Bandaríkjamenn leggja til að öryggisráðið krefjist vopnahlés Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2024 18:50 Linda Thomas-Greenfield, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. David Dee Delgado/Getty Fulltrúar Bandaríkjanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu að ályktun öryggisráðsins þar sem stuðningi við tímabundið vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs er lýst yfir. Þetta segir í frétt fréttaveitunnar Reuters, sem hefur tillöguna undir höndum. Þar segir að Bandaríkin hafi hingað til viljað forðast að orðið vopnahlé komi fyrir í ályktunum öryggisráðsins. Nú leggi þau til að öryggisráðið lýsi yfir stuðningi við tímabundið vopnahlé, sem koma ætti á eins fljótt og auðið er. Sagðist myndi beita neitunarvaldi Fulltrúar Alsírs í öryggisráðinu óskuðu eftir því á laugardag að ráðið myndi greiða atkvæði á fimmtudag um tillögu Alsírs að ályktun um tafarlaust vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas-samtakanna. Linda Thomas-Greenfield, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tilkynnti um helgina að Bandaríkin myndu beita neitunarvaldi sínu ef til atkvæðagreiðslu kæmi. Bandaríkin búa yfir neitunarvaldi í öryggisráðinu sem eitt fimm ríkja með fast sæti í ráðinu. Þau hafa í tvígang beitt því frá því að yfirstandandi átök brutust út fyrir botni Miðjarðarhafs. Ítreka áhyggjur af innrás í Rafa Ísraelsher hefur tilkynnt að hann muni láta til skarar skríða í Rafa á suðurhluta Gasa fyrir Ramadan ef Hamas-samtökin láta ekki þá gísla sem enn eru í haldi samtakanna lausa. Ramadan, föstumánuður múslima, hefst 10. mars. Áform Ísraela hafa verið harðlega gagnrýnd og bent hefur verið á að gríðarlegt mannfall almennra borgar myndi fylgja þeim. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt áformin er Joe Biden Bandaríkjaforseti. Hann hefur hvatt Ísraela til að tryggja það að almennum borgurum yrði bjargað frá svæðinu fyrir innrásina. Engin áætlun um slíkt liggur fyrir og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði um helgina ekki koma til greina að hætta við innrásina. Í frétt Reuters segir að tillaga Bandaríkjanna feli í sér að öryggisráði álykti að meiriháttar árás inn í Rafa nú myndi fela í sér frekari mannfall meðal almennra borgara og að fleiri þeirra yrðu hraktir á flótta, meðal annars til nágrannalanda Palestínu. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Þetta segir í frétt fréttaveitunnar Reuters, sem hefur tillöguna undir höndum. Þar segir að Bandaríkin hafi hingað til viljað forðast að orðið vopnahlé komi fyrir í ályktunum öryggisráðsins. Nú leggi þau til að öryggisráðið lýsi yfir stuðningi við tímabundið vopnahlé, sem koma ætti á eins fljótt og auðið er. Sagðist myndi beita neitunarvaldi Fulltrúar Alsírs í öryggisráðinu óskuðu eftir því á laugardag að ráðið myndi greiða atkvæði á fimmtudag um tillögu Alsírs að ályktun um tafarlaust vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas-samtakanna. Linda Thomas-Greenfield, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tilkynnti um helgina að Bandaríkin myndu beita neitunarvaldi sínu ef til atkvæðagreiðslu kæmi. Bandaríkin búa yfir neitunarvaldi í öryggisráðinu sem eitt fimm ríkja með fast sæti í ráðinu. Þau hafa í tvígang beitt því frá því að yfirstandandi átök brutust út fyrir botni Miðjarðarhafs. Ítreka áhyggjur af innrás í Rafa Ísraelsher hefur tilkynnt að hann muni láta til skarar skríða í Rafa á suðurhluta Gasa fyrir Ramadan ef Hamas-samtökin láta ekki þá gísla sem enn eru í haldi samtakanna lausa. Ramadan, föstumánuður múslima, hefst 10. mars. Áform Ísraela hafa verið harðlega gagnrýnd og bent hefur verið á að gríðarlegt mannfall almennra borgar myndi fylgja þeim. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt áformin er Joe Biden Bandaríkjaforseti. Hann hefur hvatt Ísraela til að tryggja það að almennum borgurum yrði bjargað frá svæðinu fyrir innrásina. Engin áætlun um slíkt liggur fyrir og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði um helgina ekki koma til greina að hætta við innrásina. Í frétt Reuters segir að tillaga Bandaríkjanna feli í sér að öryggisráði álykti að meiriháttar árás inn í Rafa nú myndi fela í sér frekari mannfall meðal almennra borgara og að fleiri þeirra yrðu hraktir á flótta, meðal annars til nágrannalanda Palestínu.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira