Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2024 11:45 Kjarasamningar til fjögurra ára milli félaga í breiðfylkinigu stéttarfélaga innan ASÍ og SA liggur nánast fyrir þótt enn eigi eftir að útkljá nokkur atriði. Þá segir formaður Starfsgreinasambandsins útilokað að skrifað verði undir samningana nema sveitarfélögin komi að þeim með afgerandi hætti. Stöð 2/Einar Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins, með átján félög Starfsgreinasambandsins, Eflingu og Samiðn á bakvið sig, og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um meginlínur nýrra kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins er bjartsýnn á að það muni takast að útkljá nokkur mál sem eftir væru. Þeirra á meðal er krafa Eflingar um aukna uppsagnarvernd starfsmanna fyrirtækja þar sem engir trúnaðarmenn eru til staðar. Hann hefði trú á að samkomulag tækist um þetta. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir yfirlýsingu sveitarfélaganna eins og hún liggi fyrir nú algerlega ófullnægjandi.Stöð 2/Einar „Það var lögð mikil vinna í það í gær að hálfu Samtaka atvinnulífsins. Vonandi náum við að skerpa einhvern veginn á þeirri grein. Það verður bara að koma í ljós. Það verður í raun eitt af fyrstu málunum sem verða núna til umfjöllunar þegar við setjumst niður aftur,“ segir Vilhjálmur. Fundað hefur verið stíft undanfarna daga og fundur hófst á ný hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Vilhjálmur segir hins vegar enn óútkljáð með hvaða hætti sveitarfélögin ætli að liðka fyrir samningum. Verkalýðshreyfingin krefst þess að hluti gjaldskrárhækkana sveitarfélaga um síðustu áramót verði dregin til baka, bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað og skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Sveitarfélögin verði að koma að þessum viðræðum með afgerandi hætti. „Og aðkoma þeirra þarf að vera hafin yfir allan vafa. Því miður miðað við þann texta sem ég hef heyrt frá sveitarfélögum, þá er hann að mínu mati allt of loðinn,“ segir formaður Starfsgreinasambandsins. Það sem verkalýðshreyfingin væri tilbúin til að skuldbinda sig til gagnvart sveitarfélögunum í þeim samningsdrögum sem nú lægju fyrir, veitti þeim umtalsverðan ávinning. Langt umfram það sem verkalýðshreyfingin krefðist á móti af sveitarfélögunum. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leggjast Kópavogur og nokkur önnur sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum.Vísir/Vilhelm „Meðan við erum með óskýrt orðalag varðandi mál sem lúta að sveitarfélögunum er alveg ljóst að það verður ekki hægt að skrifa undir kjarasamninga,“ segir Vilhjálmur. Ekki væri hægt að kynna kjarasamninga ef það liggi ekki fyrir með afgerandi hætti hvort sveitarfélögin ætli að taka þátt í því brýna verkefni að ná niður verðbólgu og vöxtum. Hann geri sér grein fyrir að það væri stórt og flókið mál að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og það muni taka lengri tíma. „En það er alveg ljóst að gjaldskrárlækkanirnar, útfærsla á þeim, þarf að liggja fyrir með afgerandi hætti. Sem og að yfirlýsing þeirra þarf að vera yfir allan vafa hafin um aðkomu þeirra að þessu málefni sem þú nefndir áðan,“ sagði Vilhjálmur Birgisson og vísaði þar til kröfunnar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þar virðast nokkur sveitarfélög, aðallega þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ráðandi í meirihlutasamstarfi, leggjast gegn því að skólamáltíðir verði almennt gjaldfrjálsar. Jafnvel þótt ríkið bjóðist, samkvæmt heimildum fréttastofu, til að standa undir tveimur þriðja af kostnaðinum við þá aðgerð. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Atvinnurekendur Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Lokakröfur Eflingar: Uppsagnarvernd, trúnaðarmenn og orðalag um ræstingarfólk Formaður Eflingar segir einkum þrennt standa út af í samningsviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Náist sátt um þau atriði ætti að vera hægt að undirrita kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. 4. mars 2024 13:34 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins, með átján félög Starfsgreinasambandsins, Eflingu og Samiðn á bakvið sig, og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um meginlínur nýrra kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins er bjartsýnn á að það muni takast að útkljá nokkur mál sem eftir væru. Þeirra á meðal er krafa Eflingar um aukna uppsagnarvernd starfsmanna fyrirtækja þar sem engir trúnaðarmenn eru til staðar. Hann hefði trú á að samkomulag tækist um þetta. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir yfirlýsingu sveitarfélaganna eins og hún liggi fyrir nú algerlega ófullnægjandi.Stöð 2/Einar „Það var lögð mikil vinna í það í gær að hálfu Samtaka atvinnulífsins. Vonandi náum við að skerpa einhvern veginn á þeirri grein. Það verður bara að koma í ljós. Það verður í raun eitt af fyrstu málunum sem verða núna til umfjöllunar þegar við setjumst niður aftur,“ segir Vilhjálmur. Fundað hefur verið stíft undanfarna daga og fundur hófst á ný hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Vilhjálmur segir hins vegar enn óútkljáð með hvaða hætti sveitarfélögin ætli að liðka fyrir samningum. Verkalýðshreyfingin krefst þess að hluti gjaldskrárhækkana sveitarfélaga um síðustu áramót verði dregin til baka, bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað og skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Sveitarfélögin verði að koma að þessum viðræðum með afgerandi hætti. „Og aðkoma þeirra þarf að vera hafin yfir allan vafa. Því miður miðað við þann texta sem ég hef heyrt frá sveitarfélögum, þá er hann að mínu mati allt of loðinn,“ segir formaður Starfsgreinasambandsins. Það sem verkalýðshreyfingin væri tilbúin til að skuldbinda sig til gagnvart sveitarfélögunum í þeim samningsdrögum sem nú lægju fyrir, veitti þeim umtalsverðan ávinning. Langt umfram það sem verkalýðshreyfingin krefðist á móti af sveitarfélögunum. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leggjast Kópavogur og nokkur önnur sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum.Vísir/Vilhelm „Meðan við erum með óskýrt orðalag varðandi mál sem lúta að sveitarfélögunum er alveg ljóst að það verður ekki hægt að skrifa undir kjarasamninga,“ segir Vilhjálmur. Ekki væri hægt að kynna kjarasamninga ef það liggi ekki fyrir með afgerandi hætti hvort sveitarfélögin ætli að taka þátt í því brýna verkefni að ná niður verðbólgu og vöxtum. Hann geri sér grein fyrir að það væri stórt og flókið mál að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og það muni taka lengri tíma. „En það er alveg ljóst að gjaldskrárlækkanirnar, útfærsla á þeim, þarf að liggja fyrir með afgerandi hætti. Sem og að yfirlýsing þeirra þarf að vera yfir allan vafa hafin um aðkomu þeirra að þessu málefni sem þú nefndir áðan,“ sagði Vilhjálmur Birgisson og vísaði þar til kröfunnar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þar virðast nokkur sveitarfélög, aðallega þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ráðandi í meirihlutasamstarfi, leggjast gegn því að skólamáltíðir verði almennt gjaldfrjálsar. Jafnvel þótt ríkið bjóðist, samkvæmt heimildum fréttastofu, til að standa undir tveimur þriðja af kostnaðinum við þá aðgerð.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Atvinnurekendur Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Lokakröfur Eflingar: Uppsagnarvernd, trúnaðarmenn og orðalag um ræstingarfólk Formaður Eflingar segir einkum þrennt standa út af í samningsviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Náist sátt um þau atriði ætti að vera hægt að undirrita kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. 4. mars 2024 13:34 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38
Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21
Lokakröfur Eflingar: Uppsagnarvernd, trúnaðarmenn og orðalag um ræstingarfólk Formaður Eflingar segir einkum þrennt standa út af í samningsviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Náist sátt um þau atriði ætti að vera hægt að undirrita kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. 4. mars 2024 13:34
Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47
Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47