Vilja rannsaka ummerki Tyrkjaránsins í erfðamengi Íslendinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 11:11 Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Vilhelm Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að gera rannsókn á ummerkjum Tyrkjaránsins í erfðamengi Íslendinga á Íslandi og finni blandaða afkomendur Íslendinganna í Alsír. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þingsályktunartillögu þeirra sem lögð var fram á Alþingi í gær. Þingmennirnir sem um ræðir eru þau Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason. Í tillögu þeirra leggja þingmennirnir til að forsætisráðherra verði falið að skipa nefnd til að undirbúa viðburð til minningar um Tyrkjaránið í tilefni þess að árið 2027 verði fjögur hundruð ár liðin frá Tyrkjaráninu 1627. Það er þegar ræningjaskip komu að Íslandi frá Norður-Afríku. Ránsmennirnir voru frá Marokkó og Alsír og komu að í Grindavík, á Austfjörðum og loks í Vestmannaeyjum. Hátt í fjögur hundruð Íslendingar voru numdir á brott sem þrælar til Marokkó og Alsír og hátt í fimmtíu drepnir eða limlestir. Minnisvarði í Vestmannaeyjum Segja þingmennirnir í tillögu sinni að Íslensk erfðagreining hafi reynslu af því að leita að litningabútum úr erfðamengi framandi einstaklinga sem blönduðust íslenskri þjóð á öldum áður. Sagan um Hans Jónatan sé líklega best þekkta dæmið. Segja þingmennirnir að málið hafi verið rætt við Íslenska erfðagreiningu og að fyrirtækið hafi tekið vel í tillöguna. Lagt er til að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar í Vestmannaeyjum þann 16. júlí árið 2027. Ennfremur leggja þingmennirnir til að í Vestmannaeyjum, þar sem blóðtaka ránsins hafi verið langmest, verði reistur minnisvarði um viðburðinn, sem þingmennirnir segja að hafi verið heimssögulegur. Hann verði afhjúpaður sama dag, þann 16. júlí að viðstöddum fulltrúum þjóðþinga þeirra landa sem helst komu við sögu, Danmörk, Holland, Alsír, Marokkó auk fleiri landa. Þingmennirnir leggja til að nefndin efni til hönnunarsamkeppni um minnisvarðann og annist síðan kaup á sigurverkinu. Nefndin stofni auk þess fræðslusjóð og skipi stjórn hans. Sjóðurinn starfi tímabundið og styrki fræðsluverkefni um Tyrkjaránið í hlutaðeigandi sveitarfélögum á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum og í Grindavík á árinu 2027. Vestmannaeyjar Grindavík Múlaþing Alþingi Alsír Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í þingsályktunartillögu þeirra sem lögð var fram á Alþingi í gær. Þingmennirnir sem um ræðir eru þau Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason. Í tillögu þeirra leggja þingmennirnir til að forsætisráðherra verði falið að skipa nefnd til að undirbúa viðburð til minningar um Tyrkjaránið í tilefni þess að árið 2027 verði fjögur hundruð ár liðin frá Tyrkjaráninu 1627. Það er þegar ræningjaskip komu að Íslandi frá Norður-Afríku. Ránsmennirnir voru frá Marokkó og Alsír og komu að í Grindavík, á Austfjörðum og loks í Vestmannaeyjum. Hátt í fjögur hundruð Íslendingar voru numdir á brott sem þrælar til Marokkó og Alsír og hátt í fimmtíu drepnir eða limlestir. Minnisvarði í Vestmannaeyjum Segja þingmennirnir í tillögu sinni að Íslensk erfðagreining hafi reynslu af því að leita að litningabútum úr erfðamengi framandi einstaklinga sem blönduðust íslenskri þjóð á öldum áður. Sagan um Hans Jónatan sé líklega best þekkta dæmið. Segja þingmennirnir að málið hafi verið rætt við Íslenska erfðagreiningu og að fyrirtækið hafi tekið vel í tillöguna. Lagt er til að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar í Vestmannaeyjum þann 16. júlí árið 2027. Ennfremur leggja þingmennirnir til að í Vestmannaeyjum, þar sem blóðtaka ránsins hafi verið langmest, verði reistur minnisvarði um viðburðinn, sem þingmennirnir segja að hafi verið heimssögulegur. Hann verði afhjúpaður sama dag, þann 16. júlí að viðstöddum fulltrúum þjóðþinga þeirra landa sem helst komu við sögu, Danmörk, Holland, Alsír, Marokkó auk fleiri landa. Þingmennirnir leggja til að nefndin efni til hönnunarsamkeppni um minnisvarðann og annist síðan kaup á sigurverkinu. Nefndin stofni auk þess fræðslusjóð og skipi stjórn hans. Sjóðurinn starfi tímabundið og styrki fræðsluverkefni um Tyrkjaránið í hlutaðeigandi sveitarfélögum á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum og í Grindavík á árinu 2027.
Vestmannaeyjar Grindavík Múlaþing Alþingi Alsír Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira