Á jörðu niðri hafði fjöldi fólks komið saman til að taka á móti hjálpargögnunum, samkvæmt fregnum sem sagt er frá á vef Times of Israel og annarra miðla.
Fréttamaður Al Jazeera á Gaza segist einnig hafa heyrt fregnir af andlátunum. Þær herma að tveir hafi dáið samstundis þegar birgðirnar féllu á þá og þrír til viðbótar hafi dáið á sjúkrahúsi.
Myndband sem á að sýna eitt vörubrettanna falla til jarðar hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í morgun. Óljóst er hvort fólkið dó eftir að þetta bretti lenti á þeim eða önnur.
At least 5 citizens from Gaza were killed when aid packages were dropped by US planes: reports pic.twitter.com/LG7lkqBzQr
— Yosef Yisrael (@yosefyisrael25) March 8, 2024
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í stefnuræðu sinni í gærkvöldi að Bandaríkjamenn ætluðu sér að setja upp bráðabirgðahöfn við Gasaströndina og flytja þannig hjálpargögn á svæðið. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa opinberað sambærilegar ætlanir og stendur til að senda skip með hjálpargögn á næstunni.
Sjá einnig: Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa
Gasaströndin er í rúst eftir rúmlega fimm mánaða hernað og hefur alþjóðlegur þrýstingur á yfirvöld í Ísrael aukist verulega. Íbúar á svæðinu standa frammi fyrir hungursneyð en AP fréttaveitan segir börn byrjuð að deyja úr hungri.
Uppfært: Fólkið lét lífið í gær, ekki í dag eins og stóð fyrst í fréttinni. Þá segja embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að umrætt vörubretti hafi ekki verið frá þeim. Fjölmiðlar ytra segja Sameinuðu arabísku furstadæmin einnig hafa varpað hjálpargögnum á Gasaströndina úr lofti í gær.
Airdrops that reported killed civilians in Gaza were not from U.S. aircraft, per DOD official. Our pallets landed successfully and we will have more to share soon.
— Lara Seligman (@laraseligman) March 8, 2024