Það er dýrt að spara orkuna fyrir ríkið Gísli Stefánsson skrifar 23. febrúar 2024 11:00 Nú hafa Orkumálaráðherra, Landsnet, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og atvinnulífið í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um að lagðir verði tveir nýjir rafstrengir milli lands og eyja. Lagning strengjanna mun án efa styrkja atvinnulíf og auka gæði búsetu í Eyjum enn frekar… ef…tekst að búa til orkuna sem sem nú er skortur á í landinu. Gaddavírinn kemur í veg fyrir leyfin Leyfisveitingakerfinu má líkja við ókleifar gaddavírsgirðingar sem tekur mörg ár að klippa sig í gegnum og þjónar engum öðrum tilgangi en að vernda umhverfið sem brennsla jarðefnaeldsneytisins fær á meðan að skaða. Á meðan er grunnt á orkunni sem þörf er á víða um land. Orkunni ekki sóað í Eyjum Í orkuskorti má færa rök fyrir því jafnt sem í eðlilegu árferði að orkunni skal ekki sóa. Hér í Eyjum er varmadælustöð sem er frábært tæki til orkusparnaðar, en hún breytir 3MW af raforku yfir í 9MW af varmaorku til húshitunar. Þetta er mjög umhverfisvænt og á að koma í veg fyrir brennslu jarðefnaeldsneytis sem annars þyrfti að grípa til þegar kemur til skerðinga á raforku til fjarvarmaveitunnar í Eyjum. Á að vera dýrt að spara? En nú vandast málið. Með því að spara 6 MW af rafmagni hækkar flutningskostnaður raforkunar hjá Landsneti upp úr öllu valdi því gjaldskráin gerir ekki ráð fyrir því að orka sé spöruð. Þetta er einn helsti þátturinn í því að nú hafa hitaveitureikningar Vestmannaeyinga hækkað um 25% á innan við ári. Það er eðlilegt þegar næg orka er til skiptana að verðlauna þá sem kaupa meira með lægra verði en það skýtur skökku við í orkuskorti að refsa þeim sem spara. Hvati gegn orkuskiptum Hér er ríkið með módel sem hvetur til hækkunnar gjalda óháð orkuskorti, verðbólgu og háu vaxtastigi. Við erum semsagt með kerfi sem þjónar öðrum tilgangi en það þarf að gera í aðstæðum dagsins í dag og vinnur gegn þeim sem þurfa að nýta þjónustuna. Til að vinna á móti þróuninni hefur ríkið svo valið að auka niðurgreiðslu til Vestmannaeyinga úr Orkusjóði sem kemur ekki á móti hækkuninn nema að hluta. Ríkið færir því fjármagn á milli vasa sem er heldur ekki frítt því það kostar mannafla til útreikninga og eftirlits. Rekstrarhæf verð á orku til innviða Nú væri nær að hætta þessu vasatilfærslum sem eru ekkert annað en plástrar og tryggja að hvatar séu í kerfinu til þess að spara orkuna. Sér í lagi þegar orkuframleiðandinn, sem er líka ríkið, hefur lýst yfir orkuskorti á Íslandi. Þeir sem halda uppi innviðum í samfélögum um allt land þurfa að hafa aðgengi að orku til þeirra innviða á rekstrarhæfu verði. Nýleg skýrsla ÍSOR um hitaveitur á Íslandi sýnir að 2/3 hitaveitna á landinu eru í vanda. Ekki er hægt að útiloka það að einhver af þeim veitum þurfi í framtíðinni að nýta raforku til húshitunar líkt. Þörfin á lagfæringu í þessum málaflokki er því augljós og því megum við engan tíma missa. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Gísli Stefánsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa Orkumálaráðherra, Landsnet, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og atvinnulífið í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um að lagðir verði tveir nýjir rafstrengir milli lands og eyja. Lagning strengjanna mun án efa styrkja atvinnulíf og auka gæði búsetu í Eyjum enn frekar… ef…tekst að búa til orkuna sem sem nú er skortur á í landinu. Gaddavírinn kemur í veg fyrir leyfin Leyfisveitingakerfinu má líkja við ókleifar gaddavírsgirðingar sem tekur mörg ár að klippa sig í gegnum og þjónar engum öðrum tilgangi en að vernda umhverfið sem brennsla jarðefnaeldsneytisins fær á meðan að skaða. Á meðan er grunnt á orkunni sem þörf er á víða um land. Orkunni ekki sóað í Eyjum Í orkuskorti má færa rök fyrir því jafnt sem í eðlilegu árferði að orkunni skal ekki sóa. Hér í Eyjum er varmadælustöð sem er frábært tæki til orkusparnaðar, en hún breytir 3MW af raforku yfir í 9MW af varmaorku til húshitunar. Þetta er mjög umhverfisvænt og á að koma í veg fyrir brennslu jarðefnaeldsneytis sem annars þyrfti að grípa til þegar kemur til skerðinga á raforku til fjarvarmaveitunnar í Eyjum. Á að vera dýrt að spara? En nú vandast málið. Með því að spara 6 MW af rafmagni hækkar flutningskostnaður raforkunar hjá Landsneti upp úr öllu valdi því gjaldskráin gerir ekki ráð fyrir því að orka sé spöruð. Þetta er einn helsti þátturinn í því að nú hafa hitaveitureikningar Vestmannaeyinga hækkað um 25% á innan við ári. Það er eðlilegt þegar næg orka er til skiptana að verðlauna þá sem kaupa meira með lægra verði en það skýtur skökku við í orkuskorti að refsa þeim sem spara. Hvati gegn orkuskiptum Hér er ríkið með módel sem hvetur til hækkunnar gjalda óháð orkuskorti, verðbólgu og háu vaxtastigi. Við erum semsagt með kerfi sem þjónar öðrum tilgangi en það þarf að gera í aðstæðum dagsins í dag og vinnur gegn þeim sem þurfa að nýta þjónustuna. Til að vinna á móti þróuninni hefur ríkið svo valið að auka niðurgreiðslu til Vestmannaeyinga úr Orkusjóði sem kemur ekki á móti hækkuninn nema að hluta. Ríkið færir því fjármagn á milli vasa sem er heldur ekki frítt því það kostar mannafla til útreikninga og eftirlits. Rekstrarhæf verð á orku til innviða Nú væri nær að hætta þessu vasatilfærslum sem eru ekkert annað en plástrar og tryggja að hvatar séu í kerfinu til þess að spara orkuna. Sér í lagi þegar orkuframleiðandinn, sem er líka ríkið, hefur lýst yfir orkuskorti á Íslandi. Þeir sem halda uppi innviðum í samfélögum um allt land þurfa að hafa aðgengi að orku til þeirra innviða á rekstrarhæfu verði. Nýleg skýrsla ÍSOR um hitaveitur á Íslandi sýnir að 2/3 hitaveitna á landinu eru í vanda. Ekki er hægt að útiloka það að einhver af þeim veitum þurfi í framtíðinni að nýta raforku til húshitunar líkt. Þörfin á lagfæringu í þessum málaflokki er því augljós og því megum við engan tíma missa. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar