum og að tilefnislausu. Við erum ung fjölskylda að streða við að kaupa okkar fyrstu eign, eigum 10 mánaða dreng, framtíðin er björt og við viljum engin leiðindi í okkar líf. Við lentum í seinkun þegar við áttum flug frá Verona fyrir um tveimur árum síðan og ákváðum, líkt og margir aðrir sem lentu í því sama, að sækja um bætur í samræmi við 7. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004, sbr. reglugerð nr. 1048/2012 um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst. Við sóttum um bætur í gegnum flugbætur.is fljótlega eftir að við komum heim og fengum tölvupóst frá Ómari R. Valdimarssyni þann 11. mars 2022 þar sem hann óskaði eftir því að við fylltum út umboð fyrir hann og sendum honum afrit af skilríkjum okkar. Við sendum öll umbeðin gögn án tafar. Við höfum tvívegis reynt að setja okkur í samband við hann til að forvitnast um framvindu mála en fengum bara sjálfvirkt svar frá fyrirtækinu. Við höfum aldrei verið sjálf í sambandi við flugfélagið Neos. Við bara sóttum um bætur og treystum því að Flugbætur myndu sjá um að innheimta þær enda taka þeir þóknun fyrir sína þjónustu. Við fengum upplýsingar um dóminn frá blaðamanninum sem hringdi í okkur í morgun. Við leituðum strax til lögfræðinga sem eru í fjölskyldunni okkar sem hafa kynnt sér efni dómsins. Allir eru orðlausir yfir því að málið hafi verið sett í þennan farveg og telja ósvífið að mál hafi verið rekið fyrir dómstólum í okkar nafni að tilefnislausu. Haft var samband við lögmannsstofuna Esju sem tengist flugbótum eftir símtal blaðamannsins í morgun þar sem þau svör fengust að sá sem sæi um þennan málaflokk kæmi til vinnu á fimmtudaginn. Skömmu síðar barst símtal frá lögmannsstofunni þar sem tilkynnt var að við þyrftum ekki að greiða málskostnaðinn. Okkur hefur borist afsökunarbeiðni frá lögmanninum vegna þess hvernig við fréttum af málinu, en höfum ekki fengið skriflega staðfestingu á því að málskostnaður falli ekki á okkur. Hvað næstu skref varðar þá viljum við bara fá staðfestingu á því að málskostnaður hafi verið greiddur og að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu. Við erum þakklát því að blaðamaður Vísis hafi haft samband við okkur því annars hefðum við mögulega ekki heyrt neitt af þessu og bara fengið rukkun.... Það hlýtur eitthvað að vera rangt við það ef lögmönnum ber ekki að upplýsa umbjóðendur sína um hvaða skref eru tekin í málum sem þeim er falið að reka. Þá hlýtur að vera afar vafasamt að lögmaður fari með mál fyrir dóm að tilefnislausu.
Líkt og fram kom í símtali okkar áðan þá komum við af fjöllum þegar þú hafðir samband við okkur og erum enn í hálfgerðu áfalli yfir að umsókn um bætur vegna seinkunar á flugi hafi orðið að dómsmáli í okkar nafni. Sérstaklega þar sem það var gert að okkur forspurðum og að tilefnislausu. Við erum ung fjölskylda að streða við að kaupa okkar fyrstu eign, eigum 10 mánaða dreng, framtíðin er björt og við viljum engin leiðindi í okkar líf. Við lentum í seinkun þegar við áttum flug frá Verona fyrir um tveimur árum síðan og ákváðum, líkt og margir aðrir sem lentu í því sama, að sækja um bætur í samræmi við 7. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004, sbr. reglugerð nr. 1048/2012 um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst. Við sóttum um bætur í gegnum flugbætur.is fljótlega eftir að við komum heim og fengum tölvupóst frá Ómari R. Valdimarssyni þann 11. mars 2022 þar sem hann óskaði eftir því að við fylltum út umboð fyrir hann og sendum honum afrit af skilríkjum okkar. Við sendum öll umbeðin gögn án tafar. Við höfum tvívegis reynt að setja okkur í samband við hann til að forvitnast um framvindu mála en fengum bara sjálfvirkt svar frá fyrirtækinu. Við höfum aldrei verið sjálf í sambandi við flugfélagið Neos. Við bara sóttum um bætur og treystum því að Flugbætur myndu sjá um að innheimta þær enda taka þeir þóknun fyrir sína þjónustu. Við fengum upplýsingar um dóminn frá blaðamanninum sem hringdi í okkur í morgun. Við leituðum strax til lögfræðinga sem eru í fjölskyldunni okkar sem hafa kynnt sér efni dómsins. Allir eru orðlausir yfir því að málið hafi verið sett í þennan farveg og telja ósvífið að mál hafi verið rekið fyrir dómstólum í okkar nafni að tilefnislausu. Haft var samband við lögmannsstofuna Esju sem tengist flugbótum eftir símtal blaðamannsins í morgun þar sem þau svör fengust að sá sem sæi um þennan málaflokk kæmi til vinnu á fimmtudaginn. Skömmu síðar barst símtal frá lögmannsstofunni þar sem tilkynnt var að við þyrftum ekki að greiða málskostnaðinn. Okkur hefur borist afsökunarbeiðni frá lögmanninum vegna þess hvernig við fréttum af málinu, en höfum ekki fengið skriflega staðfestingu á því að málskostnaður falli ekki á okkur. Hvað næstu skref varðar þá viljum við bara fá staðfestingu á því að málskostnaður hafi verið greiddur og að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu. Við erum þakklát því að blaðamaður Vísis hafi haft samband við okkur því annars hefðum við mögulega ekki heyrt neitt af þessu og bara fengið rukkun.... Það hlýtur eitthvað að vera rangt við það ef lögmönnum ber ekki að upplýsa umbjóðendur sína um hvaða skref eru tekin í málum sem þeim er falið að reka. Þá hlýtur að vera afar vafasamt að lögmaður fari með mál fyrir dóm að tilefnislausu.
Fréttir af flugi Dómsmál Neytendur Lögmennska Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira