Ábyrgð BNA á þjóðarmorðinu á Gaza Andrés Skúlason, Steinar Harðarsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Pétur Heimisson skrifa 8. mars 2024 07:02 Framganga stjórnvalda í Bandaríkjunum (BNA), sem ítrekað hafa beitt neitunarvaldi innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlausa stöðvun árása á Gasa, er forkastanleg og ber skilyrðislaust að fordæma. Sagan Í 75 ár hafa stjórnvöld í BNA með fjárframlögum og vopnasendingum stutt dyggilega við árásar- og útþenslustefnu Ísraelsríkis. Aðgerðir Ísraelsríkis á þessum tíma hafa einkennst af kúgun, landránum og aðskilnaðarstefnu sem leitt hafa ólýsanlegar hörmungar yfir Palestínumenn. Allar tilraunir SÞ í áranna rás til að koma á friði á svæðinu hafa stjórnvöld í BNA að engu gert með því að beita miskunnarlaust áhrifum sínum innan Sameinuðu þjóðanna. Undirritaðir telja löngu tímabært að lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvalda í BNA, til jafns við stjórnvöld í Ísrael, vegna ástandsins á Gasa. Tugþúsundir hafa fallið í þessu árásarstríði sem umbreyst hefur yfir í hreint þjóðarmorð svo engum vafa er undirorpið . Af þeim gríðarlega fjölda almennra borgara á Gasa sem látið hafa lífið eru karlar í minnihluta, flest látinna eru konur og sú skelfilega staðreynd liggur fyrir að 14.000 börn hafa fylgt þeim í gröfina. Með slíkum grimmdarverkum er verið að kynda undir hatri sem mun lifa með komandi kynslóðum með ófyrirséðum afleiðingum og um leið er stóraukin hætta á stigmögnun hryðjuverka á næstu misserum. Stjórnvöld í BNA, sem sumir kalla bandamenn Íslands með NATO í fylkingarbrjósti, hefur raunverulega ein þjóða í heimi stöðu og vald til að stöðva stjórnvöld í Ísrael í því fjöldamorði sem á sér nú stað á Gasa. Vinur er sá er til vamms segir. Yfirlýsingar varaforseta Bandaríkjanna hafa ekkert gildi þessa dagana þegar BNA neitar á sama tíma að hætta að afhenda Ísraelsher vopn í drápsvélar sínar sem syngja á Gasa sem aldrei fyrr. Það er hámark fáránleikans að horfa upp á stjórnvöld í BNA styðja árásarstríð Ísraela með vopnasendingum og fjárframlögum á sama tíma og þeir varpa hjálpargögnum af sýndarmennsku einni til íbúa sem Ísraelsher er nú að svelta til dauða. Ofan á hungursneyðina hikar Ísraelsher auk þess ekki við að skjóta á fólkið sem sækir í neyð sinni í matarsendingarnar og lengra nær nú ómennskan varla. Mennskan gjaldþrota Í raun hafa hin svokölluðu „vestrænu lýðræðisríki“ fallið á prófi mennskunnar vegna ástandsins í Palestínu. Fallið á prófi mannúðar, á prófi samhygðar, á prófi mannréttinda og mennskan virðist gjaldþrota. Viðbrögðin, eða fremur skortur á viðbrögðum, undirstrikar tvískinnung hinna vestrænu ríkja undir forystu Bandaríkjanna. Viðbrögðin undirstrika jafnframt hræsni NATO sem lúta forystu BNA nú sem endranær. Það er í raun óskiljanlegt hvernig ríki Evrópu, sem hafa talið sig vöggu lýðræðis og mannréttinda geta horft upp á atburðina á Gasa án þess að bregðast við, ríkjasamband sem m.a. hefur mótað Mannréttindasáttmála Evrópu. Minningin um þjóðarmorð á Gyðingum í Þýskalandi og víðar undir stjórn Nasista gleymist ekki og hefur verið áminning til alþjóðasamfélagsins um hvert skipbrot mennskunnar getur leitt. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu munu fá sama dóm sögunnar ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við og beitir öllum mætti sínum til að stöðva yfirstandandi stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gasa. Því þurfa stjórnvöld heims að ávarpa ábyrgð bandarískra stjórnvalda í því sem á sér stað á Gaza. Friðarstefnan lifi Aðeins öflug og einlæg friðarstefna getur stuðlað að friði milli þjóða, að ágreinigsefni verði leyst með samtali, ekki vopnavaldi og útþenslustefnu stærstu hervelda heims. Friðarstefnan er einn af hornsteinum Vinstri heyfingarinnar græns framboðs hér eftir sem hingað til. Það er eina stefnan í samskiptum þjóða sem er samboðin þeim sem vilja réttlæti, frið og virðingu til handa öllum sem á móður jörð búa og tilheyra einu kyni, mannkyni. Höfundar eiga sæti í stjórn VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Pétur Heimisson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Framganga stjórnvalda í Bandaríkjunum (BNA), sem ítrekað hafa beitt neitunarvaldi innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlausa stöðvun árása á Gasa, er forkastanleg og ber skilyrðislaust að fordæma. Sagan Í 75 ár hafa stjórnvöld í BNA með fjárframlögum og vopnasendingum stutt dyggilega við árásar- og útþenslustefnu Ísraelsríkis. Aðgerðir Ísraelsríkis á þessum tíma hafa einkennst af kúgun, landránum og aðskilnaðarstefnu sem leitt hafa ólýsanlegar hörmungar yfir Palestínumenn. Allar tilraunir SÞ í áranna rás til að koma á friði á svæðinu hafa stjórnvöld í BNA að engu gert með því að beita miskunnarlaust áhrifum sínum innan Sameinuðu þjóðanna. Undirritaðir telja löngu tímabært að lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvalda í BNA, til jafns við stjórnvöld í Ísrael, vegna ástandsins á Gasa. Tugþúsundir hafa fallið í þessu árásarstríði sem umbreyst hefur yfir í hreint þjóðarmorð svo engum vafa er undirorpið . Af þeim gríðarlega fjölda almennra borgara á Gasa sem látið hafa lífið eru karlar í minnihluta, flest látinna eru konur og sú skelfilega staðreynd liggur fyrir að 14.000 börn hafa fylgt þeim í gröfina. Með slíkum grimmdarverkum er verið að kynda undir hatri sem mun lifa með komandi kynslóðum með ófyrirséðum afleiðingum og um leið er stóraukin hætta á stigmögnun hryðjuverka á næstu misserum. Stjórnvöld í BNA, sem sumir kalla bandamenn Íslands með NATO í fylkingarbrjósti, hefur raunverulega ein þjóða í heimi stöðu og vald til að stöðva stjórnvöld í Ísrael í því fjöldamorði sem á sér nú stað á Gasa. Vinur er sá er til vamms segir. Yfirlýsingar varaforseta Bandaríkjanna hafa ekkert gildi þessa dagana þegar BNA neitar á sama tíma að hætta að afhenda Ísraelsher vopn í drápsvélar sínar sem syngja á Gasa sem aldrei fyrr. Það er hámark fáránleikans að horfa upp á stjórnvöld í BNA styðja árásarstríð Ísraela með vopnasendingum og fjárframlögum á sama tíma og þeir varpa hjálpargögnum af sýndarmennsku einni til íbúa sem Ísraelsher er nú að svelta til dauða. Ofan á hungursneyðina hikar Ísraelsher auk þess ekki við að skjóta á fólkið sem sækir í neyð sinni í matarsendingarnar og lengra nær nú ómennskan varla. Mennskan gjaldþrota Í raun hafa hin svokölluðu „vestrænu lýðræðisríki“ fallið á prófi mennskunnar vegna ástandsins í Palestínu. Fallið á prófi mannúðar, á prófi samhygðar, á prófi mannréttinda og mennskan virðist gjaldþrota. Viðbrögðin, eða fremur skortur á viðbrögðum, undirstrikar tvískinnung hinna vestrænu ríkja undir forystu Bandaríkjanna. Viðbrögðin undirstrika jafnframt hræsni NATO sem lúta forystu BNA nú sem endranær. Það er í raun óskiljanlegt hvernig ríki Evrópu, sem hafa talið sig vöggu lýðræðis og mannréttinda geta horft upp á atburðina á Gasa án þess að bregðast við, ríkjasamband sem m.a. hefur mótað Mannréttindasáttmála Evrópu. Minningin um þjóðarmorð á Gyðingum í Þýskalandi og víðar undir stjórn Nasista gleymist ekki og hefur verið áminning til alþjóðasamfélagsins um hvert skipbrot mennskunnar getur leitt. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu munu fá sama dóm sögunnar ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við og beitir öllum mætti sínum til að stöðva yfirstandandi stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gasa. Því þurfa stjórnvöld heims að ávarpa ábyrgð bandarískra stjórnvalda í því sem á sér stað á Gaza. Friðarstefnan lifi Aðeins öflug og einlæg friðarstefna getur stuðlað að friði milli þjóða, að ágreinigsefni verði leyst með samtali, ekki vopnavaldi og útþenslustefnu stærstu hervelda heims. Friðarstefnan er einn af hornsteinum Vinstri heyfingarinnar græns framboðs hér eftir sem hingað til. Það er eina stefnan í samskiptum þjóða sem er samboðin þeim sem vilja réttlæti, frið og virðingu til handa öllum sem á móður jörð búa og tilheyra einu kyni, mannkyni. Höfundar eiga sæti í stjórn VG.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun