Bein útsending: Íslenskir fjölmiðlar, gervigreind og Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2024 12:00 Fréttamaður við störf. Bjarki Sigurðsson fréttamaður á vettvangi á kvennafrídaginn í október fyrir Stöð 2. RAX Hver er staða íslenskra fjölmiðla á tímum stafrænnar byltingar? Ættu Google og Meta að greiða útgefendum fjölmiðla fyrir fréttir og er hægt að verðmeta fréttir? Hver verða áhrif gervigreindar á blaðamennsku og ritstjórnir fjölmiðla? Þessar og fleiri spurningar verða til umræðu á málþingi menningar- og viðskiptaráðuneytisins sem fram fer fimmtudaginn 29. febrúar kl. 13:00-15:40 í Grósku, Bjargarvegi 1 í Reykjavík. Málþingið ber yfirskriftina „Fjölmiðlar á tímum stafrænnar byltingar“ og er öllum opið. Málþingið verður í beinu streymi sem fylgjast má með að neðan. Á málþinginu gera Anya Schiffrin og Haaris Mateen grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á verðmati frétta, sem fjölmiðlar deila á samfélagsmiðlum, fyrir alþjóðlega tæknirisa. Anya Schiffrin er forstöðumaður tækni, fjölmiðla- og samskiptadeildar School of International and Public Affairs, við Columbia-háskólann í New York og Haaris Mateen er hagfræðingur og kennari við Háskólann í Houston. David Caswell fjallar um notkun gervigreindar í blaðamennsku og áhrif hennar á fjölmiðlun. David Caswell er ráðgjafi á sviði nýsköpunar og gervigreindar í fréttavinnslu og leiddi áður stafræna þróun á fréttadeildum BBC, Tribune Publishing og Yahoo! Nic Newman fer yfir helstu stefnur og strauma í stafrænni fjölmiðlun 2024. Nic Newman er ráðgjafi um stafræna þróun hjá Reuters Institute við Oxford-háskóla og tengist málþinginu með rafrænum hætti. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Ólafssson nýdoktor í fjölmiðlafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fjalla um stöðu íslenskra fjölmiðla í breyttum heimi. Einnig verða innlegg frá Ingunni Láru Kristjánsdóttur, TikTok fréttamanni RÚV, og Víkurfréttum á Suðurnesjum. Í lok dagskrár fara fram pallborðsumræður um blaðamennsku og helstu tækifæri og áskoranir fjölmiðla á tímum tæknibreytinga. Þar ræðir Helga Arnardóttir við Karl Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, Pál Ketilsson, ritstjóra Víkurfrétta á Suðurnesjum, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands, Valgerði Önnu Jóhannsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Heimildarinnar. Fundarstjóri er Helga Arnardóttir. Fjölmiðlar Facebook Gervigreind Stafræn þróun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þessar og fleiri spurningar verða til umræðu á málþingi menningar- og viðskiptaráðuneytisins sem fram fer fimmtudaginn 29. febrúar kl. 13:00-15:40 í Grósku, Bjargarvegi 1 í Reykjavík. Málþingið ber yfirskriftina „Fjölmiðlar á tímum stafrænnar byltingar“ og er öllum opið. Málþingið verður í beinu streymi sem fylgjast má með að neðan. Á málþinginu gera Anya Schiffrin og Haaris Mateen grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á verðmati frétta, sem fjölmiðlar deila á samfélagsmiðlum, fyrir alþjóðlega tæknirisa. Anya Schiffrin er forstöðumaður tækni, fjölmiðla- og samskiptadeildar School of International and Public Affairs, við Columbia-háskólann í New York og Haaris Mateen er hagfræðingur og kennari við Háskólann í Houston. David Caswell fjallar um notkun gervigreindar í blaðamennsku og áhrif hennar á fjölmiðlun. David Caswell er ráðgjafi á sviði nýsköpunar og gervigreindar í fréttavinnslu og leiddi áður stafræna þróun á fréttadeildum BBC, Tribune Publishing og Yahoo! Nic Newman fer yfir helstu stefnur og strauma í stafrænni fjölmiðlun 2024. Nic Newman er ráðgjafi um stafræna þróun hjá Reuters Institute við Oxford-háskóla og tengist málþinginu með rafrænum hætti. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Ólafssson nýdoktor í fjölmiðlafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fjalla um stöðu íslenskra fjölmiðla í breyttum heimi. Einnig verða innlegg frá Ingunni Láru Kristjánsdóttur, TikTok fréttamanni RÚV, og Víkurfréttum á Suðurnesjum. Í lok dagskrár fara fram pallborðsumræður um blaðamennsku og helstu tækifæri og áskoranir fjölmiðla á tímum tæknibreytinga. Þar ræðir Helga Arnardóttir við Karl Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, Pál Ketilsson, ritstjóra Víkurfrétta á Suðurnesjum, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands, Valgerði Önnu Jóhannsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Heimildarinnar. Fundarstjóri er Helga Arnardóttir.
Fjölmiðlar Facebook Gervigreind Stafræn þróun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira