„Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2024 12:30 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum. Í fyrrasumar sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða króna vegna meints ólögmæts samráðs fyrirtækisins við samkeppnisaðila sinn á skipaflutningamarkaði, Eimskip. Meint brot áttu sér stað á árunum 2008 til 2013 en Eimskip hafði tveimur árum áður gert sátt í sama máli og greitt sekt upp á einn og hálfan milljarð. Þetta eru tvær stærstu sektir í sögu Samkeppniseftirlitsins. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir hálfu ári. Klippa: Sektir fari hækkandi Samskip hefur áfrýjað sektinni og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. 62 milljarðar Að beiðni Félags atvinnurekenda, Neytendasamtakanna og VR vann ráðgjafarfyrirtækið Analytica frummat á tjóni vegna meints samráðs skipafélaganna. Samkvæmt því kostaði það íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á þessum fimm árum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir áhrif þess gríðarleg. „Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur. Þær ættu kannski ekki að þurfa að koma fólki á óvart í ljósi þess hvað flutningskostnaður vegur þungt í vöruverði og kostnaði fyrirtækja í þessu landi sem er langt frá helstu mörkuðum,“ segir Ólafur. Fyrir þá sem íhuga skaðabótamál Neytendur innfluttra vara þurftu að borga 26 milljörðum meira á tímabilinu samkvæmt frummatinu. „Svo er það verðtryggðu lánin hjá eigendum húsnæðis sem hækkuðu um 17,4 milljarða vegna vísitölubreytinga sem urðu vegna þess að gjaldskrár skipafélaganna hækkuðu umfram almennt verðlag,“ segir Ólafur. Hann segir tilgang frummatsins vera að sýna fram á alvarleika meintra brota skipafélaganna. „Við fórum í þessa vinnu til þess að fá eitthvert áþreifanlegt mat á tjóninu því það er út af fyrir sig ekki hlutverk Samkeppniseftirlitsins að sýna fram á það. Sömuleiðis til þess að búa til ákveðin grundvöll fyrir bæði einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér skaðabótamálum á hendur skipafélögunum,“ segir Ólafur. Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Neytendur Skipaflutningar Efnahagsmál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í fyrrasumar sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða króna vegna meints ólögmæts samráðs fyrirtækisins við samkeppnisaðila sinn á skipaflutningamarkaði, Eimskip. Meint brot áttu sér stað á árunum 2008 til 2013 en Eimskip hafði tveimur árum áður gert sátt í sama máli og greitt sekt upp á einn og hálfan milljarð. Þetta eru tvær stærstu sektir í sögu Samkeppniseftirlitsins. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir hálfu ári. Klippa: Sektir fari hækkandi Samskip hefur áfrýjað sektinni og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. 62 milljarðar Að beiðni Félags atvinnurekenda, Neytendasamtakanna og VR vann ráðgjafarfyrirtækið Analytica frummat á tjóni vegna meints samráðs skipafélaganna. Samkvæmt því kostaði það íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á þessum fimm árum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir áhrif þess gríðarleg. „Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur. Þær ættu kannski ekki að þurfa að koma fólki á óvart í ljósi þess hvað flutningskostnaður vegur þungt í vöruverði og kostnaði fyrirtækja í þessu landi sem er langt frá helstu mörkuðum,“ segir Ólafur. Fyrir þá sem íhuga skaðabótamál Neytendur innfluttra vara þurftu að borga 26 milljörðum meira á tímabilinu samkvæmt frummatinu. „Svo er það verðtryggðu lánin hjá eigendum húsnæðis sem hækkuðu um 17,4 milljarða vegna vísitölubreytinga sem urðu vegna þess að gjaldskrár skipafélaganna hækkuðu umfram almennt verðlag,“ segir Ólafur. Hann segir tilgang frummatsins vera að sýna fram á alvarleika meintra brota skipafélaganna. „Við fórum í þessa vinnu til þess að fá eitthvert áþreifanlegt mat á tjóninu því það er út af fyrir sig ekki hlutverk Samkeppniseftirlitsins að sýna fram á það. Sömuleiðis til þess að búa til ákveðin grundvöll fyrir bæði einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér skaðabótamálum á hendur skipafélögunum,“ segir Ólafur.
Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Neytendur Skipaflutningar Efnahagsmál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira