Lögreglumaður í Ástralíu grunaður um tvöfalt morð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2024 08:56 Luke Davies og Jesse Baird. Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa fundið líkamsleifar sem þau telja tilheyra Jesse Baird og Luke Davies. Líkamsleifa mannanna hefur verið leitað en lögreglumaður í Nýju Suður Wales var á dögunum ákærður fyrir að myrða parið. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Syndey og Ástralíu allri. Lögreglumaðurinn og fyrrverandi bloggarinn Beau Lamarre, 28 ára, átti í sambandi við Baird sem er sagt hafa endað illa. Baird, sem var sjónvarpsþáttastjórnandi, hóf síðar samband við Davies, flugþjón hjá Qantas, sem virðist hafa reitt Lamarre til reiði. Beau Lamarre. Lamarre tók út vopn á lögreglustöðinni í Miranda í suðurhluta Sydney 16. febrúar síðastliðinn og 19. febrúar heyrðu nágrannar Baird hleypt af byssu á heimili hans. Davies virðis hafa getað hringt í viðbragðsaðila áður en hann lést en sambandið slitnaði. Seinna um kvöldið leigði Lamarre lítinn flutningabíl og játaði verknaðinn að hluta daginn eftir, þegar hann sagði kunningja frá því að hann hefði átt þátt í dauða tveggja einstaklinga. Þann 21. febrúar fannst blóðugur fatnaður og aðrir munir í rusli og í kjölfarið var gerð húsleit á heimili Baird. Lamarre gaf sig fram þann 23. febrúar en reyndist ekki samstarfsfús fyrr en í morgun. Í kjölfarið fundust líkamsleifar í brimbrettatöskum á landareign í Bungonia, sem taldar eru Baird og Davies. Lamarre er sagður hafa ofsótt Baird um nokkurt skeið og þá virðist hann hafa freistað þess að telja vinum Baird trú um að hann væri fluttur í burt, með því að senda skilaboð úr síma Baird. Chris Minns, æðsti embættismaður Nýju Suður Wales, sagði eftir fundinn að liðin vika hefði verið sú erfiðasta sem ástvinir Baird og Davies hefðu upplifað. „Við getum aðeins vonað að þeir finni frið og huggun í fullvissu þessara sorglegu tíðinda,“ sagði hann. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Morðin hafa vakið mikinn óhug í Syndey og Ástralíu allri. Lögreglumaðurinn og fyrrverandi bloggarinn Beau Lamarre, 28 ára, átti í sambandi við Baird sem er sagt hafa endað illa. Baird, sem var sjónvarpsþáttastjórnandi, hóf síðar samband við Davies, flugþjón hjá Qantas, sem virðist hafa reitt Lamarre til reiði. Beau Lamarre. Lamarre tók út vopn á lögreglustöðinni í Miranda í suðurhluta Sydney 16. febrúar síðastliðinn og 19. febrúar heyrðu nágrannar Baird hleypt af byssu á heimili hans. Davies virðis hafa getað hringt í viðbragðsaðila áður en hann lést en sambandið slitnaði. Seinna um kvöldið leigði Lamarre lítinn flutningabíl og játaði verknaðinn að hluta daginn eftir, þegar hann sagði kunningja frá því að hann hefði átt þátt í dauða tveggja einstaklinga. Þann 21. febrúar fannst blóðugur fatnaður og aðrir munir í rusli og í kjölfarið var gerð húsleit á heimili Baird. Lamarre gaf sig fram þann 23. febrúar en reyndist ekki samstarfsfús fyrr en í morgun. Í kjölfarið fundust líkamsleifar í brimbrettatöskum á landareign í Bungonia, sem taldar eru Baird og Davies. Lamarre er sagður hafa ofsótt Baird um nokkurt skeið og þá virðist hann hafa freistað þess að telja vinum Baird trú um að hann væri fluttur í burt, með því að senda skilaboð úr síma Baird. Chris Minns, æðsti embættismaður Nýju Suður Wales, sagði eftir fundinn að liðin vika hefði verið sú erfiðasta sem ástvinir Baird og Davies hefðu upplifað. „Við getum aðeins vonað að þeir finni frið og huggun í fullvissu þessara sorglegu tíðinda,“ sagði hann.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira