Grætur ekki gamla heimilið í Elliðaárdalnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 11:39 Svona var aðkoman í Skálará á ellefta tímanum í morgun. Vísir/Vilhelm Lengi hefur staðið til að rífa húsið Skálará í Elliðaárdalnum sem varð eldi að bráð í gærkvöldi. Fyrrverandi íbúi segir húsið hafa verið handónýtt og tilefni til að rífa það fyrir löngu síðan. Hann sér ekki á eftir heimili sínu um árabil. Eldur kviknaði í mannlausu húsinu á tíunda tímanum í gærkvöldi og gekk erfiðlega fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum. Húsið er hvað frægast fyrir að hafa laðað til sín kanínur árum saman sem sóttu í fóður sem leigutaki í húsinu gaf fuglum. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að búið hafi verið að sækja um leyfi fyrir niðurrifi hjá öllum tilskildum aðilum. „Það var komið leyfi en þetta var í bið hjá verktaka. Það átti að fara að rífa húsið og nú verður klárlega gengið í það sem allra fyrst,“ segir Eva Bergþóra. Á vettvangi eldsvoðans í morgun.Vísir/Vilhelm Hún hafði ekki fengið upplýsingar um möguleg eldsupptök. Aðspurð um hvað kom í stað hússins segir Eva Bergþóra ekkert á teikniborðinu. Samkvæmt því virðast áform um gróðurhús á svæðinu úr sögunni. Hallur Heiðar Hallsson bjó í Skálará neðan Stekkjarbakka um árabil. Hann leigði hluta hússins af borginni en hinn hlutann leigði Jón Þorgeir Ragnarsson sem er látinn. Hallur sá fréttir af eldsvoðanum á vefmiðlum í gærkvöldi, sótti kíkinn og fylgdist með eldsvoðanum úr fjarlægð úr glugga sínum. „Þetta var löngu orðið ónýtt og átti að vera búið að rífa þetta fyrir löngu,“ segir Hallur um fyrrverandi heimili sitt. Hann segist ekki vera einn af þeim sem hugsi með hjartanu eða nýranu. Hann beri engar tilfinningar til hússins sem var hans heimili um árabil. „Þetta míglak og var hreinlega heilsuspillandi,“ segir Hallur. Hann hafi sjálfur varað við því að kveikt yrði í húsinu og lægi á að rífa það. Hann rifjar upp að skúr við húsið hafi orðið eldi að bráð sumarið 2023. Þær viðvörunarbjöllur hefðu átt að duga fyrir borgina að ráðast í niðurrif hið fyrsta. Hallur Heiðar hefur verið nefndur verndari kanína í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Ástæðan er sú að kanínur sóttu mjög í svæðið við Skálará. Hallur Heiðar segist þó enginn sérstakur áhugamaður um kanínur. „Ég gaf hröfnunum og gæsunum fóður,“ segir Hallur Heiðar og svo hafi kanínur farið að venja komur sínar á svæðið. Kanínurnar hafa endurtekið komist í fréttirnar var Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um tíma með það til skoðunar að hreinlega útrýma þeim. Jón Þorgeir sagði í viðtali við Vísi árið 2010 útbreiddan misskilning að þeir héldu kanínur. Þeir hefðu aldrei keypt kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða,“ sagði Jón Þorgeir heitinn. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar.“ Hallur Heiðar segist raunar mun spenntari fyrir því að borða kanínukjöt en að eiga þær sem húsdýr. Það sama eigi við um gæsirnar sem hafi verið í dalnum sem hann hafi reglulega lagt sér til munns. Rætt var við Hall Heiðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2019. Reykjavík Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31 Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 "Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Eldur kviknaði í mannlausu húsinu á tíunda tímanum í gærkvöldi og gekk erfiðlega fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum. Húsið er hvað frægast fyrir að hafa laðað til sín kanínur árum saman sem sóttu í fóður sem leigutaki í húsinu gaf fuglum. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að búið hafi verið að sækja um leyfi fyrir niðurrifi hjá öllum tilskildum aðilum. „Það var komið leyfi en þetta var í bið hjá verktaka. Það átti að fara að rífa húsið og nú verður klárlega gengið í það sem allra fyrst,“ segir Eva Bergþóra. Á vettvangi eldsvoðans í morgun.Vísir/Vilhelm Hún hafði ekki fengið upplýsingar um möguleg eldsupptök. Aðspurð um hvað kom í stað hússins segir Eva Bergþóra ekkert á teikniborðinu. Samkvæmt því virðast áform um gróðurhús á svæðinu úr sögunni. Hallur Heiðar Hallsson bjó í Skálará neðan Stekkjarbakka um árabil. Hann leigði hluta hússins af borginni en hinn hlutann leigði Jón Þorgeir Ragnarsson sem er látinn. Hallur sá fréttir af eldsvoðanum á vefmiðlum í gærkvöldi, sótti kíkinn og fylgdist með eldsvoðanum úr fjarlægð úr glugga sínum. „Þetta var löngu orðið ónýtt og átti að vera búið að rífa þetta fyrir löngu,“ segir Hallur um fyrrverandi heimili sitt. Hann segist ekki vera einn af þeim sem hugsi með hjartanu eða nýranu. Hann beri engar tilfinningar til hússins sem var hans heimili um árabil. „Þetta míglak og var hreinlega heilsuspillandi,“ segir Hallur. Hann hafi sjálfur varað við því að kveikt yrði í húsinu og lægi á að rífa það. Hann rifjar upp að skúr við húsið hafi orðið eldi að bráð sumarið 2023. Þær viðvörunarbjöllur hefðu átt að duga fyrir borgina að ráðast í niðurrif hið fyrsta. Hallur Heiðar hefur verið nefndur verndari kanína í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Ástæðan er sú að kanínur sóttu mjög í svæðið við Skálará. Hallur Heiðar segist þó enginn sérstakur áhugamaður um kanínur. „Ég gaf hröfnunum og gæsunum fóður,“ segir Hallur Heiðar og svo hafi kanínur farið að venja komur sínar á svæðið. Kanínurnar hafa endurtekið komist í fréttirnar var Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um tíma með það til skoðunar að hreinlega útrýma þeim. Jón Þorgeir sagði í viðtali við Vísi árið 2010 útbreiddan misskilning að þeir héldu kanínur. Þeir hefðu aldrei keypt kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða,“ sagði Jón Þorgeir heitinn. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar.“ Hallur Heiðar segist raunar mun spenntari fyrir því að borða kanínukjöt en að eiga þær sem húsdýr. Það sama eigi við um gæsirnar sem hafi verið í dalnum sem hann hafi reglulega lagt sér til munns. Rætt var við Hall Heiðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2019.
Reykjavík Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31 Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 "Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31
Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00
"Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41