Núna er þetta bara orðið ágætt! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 6. mars 2024 18:01 Það fór nú auðvitað svo, liggur við að maður segi samkvæmt venju, að þingflokkur Vinstri grænna, gat ekki staðið við sátt sem ríkisstjórnin og þar með ráðherrar Vinstri grænna, höfðu náð í útlendingamálum. Hvort að þingflokkurinn og grasrót flokksins hafi komist í tilfinningalegt uppnám við það að sjá sig þurrkast út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum, skal ósagt látið. Hins vegar má líta á það sem trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarsamstarfsins, ætli þingflokkur Vinstri grænna, eða minnsta kosti hluti hans, að hlaupa frá áðurnefndri sátt í útlendingamálunum. Formaður þingflokks Vinstri grænna, sagði það hátt og skýrt í fyrstu umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, að flokkurinn styddi ekki frumvarpið, nema gengið yrði að kröfum þingflokks Vinstri grænna um breytingar á frumvarpinu. Slíkt er auðvitað með öllu ólíðandi, jafnvel þó þingmeirihluti sé fyrir frumvarpinu óbreyttu í þinginu. Enda væri flokkurinn, með andstöðu sinni við frumvarpið, að gefa það út að hann styddi ekki stefnu ríkisstjórnar sem hann sjálfur er aðili að í útlendingamálum. Flokkurinn væri því einn og óstuddur að stimpla sig út úr þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þó fyrr hefði verið, gætu einhverjir sagt. Enda þorri þjóðarinnar búinn að fá upp í kok og nánast farinn að kyngja ælunni út af alls kyns tafaleikjum og skemmdarverkum, ráðherra og þingmanna Vinstri grænna, sem tafið hafa nær alla uppbygginu á innviðum og atvinnulífi og þar með stuðlað að verri lífskjörum Íslendinga, en þau þyrftu annars að vera. Það vill nú bara þannig til, að þingflokksformaður, sagði það fullum fetum, að ef einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins styddi vantrausttillögu á Svandísi Svavarsdóttur, sem reyndar aldrei var borin upp af kunnum ástæðum, þá þýddi það stjórnarslit. Skipti þar engu hvort tillagan yrði samþykkt eða ekki. Hann er því með öðrum orðum að boða stjórnarslit, nema gengið verði enn aftur að kröfum Vinstri grænna vegna útlendingafrumvarpsins. Verði honum það að góðu að berjast við Pírata um þessi 10-15% atkvæða sem þessir no borders flokkar gætu mögulega átt vís. Það má alls ekki gerast að enn einn ganginn að þorri þjóðarinnar verði beygður undir no borders-stefnu Vinstri grænna eða aðra skaðlega sérvisku þess flokks. Það er fyrir lifandis löngu komið nóg af slíku rugli. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Vinstri græn Alþingi Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það fór nú auðvitað svo, liggur við að maður segi samkvæmt venju, að þingflokkur Vinstri grænna, gat ekki staðið við sátt sem ríkisstjórnin og þar með ráðherrar Vinstri grænna, höfðu náð í útlendingamálum. Hvort að þingflokkurinn og grasrót flokksins hafi komist í tilfinningalegt uppnám við það að sjá sig þurrkast út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum, skal ósagt látið. Hins vegar má líta á það sem trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarsamstarfsins, ætli þingflokkur Vinstri grænna, eða minnsta kosti hluti hans, að hlaupa frá áðurnefndri sátt í útlendingamálunum. Formaður þingflokks Vinstri grænna, sagði það hátt og skýrt í fyrstu umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, að flokkurinn styddi ekki frumvarpið, nema gengið yrði að kröfum þingflokks Vinstri grænna um breytingar á frumvarpinu. Slíkt er auðvitað með öllu ólíðandi, jafnvel þó þingmeirihluti sé fyrir frumvarpinu óbreyttu í þinginu. Enda væri flokkurinn, með andstöðu sinni við frumvarpið, að gefa það út að hann styddi ekki stefnu ríkisstjórnar sem hann sjálfur er aðili að í útlendingamálum. Flokkurinn væri því einn og óstuddur að stimpla sig út úr þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þó fyrr hefði verið, gætu einhverjir sagt. Enda þorri þjóðarinnar búinn að fá upp í kok og nánast farinn að kyngja ælunni út af alls kyns tafaleikjum og skemmdarverkum, ráðherra og þingmanna Vinstri grænna, sem tafið hafa nær alla uppbygginu á innviðum og atvinnulífi og þar með stuðlað að verri lífskjörum Íslendinga, en þau þyrftu annars að vera. Það vill nú bara þannig til, að þingflokksformaður, sagði það fullum fetum, að ef einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins styddi vantrausttillögu á Svandísi Svavarsdóttur, sem reyndar aldrei var borin upp af kunnum ástæðum, þá þýddi það stjórnarslit. Skipti þar engu hvort tillagan yrði samþykkt eða ekki. Hann er því með öðrum orðum að boða stjórnarslit, nema gengið verði enn aftur að kröfum Vinstri grænna vegna útlendingafrumvarpsins. Verði honum það að góðu að berjast við Pírata um þessi 10-15% atkvæða sem þessir no borders flokkar gætu mögulega átt vís. Það má alls ekki gerast að enn einn ganginn að þorri þjóðarinnar verði beygður undir no borders-stefnu Vinstri grænna eða aðra skaðlega sérvisku þess flokks. Það er fyrir lifandis löngu komið nóg af slíku rugli. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun