Bein útsending: Íslenskir fjölmiðlar, gervigreind og Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2024 12:00 Fréttamaður við störf. Bjarki Sigurðsson fréttamaður á vettvangi á kvennafrídaginn í október fyrir Stöð 2. RAX Hver er staða íslenskra fjölmiðla á tímum stafrænnar byltingar? Ættu Google og Meta að greiða útgefendum fjölmiðla fyrir fréttir og er hægt að verðmeta fréttir? Hver verða áhrif gervigreindar á blaðamennsku og ritstjórnir fjölmiðla? Þessar og fleiri spurningar verða til umræðu á málþingi menningar- og viðskiptaráðuneytisins sem fram fer fimmtudaginn 29. febrúar kl. 13:00-15:40 í Grósku, Bjargarvegi 1 í Reykjavík. Málþingið ber yfirskriftina „Fjölmiðlar á tímum stafrænnar byltingar“ og er öllum opið. Málþingið verður í beinu streymi sem fylgjast má með að neðan. Á málþinginu gera Anya Schiffrin og Haaris Mateen grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á verðmati frétta, sem fjölmiðlar deila á samfélagsmiðlum, fyrir alþjóðlega tæknirisa. Anya Schiffrin er forstöðumaður tækni, fjölmiðla- og samskiptadeildar School of International and Public Affairs, við Columbia-háskólann í New York og Haaris Mateen er hagfræðingur og kennari við Háskólann í Houston. David Caswell fjallar um notkun gervigreindar í blaðamennsku og áhrif hennar á fjölmiðlun. David Caswell er ráðgjafi á sviði nýsköpunar og gervigreindar í fréttavinnslu og leiddi áður stafræna þróun á fréttadeildum BBC, Tribune Publishing og Yahoo! Nic Newman fer yfir helstu stefnur og strauma í stafrænni fjölmiðlun 2024. Nic Newman er ráðgjafi um stafræna þróun hjá Reuters Institute við Oxford-háskóla og tengist málþinginu með rafrænum hætti. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Ólafssson nýdoktor í fjölmiðlafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fjalla um stöðu íslenskra fjölmiðla í breyttum heimi. Einnig verða innlegg frá Ingunni Láru Kristjánsdóttur, TikTok fréttamanni RÚV, og Víkurfréttum á Suðurnesjum. Í lok dagskrár fara fram pallborðsumræður um blaðamennsku og helstu tækifæri og áskoranir fjölmiðla á tímum tæknibreytinga. Þar ræðir Helga Arnardóttir við Karl Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, Pál Ketilsson, ritstjóra Víkurfrétta á Suðurnesjum, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands, Valgerði Önnu Jóhannsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Heimildarinnar. Fundarstjóri er Helga Arnardóttir. Fjölmiðlar Facebook Gervigreind Stafræn þróun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Þessar og fleiri spurningar verða til umræðu á málþingi menningar- og viðskiptaráðuneytisins sem fram fer fimmtudaginn 29. febrúar kl. 13:00-15:40 í Grósku, Bjargarvegi 1 í Reykjavík. Málþingið ber yfirskriftina „Fjölmiðlar á tímum stafrænnar byltingar“ og er öllum opið. Málþingið verður í beinu streymi sem fylgjast má með að neðan. Á málþinginu gera Anya Schiffrin og Haaris Mateen grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á verðmati frétta, sem fjölmiðlar deila á samfélagsmiðlum, fyrir alþjóðlega tæknirisa. Anya Schiffrin er forstöðumaður tækni, fjölmiðla- og samskiptadeildar School of International and Public Affairs, við Columbia-háskólann í New York og Haaris Mateen er hagfræðingur og kennari við Háskólann í Houston. David Caswell fjallar um notkun gervigreindar í blaðamennsku og áhrif hennar á fjölmiðlun. David Caswell er ráðgjafi á sviði nýsköpunar og gervigreindar í fréttavinnslu og leiddi áður stafræna þróun á fréttadeildum BBC, Tribune Publishing og Yahoo! Nic Newman fer yfir helstu stefnur og strauma í stafrænni fjölmiðlun 2024. Nic Newman er ráðgjafi um stafræna þróun hjá Reuters Institute við Oxford-háskóla og tengist málþinginu með rafrænum hætti. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Ólafssson nýdoktor í fjölmiðlafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fjalla um stöðu íslenskra fjölmiðla í breyttum heimi. Einnig verða innlegg frá Ingunni Láru Kristjánsdóttur, TikTok fréttamanni RÚV, og Víkurfréttum á Suðurnesjum. Í lok dagskrár fara fram pallborðsumræður um blaðamennsku og helstu tækifæri og áskoranir fjölmiðla á tímum tæknibreytinga. Þar ræðir Helga Arnardóttir við Karl Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, Pál Ketilsson, ritstjóra Víkurfrétta á Suðurnesjum, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands, Valgerði Önnu Jóhannsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Heimildarinnar. Fundarstjóri er Helga Arnardóttir.
Fjölmiðlar Facebook Gervigreind Stafræn þróun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira