KSÍ hélt sitt 78. ársþing í Framheimilinu í Úlfarsárdal í dag. Þar var Þorvaldur Örlygsson kjörinn nýr formaður sambandsins og þá voru ýmsar tillögur samþykktar eða felldar. Eftir að Þorvaldur var kosinn var komið að því að kjósa í nýja stjórn sambandsins.
Þar voru alls sjö aðilar sem komu til greina en aðeins fjórir komust í stjórn. Það voru þeir Þorkell Máni Pétursson, Ingi Sigurðsson, Pálmi Haraldsson og Sveinn Gíslason.
Þeir sem komust ekki inn voru þeir Sigfús Kárason, Sigurður Örn Jónsson og Pétur Marteinsson.