Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2024 07:53 Palestínumenn flýja eyðilegginguna í Khan Younis í kjölfar árása Ísraelsmanna. AP/Mohammed Dahman Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. Tillögurnar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum, Katar og Egyptalandi áttu milligöngu um snérust um sex vikna hlé en á þeim tíma hefðu Hamas-samtökin sleppt um 40 gíslum gegn umtalsverðum fjölda palestínskra fanga í haldi Ísraelsmanna. Hamas-liðar eru hins vegar sagðir hafa dregið sig frá viðræðum um fyrrnefndar tillögur og sett fram kröfur sem Ísraelsmenn neita að ganga að; að Ísrael skuldbindi sig til að láta alfarið af átökum á meðan, eða eftir, að Hamas láta gísla lausa í þremur áföngum. Yfirvöld í Ísrael segjast aðeins vilja einblína á fyrsta skrefið til að byrja með, það er að segja lausn 40 gísla gegn frelsun fjölda palestínskra fanga. Bandaríkin eru sögð styðja þessa afstöðu Ísraelsmanna. Viðræður fara nú fram í Kaíró en sendinefnd Ísraels hefur ekki mætt undanfarna daga vegna nýrra krafna Hamas. Segja þau samkomulag hafa verð í höfn, þar til Hamas hófu að freista þess að ná fram sínum ýtrustu kröfum. Til viðbótar við varanlegt vopnahlé eru Hamas-liðar nú sagðir krefjast þess að Ísraelsher hverfi frá norðurhluta Gasa og að aukinni neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn óttast að það kunni að verða olía á eldinn ef samkomulag næst ekki fyrir Ramadan. Þá segir New York Times að ráðamenn í Ísrael telji að mögulega vilji Hamas-samtökin að til átaka komi á mótmælum sem leiðtogi Hamas í Katar hefur kallað eftir í Jerúsalem á Ramadan. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Tillögurnar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum, Katar og Egyptalandi áttu milligöngu um snérust um sex vikna hlé en á þeim tíma hefðu Hamas-samtökin sleppt um 40 gíslum gegn umtalsverðum fjölda palestínskra fanga í haldi Ísraelsmanna. Hamas-liðar eru hins vegar sagðir hafa dregið sig frá viðræðum um fyrrnefndar tillögur og sett fram kröfur sem Ísraelsmenn neita að ganga að; að Ísrael skuldbindi sig til að láta alfarið af átökum á meðan, eða eftir, að Hamas láta gísla lausa í þremur áföngum. Yfirvöld í Ísrael segjast aðeins vilja einblína á fyrsta skrefið til að byrja með, það er að segja lausn 40 gísla gegn frelsun fjölda palestínskra fanga. Bandaríkin eru sögð styðja þessa afstöðu Ísraelsmanna. Viðræður fara nú fram í Kaíró en sendinefnd Ísraels hefur ekki mætt undanfarna daga vegna nýrra krafna Hamas. Segja þau samkomulag hafa verð í höfn, þar til Hamas hófu að freista þess að ná fram sínum ýtrustu kröfum. Til viðbótar við varanlegt vopnahlé eru Hamas-liðar nú sagðir krefjast þess að Ísraelsher hverfi frá norðurhluta Gasa og að aukinni neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn óttast að það kunni að verða olía á eldinn ef samkomulag næst ekki fyrir Ramadan. Þá segir New York Times að ráðamenn í Ísrael telji að mögulega vilji Hamas-samtökin að til átaka komi á mótmælum sem leiðtogi Hamas í Katar hefur kallað eftir í Jerúsalem á Ramadan.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira