Eigandi Vy-þrifa orðinn eini eigandi Wokon Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2024 13:53 Davíð Viðarsson er umsvifamikill í veitinga-, þrifa- og gistiheimilabransanum á Íslandi. Hann á Pho Víetnam, Víetnam markað, Wokon, Vy-þrif og herkastalann við Kirkjustræti sem áður hýsti Hjálpræðisherinn. Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa sem er til rannsóknar hjá lögreglu meðal annars fyrir mansal er orðinn einn eigandi og framkvæmdastjóri Wokon ehf. sem rekur samnefnda veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna breytinga á félaginu Wokon ehf í janúar. Kristján Ólafur Sigríðarson, sem hafði verið framkvæmdastjóri og prókúruhafi, steig til liðar og var Davíð ráðinn framkvæmdastjóri. Kristján Ólafur hlaut á dögunum skilorðsbundinn dóm fyrir skattsvik. Hann vinnur að opnun mathallar á Akureyri. Davíð er eigandi Vy-þrifa en miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til skoðunar matvælalager fyrirtækisins í Sóltúni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði afskipti af í september síðastliðnum. Þá kom fram í tilkynningu frá Wokon að Davíð hefði enga aðkomu að daglegum rekstri staðanna. Þremur mánuðum síðar er hann eini eigandi félagsins sem heldur utan um rekstur staðanna og er auk þess framkvæmdastjóri. Rottuskítur og dýnur Þrifafyrirtækið Vy-þrif var í nóvember kært til lögreglu af Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Forsaga málsins er sú að eftirlitið fór í heimsókn í kjallarann í Sóltúni 27. september vegna gruns um geymslu matvæla án tilskilinna leyfa. Tilkynningar höfðu borist um vonda lykt frá húsnæðinu. Þar kom í ljós að húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt auk þess sem ummerki voru greinileg í formi rottuskíts og rottuþvags meðal annars ofan á umbúðum matvæla. Þá voru vísbendingar á staðnum um að fólk hefði dvalið þar. Meðal annars fundust dýnur, koddar, matarílát og tjald ofan á sekkjum. Mögulegt mansal tengt matvælalagernum er til rannsóknar hjá lögreglunni. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði Mbl í vikunni að eitthvað væri í að þeirri rannsókn lyki. Vanda yrði til verka. Hlutirnir væru ekki alltaf eins og þeir sýndust í fyrstu. Sagði sárt að Wokon væri bendlað við málið Þegar málið rataði í fjölmiðla í október kom í ljós að eigandi þrifafyrirtækisins Davíð Viðarsson, betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, var líka eigandi Pho Vietnam veitingahúsakeðjunnar, og hluthafi í Wok on Mathöll ehf. sem starfrækir veitingastað á Höfða og Hafnarfirði. Kristján Ólafur Sigríðarson, einn stofnandi og þáverandi framkvæmdastjóri Wokon ehf., sendi tilkynningu til fjölmiðla í nóvember eftir að málefni matvælalagers Vy-þrifa í Sóltúni komst í dagsljósið. Þar sagði Kristján sárt að sjá Wokon bendlað við málið. Veitingastaðurinn hefði ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í Sóltúni. Wokon ehf. væri hundrað prósent eigandi og eini rekstraraðili sjö Wokon veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Vík og Hveragerði. „Davíð Viðarsson á 40% í Wokon Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og aðstoðaði hann við opnun þeirra. Einnig á hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og leigir veitingastaðurinn það rými frá Davíð. Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna,“ sagði í tilkynningunni. Nú er staðan breytt. Samkvæmt upplýsingum á vef Creditinfo er Davíð Viðarsson nú eini eigandi Wokon ehf. sem er eini eigandi Wokon mathallar ehf. Davíð á bæði Wokon ehf. og Wokon Mathöll í gegnum fasteignafélagið NQ fasteignir. Davíð á einmitt Herkastalann við Kirkjustræti í miðbæ Reykjavíkur í gegnum félagið. Kaupverðið var um hálfur milljarður króna. Gistiheimili með leyfi fyrir 125 gesti er skráð í kastalanum. Davíð hefur ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Hann sagði í skriflegri orðsendingu til fréttastofu í október að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið meðan það væri til rannsóknar. Fréttastofa hefur sent Davíð fyrirspurn vegna málsins. Ekki hefur heldur náðst í Kristján Ólaf í síma. Fréttastofa sendi honum einnig fyrirspurn vegna málsins. Upphaflega kom fram í þessari frétt að Davíð sæi enn um rekstur Vietnam Market en það er ekki rétt og hefur það verið leiðrétt. Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Vistaskipti Veitingastaðir Reykjavík Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Vy-þrif kærð til lögreglu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki. 16. nóvember 2023 10:45 Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu vegna breytinga á félaginu Wokon ehf í janúar. Kristján Ólafur Sigríðarson, sem hafði verið framkvæmdastjóri og prókúruhafi, steig til liðar og var Davíð ráðinn framkvæmdastjóri. Kristján Ólafur hlaut á dögunum skilorðsbundinn dóm fyrir skattsvik. Hann vinnur að opnun mathallar á Akureyri. Davíð er eigandi Vy-þrifa en miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til skoðunar matvælalager fyrirtækisins í Sóltúni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði afskipti af í september síðastliðnum. Þá kom fram í tilkynningu frá Wokon að Davíð hefði enga aðkomu að daglegum rekstri staðanna. Þremur mánuðum síðar er hann eini eigandi félagsins sem heldur utan um rekstur staðanna og er auk þess framkvæmdastjóri. Rottuskítur og dýnur Þrifafyrirtækið Vy-þrif var í nóvember kært til lögreglu af Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Forsaga málsins er sú að eftirlitið fór í heimsókn í kjallarann í Sóltúni 27. september vegna gruns um geymslu matvæla án tilskilinna leyfa. Tilkynningar höfðu borist um vonda lykt frá húsnæðinu. Þar kom í ljós að húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt auk þess sem ummerki voru greinileg í formi rottuskíts og rottuþvags meðal annars ofan á umbúðum matvæla. Þá voru vísbendingar á staðnum um að fólk hefði dvalið þar. Meðal annars fundust dýnur, koddar, matarílát og tjald ofan á sekkjum. Mögulegt mansal tengt matvælalagernum er til rannsóknar hjá lögreglunni. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði Mbl í vikunni að eitthvað væri í að þeirri rannsókn lyki. Vanda yrði til verka. Hlutirnir væru ekki alltaf eins og þeir sýndust í fyrstu. Sagði sárt að Wokon væri bendlað við málið Þegar málið rataði í fjölmiðla í október kom í ljós að eigandi þrifafyrirtækisins Davíð Viðarsson, betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, var líka eigandi Pho Vietnam veitingahúsakeðjunnar, og hluthafi í Wok on Mathöll ehf. sem starfrækir veitingastað á Höfða og Hafnarfirði. Kristján Ólafur Sigríðarson, einn stofnandi og þáverandi framkvæmdastjóri Wokon ehf., sendi tilkynningu til fjölmiðla í nóvember eftir að málefni matvælalagers Vy-þrifa í Sóltúni komst í dagsljósið. Þar sagði Kristján sárt að sjá Wokon bendlað við málið. Veitingastaðurinn hefði ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í Sóltúni. Wokon ehf. væri hundrað prósent eigandi og eini rekstraraðili sjö Wokon veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Vík og Hveragerði. „Davíð Viðarsson á 40% í Wokon Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og aðstoðaði hann við opnun þeirra. Einnig á hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og leigir veitingastaðurinn það rými frá Davíð. Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna,“ sagði í tilkynningunni. Nú er staðan breytt. Samkvæmt upplýsingum á vef Creditinfo er Davíð Viðarsson nú eini eigandi Wokon ehf. sem er eini eigandi Wokon mathallar ehf. Davíð á bæði Wokon ehf. og Wokon Mathöll í gegnum fasteignafélagið NQ fasteignir. Davíð á einmitt Herkastalann við Kirkjustræti í miðbæ Reykjavíkur í gegnum félagið. Kaupverðið var um hálfur milljarður króna. Gistiheimili með leyfi fyrir 125 gesti er skráð í kastalanum. Davíð hefur ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Hann sagði í skriflegri orðsendingu til fréttastofu í október að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið meðan það væri til rannsóknar. Fréttastofa hefur sent Davíð fyrirspurn vegna málsins. Ekki hefur heldur náðst í Kristján Ólaf í síma. Fréttastofa sendi honum einnig fyrirspurn vegna málsins. Upphaflega kom fram í þessari frétt að Davíð sæi enn um rekstur Vietnam Market en það er ekki rétt og hefur það verið leiðrétt.
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Vistaskipti Veitingastaðir Reykjavík Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Vy-þrif kærð til lögreglu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki. 16. nóvember 2023 10:45 Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Vy-þrif kærð til lögreglu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki. 16. nóvember 2023 10:45
Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55