Hroki og yfirlæti og hagsmunagæsla sjómanna Bergur Þorkelsson skrifar 8. mars 2024 16:02 Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fann sig knúna til að geysast fram á ritvöllinn í aðsendri grein á Vísi.is 7. mars síðastliðinn og níða skóinn af Sjómannafélagi Íslands og starfsmönnum þess, með rakalausum hætti. Tilgangurinn er augljós, að ata félagið aur og gera lítið úr því, farið er í manninn en ekki boltann eins og SFS er þekkt fyrir. En hvað er það sem fer svona fyrir brjóstið á Heiðrúnu, jú það blasir við því Sjómannafélag Íslands, sem er elsta og fjölmennasta sjómannafélagið á Íslandi, er eina stéttarfélag sjómanna á landinu sem á síðustu árum hefur raunverulega ekki verið undir skóhæl útgerðarinnar, meðal annars í viðræðum um nýjan kjarasamning sjómanna á fiskiskipum, bæði í fyrra og á þessu ári. Átti SFS erfitt með að sætta sig við það í fyrra, í yfirgengilegri frekju sinni og yfirlæti, að Sjómannafélag Íslands, eitt sjómannafélaga, hafi gert athugasemdir við tilteknar breytingar sem gera átti á kjarasamningnum, meðal annars varðandi það að sjómenn einir launþega hafa setið eftir með mun lægra mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð en allir aðrir launþegar í landinu, og áttu þeir að taka á sig launalækkun gegn því að fá sambærileg lífeyrisréttindi og aðrir launþegar. Þá átti Sjómannafélag Íslands erfitt með að kyngja fyrirhugaðri og verulegri skerðingu á veikinda- og slysalaunarétti sjómanna, sem gefa átti útgerðunum á silfurfati, án þess að nokkuð kæmi þar á móti, sem önnur sjómannafélög ætluðu að samþykkja og hafa nú samþykkt í nýundirrituðum kjarasamningum. Þegar kjarasamningarnir sem stéttarfélög sjómanna höfðu undirritað í fyrra í fóru í kynningu hjá félagsmönnum þá notuðu öll sjómannafélögin kynningu á samningnum sem SFS hafði látið vinna en sú kynning var verulega gölluð og fjallaði á mjög takmarkaðan og oft villandi hátt um þær breytingar sem gera átti á kjarasamningunum. Sjómannafélag Íslands eitt sjómannafélaga var hins vegar með sína eigin kynningu þar sem kostir og gallar samningsins voru kynntir. Þetta fór verulega fyrir brjóstið á SFS en úr varð að samningarnir sem bornir voru undir atkvæði sjómanna í fyrra voru kolfelldir, enda láta sjómenn ekki bjóða sér hvað sem er. Þeir kjarasamningar sem samtök sjómanna hafa nýverið skrifað undir og voru samþykktir af félagsmönnum kveða á margan hátt á um mun betri réttindi en í þeim samningum sem felldir voru í fyrra. Má þakka Sjómannafélagi Íslands að verulegu leyti að mun betri samningar hafa nú náðst en þeir sem felldir voru í fyrra. Hinum nýju samningum fylgir auðvitað aukinn kostnaður fyrir útgerðina og fyrir það hugsa þau Sjómannafélagi Íslands þegjandi þörfina. Í grein Heiðrúnar er margvíslegum óhróðri og órökstuddum rangfærslum beint að Sjómannafélagi Íslands, með ómaklegum og ómálefnalegum hætti. SFS getur illa sætt sig við það að Sjómannafélag Íslands samþykki ekki þegjandi og hljóðalaust þann kjarasamning sem SFS hefur kosið að leggja fram. Samtök eins og SFS eru vön því að hægt sé að vaða yfir allt og alla þá er það illa þolað þegar Sjómannafélag Íslands sinnir hlutverki sínu og hagsmunagæslu félagsmanna sinna. Vegna þessa hefur SFS síðustu misseri sniðgengið félagið í kjarasamningsviðræðum og reynt þar að einangra félagið vegna afstöðu þess til einstakra ákvæða kjarasamningsins. Það er því alrangt að Sjómannafélag Íslands hafi setið aðgerðarlaust, en núna hafa önnur sjómannafélög nær athugasemdalaust skrifað undir samninga sem SFS hafa rétt að þeim, jafnvel án þess að félagsmönnum viðkomandi stéttarfélaga hafi í raun gefist tækifæri til að kynna sér samninginn áður en kosið var um hann. Í grein Heiðrúnar leyfir hún sér með ómaklegum og ómerkilegum hætti að vega að heiðri og starfsemi Sjómannafélags Íslands og reynir auk þess með beinum hætti að hafa áhrif á starfsemi félagsins með slíkum hætti að einsdæmi hlýtur að teljast. Er þetta er alþekkt taktík hjá útgerðinni þegar fólk og félög vilja ekki þóknast henni og hagsmunum hennar. Sjómannafélag Íslands frábiður sér rangfærslur og níð það sem finna má í grein Heiðrúnar, sem ætti frekar að einbeita sér að því og gera raunverulega tilraun til að ná samningum við Sjómannafélag Íslands frekar en að gefa það til kynna að hagsmunum sjómanna sé betur borgið annars staðar en hjá félaginu. Slík afskipti af starfsemi Sjómannafélags Íslands og stéttarfélagsmálum sjómanna eru ómerkileg og eiga ekki að sjást í siðuðu samfélagi. Nefna má að Sjómannafélag Íslands var búið að óska eftir því við Ríkissáttasemjara að teknar verði upp kjarasamningsviðræður þess við SFS, en allt frá því í fyrra hefur ekkert heyrst frá SFS, samningsvilji SFS hefur enginn verið. Höfundur er formaður Sjómannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fann sig knúna til að geysast fram á ritvöllinn í aðsendri grein á Vísi.is 7. mars síðastliðinn og níða skóinn af Sjómannafélagi Íslands og starfsmönnum þess, með rakalausum hætti. Tilgangurinn er augljós, að ata félagið aur og gera lítið úr því, farið er í manninn en ekki boltann eins og SFS er þekkt fyrir. En hvað er það sem fer svona fyrir brjóstið á Heiðrúnu, jú það blasir við því Sjómannafélag Íslands, sem er elsta og fjölmennasta sjómannafélagið á Íslandi, er eina stéttarfélag sjómanna á landinu sem á síðustu árum hefur raunverulega ekki verið undir skóhæl útgerðarinnar, meðal annars í viðræðum um nýjan kjarasamning sjómanna á fiskiskipum, bæði í fyrra og á þessu ári. Átti SFS erfitt með að sætta sig við það í fyrra, í yfirgengilegri frekju sinni og yfirlæti, að Sjómannafélag Íslands, eitt sjómannafélaga, hafi gert athugasemdir við tilteknar breytingar sem gera átti á kjarasamningnum, meðal annars varðandi það að sjómenn einir launþega hafa setið eftir með mun lægra mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð en allir aðrir launþegar í landinu, og áttu þeir að taka á sig launalækkun gegn því að fá sambærileg lífeyrisréttindi og aðrir launþegar. Þá átti Sjómannafélag Íslands erfitt með að kyngja fyrirhugaðri og verulegri skerðingu á veikinda- og slysalaunarétti sjómanna, sem gefa átti útgerðunum á silfurfati, án þess að nokkuð kæmi þar á móti, sem önnur sjómannafélög ætluðu að samþykkja og hafa nú samþykkt í nýundirrituðum kjarasamningum. Þegar kjarasamningarnir sem stéttarfélög sjómanna höfðu undirritað í fyrra í fóru í kynningu hjá félagsmönnum þá notuðu öll sjómannafélögin kynningu á samningnum sem SFS hafði látið vinna en sú kynning var verulega gölluð og fjallaði á mjög takmarkaðan og oft villandi hátt um þær breytingar sem gera átti á kjarasamningunum. Sjómannafélag Íslands eitt sjómannafélaga var hins vegar með sína eigin kynningu þar sem kostir og gallar samningsins voru kynntir. Þetta fór verulega fyrir brjóstið á SFS en úr varð að samningarnir sem bornir voru undir atkvæði sjómanna í fyrra voru kolfelldir, enda láta sjómenn ekki bjóða sér hvað sem er. Þeir kjarasamningar sem samtök sjómanna hafa nýverið skrifað undir og voru samþykktir af félagsmönnum kveða á margan hátt á um mun betri réttindi en í þeim samningum sem felldir voru í fyrra. Má þakka Sjómannafélagi Íslands að verulegu leyti að mun betri samningar hafa nú náðst en þeir sem felldir voru í fyrra. Hinum nýju samningum fylgir auðvitað aukinn kostnaður fyrir útgerðina og fyrir það hugsa þau Sjómannafélagi Íslands þegjandi þörfina. Í grein Heiðrúnar er margvíslegum óhróðri og órökstuddum rangfærslum beint að Sjómannafélagi Íslands, með ómaklegum og ómálefnalegum hætti. SFS getur illa sætt sig við það að Sjómannafélag Íslands samþykki ekki þegjandi og hljóðalaust þann kjarasamning sem SFS hefur kosið að leggja fram. Samtök eins og SFS eru vön því að hægt sé að vaða yfir allt og alla þá er það illa þolað þegar Sjómannafélag Íslands sinnir hlutverki sínu og hagsmunagæslu félagsmanna sinna. Vegna þessa hefur SFS síðustu misseri sniðgengið félagið í kjarasamningsviðræðum og reynt þar að einangra félagið vegna afstöðu þess til einstakra ákvæða kjarasamningsins. Það er því alrangt að Sjómannafélag Íslands hafi setið aðgerðarlaust, en núna hafa önnur sjómannafélög nær athugasemdalaust skrifað undir samninga sem SFS hafa rétt að þeim, jafnvel án þess að félagsmönnum viðkomandi stéttarfélaga hafi í raun gefist tækifæri til að kynna sér samninginn áður en kosið var um hann. Í grein Heiðrúnar leyfir hún sér með ómaklegum og ómerkilegum hætti að vega að heiðri og starfsemi Sjómannafélags Íslands og reynir auk þess með beinum hætti að hafa áhrif á starfsemi félagsins með slíkum hætti að einsdæmi hlýtur að teljast. Er þetta er alþekkt taktík hjá útgerðinni þegar fólk og félög vilja ekki þóknast henni og hagsmunum hennar. Sjómannafélag Íslands frábiður sér rangfærslur og níð það sem finna má í grein Heiðrúnar, sem ætti frekar að einbeita sér að því og gera raunverulega tilraun til að ná samningum við Sjómannafélag Íslands frekar en að gefa það til kynna að hagsmunum sjómanna sé betur borgið annars staðar en hjá félaginu. Slík afskipti af starfsemi Sjómannafélags Íslands og stéttarfélagsmálum sjómanna eru ómerkileg og eiga ekki að sjást í siðuðu samfélagi. Nefna má að Sjómannafélag Íslands var búið að óska eftir því við Ríkissáttasemjara að teknar verði upp kjarasamningsviðræður þess við SFS, en allt frá því í fyrra hefur ekkert heyrst frá SFS, samningsvilji SFS hefur enginn verið. Höfundur er formaður Sjómannafélags Íslands.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun