Ísraelsmenn sniðgengu samningaviðræðurnar í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 06:37 Ísraelsmenn eru ósáttir við að Hamas neiti að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. AP/Leo Correa Ísraelsmenn eru sagðir hafa sniðgengið samningaviðræður um vopnahlé sem fram fóru í Kaíró í gær sökum þess að Hamas-samtökin neita að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, var ómyrk í máli um stöðu mála í ræðu sem hún hélt þegar hún heimsótti Edmund Pettus-brúnna í Selmu í Alabama, þar sem lögreglumenn börðu niður friðsamleg mótmæli fyrir sex áratugum. Harris kallaði eftir tafarlausu vopnahléi og sagði Ísraelsmenn verða að tryggja aukna mannúðaraðstoð á Gasa. „Engar afsakanir,“ sagði hún. Opna þyrfti nýjar leiðir inn á svæðið, aflétta óþarfa takmörkunum á aðflutningi neyðargagna, standa vörð um hjálparstarfsmenn og koma aftur á grunnþjónustu. Þá gagnrýndi hún Ísraela fyrir framgöngu hersins þegar yfir hundrað manns voru drepnir við bifreið með hjálpargögn í síðustu viku. „Við sáum hungrað, örvæntingafullt fólk nálgast flutningabifreiðar með neyðargögn til að reyna að tryggja fjölskyldum sínum mat eftir vikur af engri aðstoð í norðurhluta Gasa og þeim var mætt með bysskuskotum og glundroða,“ sagði Harris. Varaforsetinn sendi hins vegar einnig út skýr skilaboð til Hamas. „Hamas-liðar segjast vilja vopnahlé. Jæja, það er samkomulag á borðinu. Og eins og við höfum sagt; Hamas þarf að ganga að því samkomulagi. Komum á vopnahléi. Komum gíslunum aftur til fjölskyldna sinna. Og komum aðstoð umsvifalaust til íbúa Gasa.“ Fulltrúar Hamas mættu til viðræðnanna í Kaíró í gær en Reuters hafði eftir palestínskum embættismanni að samkomulag væri ekki í höfn. Ísraelsmenn tjáðu sig ekki um viðræðurnar í gær. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, var ómyrk í máli um stöðu mála í ræðu sem hún hélt þegar hún heimsótti Edmund Pettus-brúnna í Selmu í Alabama, þar sem lögreglumenn börðu niður friðsamleg mótmæli fyrir sex áratugum. Harris kallaði eftir tafarlausu vopnahléi og sagði Ísraelsmenn verða að tryggja aukna mannúðaraðstoð á Gasa. „Engar afsakanir,“ sagði hún. Opna þyrfti nýjar leiðir inn á svæðið, aflétta óþarfa takmörkunum á aðflutningi neyðargagna, standa vörð um hjálparstarfsmenn og koma aftur á grunnþjónustu. Þá gagnrýndi hún Ísraela fyrir framgöngu hersins þegar yfir hundrað manns voru drepnir við bifreið með hjálpargögn í síðustu viku. „Við sáum hungrað, örvæntingafullt fólk nálgast flutningabifreiðar með neyðargögn til að reyna að tryggja fjölskyldum sínum mat eftir vikur af engri aðstoð í norðurhluta Gasa og þeim var mætt með bysskuskotum og glundroða,“ sagði Harris. Varaforsetinn sendi hins vegar einnig út skýr skilaboð til Hamas. „Hamas-liðar segjast vilja vopnahlé. Jæja, það er samkomulag á borðinu. Og eins og við höfum sagt; Hamas þarf að ganga að því samkomulagi. Komum á vopnahléi. Komum gíslunum aftur til fjölskyldna sinna. Og komum aðstoð umsvifalaust til íbúa Gasa.“ Fulltrúar Hamas mættu til viðræðnanna í Kaíró í gær en Reuters hafði eftir palestínskum embættismanni að samkomulag væri ekki í höfn. Ísraelsmenn tjáðu sig ekki um viðræðurnar í gær.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira