Grætur ekki gamla heimilið í Elliðaárdalnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 11:39 Svona var aðkoman í Skálará á ellefta tímanum í morgun. Vísir/Vilhelm Lengi hefur staðið til að rífa húsið Skálará í Elliðaárdalnum sem varð eldi að bráð í gærkvöldi. Fyrrverandi íbúi segir húsið hafa verið handónýtt og tilefni til að rífa það fyrir löngu síðan. Hann sér ekki á eftir heimili sínu um árabil. Eldur kviknaði í mannlausu húsinu á tíunda tímanum í gærkvöldi og gekk erfiðlega fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum. Húsið er hvað frægast fyrir að hafa laðað til sín kanínur árum saman sem sóttu í fóður sem leigutaki í húsinu gaf fuglum. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að búið hafi verið að sækja um leyfi fyrir niðurrifi hjá öllum tilskildum aðilum. „Það var komið leyfi en þetta var í bið hjá verktaka. Það átti að fara að rífa húsið og nú verður klárlega gengið í það sem allra fyrst,“ segir Eva Bergþóra. Á vettvangi eldsvoðans í morgun.Vísir/Vilhelm Hún hafði ekki fengið upplýsingar um möguleg eldsupptök. Aðspurð um hvað kom í stað hússins segir Eva Bergþóra ekkert á teikniborðinu. Samkvæmt því virðast áform um gróðurhús á svæðinu úr sögunni. Hallur Heiðar Hallsson bjó í Skálará neðan Stekkjarbakka um árabil. Hann leigði hluta hússins af borginni en hinn hlutann leigði Jón Þorgeir Ragnarsson sem er látinn. Hallur sá fréttir af eldsvoðanum á vefmiðlum í gærkvöldi, sótti kíkinn og fylgdist með eldsvoðanum úr fjarlægð úr glugga sínum. „Þetta var löngu orðið ónýtt og átti að vera búið að rífa þetta fyrir löngu,“ segir Hallur um fyrrverandi heimili sitt. Hann segist ekki vera einn af þeim sem hugsi með hjartanu eða nýranu. Hann beri engar tilfinningar til hússins sem var hans heimili um árabil. „Þetta míglak og var hreinlega heilsuspillandi,“ segir Hallur. Hann hafi sjálfur varað við því að kveikt yrði í húsinu og lægi á að rífa það. Hann rifjar upp að skúr við húsið hafi orðið eldi að bráð sumarið 2023. Þær viðvörunarbjöllur hefðu átt að duga fyrir borgina að ráðast í niðurrif hið fyrsta. Hallur Heiðar hefur verið nefndur verndari kanína í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Ástæðan er sú að kanínur sóttu mjög í svæðið við Skálará. Hallur Heiðar segist þó enginn sérstakur áhugamaður um kanínur. „Ég gaf hröfnunum og gæsunum fóður,“ segir Hallur Heiðar og svo hafi kanínur farið að venja komur sínar á svæðið. Kanínurnar hafa endurtekið komist í fréttirnar var Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um tíma með það til skoðunar að hreinlega útrýma þeim. Jón Þorgeir sagði í viðtali við Vísi árið 2010 útbreiddan misskilning að þeir héldu kanínur. Þeir hefðu aldrei keypt kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða,“ sagði Jón Þorgeir heitinn. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar.“ Hallur Heiðar segist raunar mun spenntari fyrir því að borða kanínukjöt en að eiga þær sem húsdýr. Það sama eigi við um gæsirnar sem hafi verið í dalnum sem hann hafi reglulega lagt sér til munns. Rætt var við Hall Heiðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2019. Reykjavík Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31 Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 "Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Eldur kviknaði í mannlausu húsinu á tíunda tímanum í gærkvöldi og gekk erfiðlega fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum. Húsið er hvað frægast fyrir að hafa laðað til sín kanínur árum saman sem sóttu í fóður sem leigutaki í húsinu gaf fuglum. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að búið hafi verið að sækja um leyfi fyrir niðurrifi hjá öllum tilskildum aðilum. „Það var komið leyfi en þetta var í bið hjá verktaka. Það átti að fara að rífa húsið og nú verður klárlega gengið í það sem allra fyrst,“ segir Eva Bergþóra. Á vettvangi eldsvoðans í morgun.Vísir/Vilhelm Hún hafði ekki fengið upplýsingar um möguleg eldsupptök. Aðspurð um hvað kom í stað hússins segir Eva Bergþóra ekkert á teikniborðinu. Samkvæmt því virðast áform um gróðurhús á svæðinu úr sögunni. Hallur Heiðar Hallsson bjó í Skálará neðan Stekkjarbakka um árabil. Hann leigði hluta hússins af borginni en hinn hlutann leigði Jón Þorgeir Ragnarsson sem er látinn. Hallur sá fréttir af eldsvoðanum á vefmiðlum í gærkvöldi, sótti kíkinn og fylgdist með eldsvoðanum úr fjarlægð úr glugga sínum. „Þetta var löngu orðið ónýtt og átti að vera búið að rífa þetta fyrir löngu,“ segir Hallur um fyrrverandi heimili sitt. Hann segist ekki vera einn af þeim sem hugsi með hjartanu eða nýranu. Hann beri engar tilfinningar til hússins sem var hans heimili um árabil. „Þetta míglak og var hreinlega heilsuspillandi,“ segir Hallur. Hann hafi sjálfur varað við því að kveikt yrði í húsinu og lægi á að rífa það. Hann rifjar upp að skúr við húsið hafi orðið eldi að bráð sumarið 2023. Þær viðvörunarbjöllur hefðu átt að duga fyrir borgina að ráðast í niðurrif hið fyrsta. Hallur Heiðar hefur verið nefndur verndari kanína í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Ástæðan er sú að kanínur sóttu mjög í svæðið við Skálará. Hallur Heiðar segist þó enginn sérstakur áhugamaður um kanínur. „Ég gaf hröfnunum og gæsunum fóður,“ segir Hallur Heiðar og svo hafi kanínur farið að venja komur sínar á svæðið. Kanínurnar hafa endurtekið komist í fréttirnar var Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um tíma með það til skoðunar að hreinlega útrýma þeim. Jón Þorgeir sagði í viðtali við Vísi árið 2010 útbreiddan misskilning að þeir héldu kanínur. Þeir hefðu aldrei keypt kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða,“ sagði Jón Þorgeir heitinn. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar.“ Hallur Heiðar segist raunar mun spenntari fyrir því að borða kanínukjöt en að eiga þær sem húsdýr. Það sama eigi við um gæsirnar sem hafi verið í dalnum sem hann hafi reglulega lagt sér til munns. Rætt var við Hall Heiðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2019.
Reykjavík Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31 Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 "Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31
Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00
"Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels