Sorgarmiðstöð Alma D. Möller skrifar 18. febrúar 2024 10:30 Þakkir til Sorgarmiðstöðvar Sorgarmiðstöð var opnuð árið 2019. Unnið er markvisst að því að samræma úrræði fyrir syrgjendur, efla samfélagsumræðu um sorg, stuðla að skilvirkari upplýsingagjöf og ráðgjöf ásamt því að almennt gæta hagsmuna þeirra sem syrgja. Frá stofnun hennar hefur verið lögð áhersla á að halda úti öflugu stuðningshópastarfi fyrir syrgjendur. Einnig sinnir miðstöðin fræðslustarfi í skólum, heldur reglulega fræðsluerindi fyrir syrgjendur, sinnir stuðningi og fræðslu á vinnustöðum og býður uppá margvíslega samveru. Landlæknir fékk þann heiður að vera verndari Sorgarmiðstöðvar og með því er áréttað að stuðningur við syrgjendur falli undir lýðheilsustarf og sé mikilvægur þáttur lýðheilsu. Embætti landlæknis og Sorgarmiðstöð hafa starfað saman frá stofnun Sorgarmiðstöðvar, meðal annars við gerð upplýsingaefnis, að vitundarvakningu og að forvarnarverkefnum í tengslum við sjálfsvíg. Bent er á bæklingana Í kjölfar skyndilegs andláts (í endurskoðun þar sem dánarvottorð eru orðin rafræn) og Í kjölfar sjálfsvígs. Undirrituð flytur starfsfólki, sjálfboðaliðum og stjórn Sorgarmiðstöðvar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt starf og gott samstarf. Sorgarviðbrögð og snemmtæk íhlutun Mikilvægt er að hafa í huga að sorgin er eðlilegt viðbragð með margvíslegri birtingarmynd og stigum tilfinninga, allt frá afneitun, reiði og jafnvel sektarkennd, til úrvinnslu, sáttar og skilnings. Flest ná að aðlagast breyttum veruleika með tímanum, en önnur þurfa að upplifa og takast á við langvinna sorg með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum. Rannsóknir benda til að þau sem upplifa mikla sorg eru í aukinni áhættu á ýmsum geðröskunum, t.d. þunglyndi, kvíða, sjálfsvígshugsunum og áfallastreituröskun sem og líkamlegum sjúkdómum, einkum hjarta-og æðasjúkdómum. Því þarf að grípa snemma inn þegar syrgjandi hefur alvarleg einkenni og mikilvægt er að viðeigandi úrræði séu fyrir hendi Sífellt fleiri leita sér stuðnings og ráðgjafar hjá Sorgarmiðstöð enda umræðan um sorg og mikilvægi sorgarúrvinnslu opnari en áður var. Sorgarmiðstöð vinnur náið með fagaðilum á landinu, s.s. heilbrigðisstofnunum, kirkjum, sveitarfélögum, viðbragðsaðilum og skólum, til að hlúa sem best að syrgjendum og tryggja aðgengi að upplýsingum og úrræðum tengdum sorgarúrvinnslu. Þakkir frá Sorgarmiðstöð Sorgarmiðstöð fékk á dögunum veglegan styrk í tengslum við samning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Sú fjárveiting mun gera Sorgarmiðstöðinni kleift að styrkja þjónustu sína við syrgjendur, bæði börn og fullorðna en sérstök áhersla er á sorg og sorgarviðbrögð barna og stuðning eftir skyndilegan missi. Meðal annars er horft til þess að auka aðgengi að ráðgjafasamtölum, stuðningshópastarfi og jafningjastuðningi Sorgarmiðstöðvarinnar. Þá mun miðstöðin halda áfram að styðja við innleiðingu áfallamiðaðrar nálgunar í skólum og nærsamfélagi barna sem og að efla kennara og umsjónaraðila barna í viðbrögðum við sorg og missi. Styrktarsamningur ráðuneytanna við Sorgarmiðstöð er liður í stefnu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum um fjölbreytt og snemmtæk inngrip og úrræði sem efla geðheilbrigði og draga úr áhrifum áfalla á lífsgæði samhliða því að samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Þetta samstarf þriggja ráðuneyta vitnar um aukinn skilning á áhrifum missis á lýðheilsu og gerir Sorgarmiðstöð kleift að styðja áfram við faglega nálgun í sorgarúrvinnslu einstaklinga. Þetta er jafnframt mikil viðurkenning á starfsemi Sorgarmiðstöðvar. Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar eru hér færðar hjartans þakkir til ráðherra og starfsfólks mennta- og barnamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Einnig eru þakkir til allra samstarfsaðila og velunnara; þeirra sem stutt hafa Sorgarmiðstöð frá stofnun hennar, einstaklinga, félaga, fyrirtækja og sjóða. Sérstakar þakkir til Hafnarfjarðarbæjar, fyrir velvilja í garð miðstöðvarinnar, en hún hefur aðsetur í Lífsgæðasetri St. Jó. Höfundur er landlæknir og verndari Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Sorg Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þakkir til Sorgarmiðstöðvar Sorgarmiðstöð var opnuð árið 2019. Unnið er markvisst að því að samræma úrræði fyrir syrgjendur, efla samfélagsumræðu um sorg, stuðla að skilvirkari upplýsingagjöf og ráðgjöf ásamt því að almennt gæta hagsmuna þeirra sem syrgja. Frá stofnun hennar hefur verið lögð áhersla á að halda úti öflugu stuðningshópastarfi fyrir syrgjendur. Einnig sinnir miðstöðin fræðslustarfi í skólum, heldur reglulega fræðsluerindi fyrir syrgjendur, sinnir stuðningi og fræðslu á vinnustöðum og býður uppá margvíslega samveru. Landlæknir fékk þann heiður að vera verndari Sorgarmiðstöðvar og með því er áréttað að stuðningur við syrgjendur falli undir lýðheilsustarf og sé mikilvægur þáttur lýðheilsu. Embætti landlæknis og Sorgarmiðstöð hafa starfað saman frá stofnun Sorgarmiðstöðvar, meðal annars við gerð upplýsingaefnis, að vitundarvakningu og að forvarnarverkefnum í tengslum við sjálfsvíg. Bent er á bæklingana Í kjölfar skyndilegs andláts (í endurskoðun þar sem dánarvottorð eru orðin rafræn) og Í kjölfar sjálfsvígs. Undirrituð flytur starfsfólki, sjálfboðaliðum og stjórn Sorgarmiðstöðvar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt starf og gott samstarf. Sorgarviðbrögð og snemmtæk íhlutun Mikilvægt er að hafa í huga að sorgin er eðlilegt viðbragð með margvíslegri birtingarmynd og stigum tilfinninga, allt frá afneitun, reiði og jafnvel sektarkennd, til úrvinnslu, sáttar og skilnings. Flest ná að aðlagast breyttum veruleika með tímanum, en önnur þurfa að upplifa og takast á við langvinna sorg með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum. Rannsóknir benda til að þau sem upplifa mikla sorg eru í aukinni áhættu á ýmsum geðröskunum, t.d. þunglyndi, kvíða, sjálfsvígshugsunum og áfallastreituröskun sem og líkamlegum sjúkdómum, einkum hjarta-og æðasjúkdómum. Því þarf að grípa snemma inn þegar syrgjandi hefur alvarleg einkenni og mikilvægt er að viðeigandi úrræði séu fyrir hendi Sífellt fleiri leita sér stuðnings og ráðgjafar hjá Sorgarmiðstöð enda umræðan um sorg og mikilvægi sorgarúrvinnslu opnari en áður var. Sorgarmiðstöð vinnur náið með fagaðilum á landinu, s.s. heilbrigðisstofnunum, kirkjum, sveitarfélögum, viðbragðsaðilum og skólum, til að hlúa sem best að syrgjendum og tryggja aðgengi að upplýsingum og úrræðum tengdum sorgarúrvinnslu. Þakkir frá Sorgarmiðstöð Sorgarmiðstöð fékk á dögunum veglegan styrk í tengslum við samning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Sú fjárveiting mun gera Sorgarmiðstöðinni kleift að styrkja þjónustu sína við syrgjendur, bæði börn og fullorðna en sérstök áhersla er á sorg og sorgarviðbrögð barna og stuðning eftir skyndilegan missi. Meðal annars er horft til þess að auka aðgengi að ráðgjafasamtölum, stuðningshópastarfi og jafningjastuðningi Sorgarmiðstöðvarinnar. Þá mun miðstöðin halda áfram að styðja við innleiðingu áfallamiðaðrar nálgunar í skólum og nærsamfélagi barna sem og að efla kennara og umsjónaraðila barna í viðbrögðum við sorg og missi. Styrktarsamningur ráðuneytanna við Sorgarmiðstöð er liður í stefnu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum um fjölbreytt og snemmtæk inngrip og úrræði sem efla geðheilbrigði og draga úr áhrifum áfalla á lífsgæði samhliða því að samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Þetta samstarf þriggja ráðuneyta vitnar um aukinn skilning á áhrifum missis á lýðheilsu og gerir Sorgarmiðstöð kleift að styðja áfram við faglega nálgun í sorgarúrvinnslu einstaklinga. Þetta er jafnframt mikil viðurkenning á starfsemi Sorgarmiðstöðvar. Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar eru hér færðar hjartans þakkir til ráðherra og starfsfólks mennta- og barnamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Einnig eru þakkir til allra samstarfsaðila og velunnara; þeirra sem stutt hafa Sorgarmiðstöð frá stofnun hennar, einstaklinga, félaga, fyrirtækja og sjóða. Sérstakar þakkir til Hafnarfjarðarbæjar, fyrir velvilja í garð miðstöðvarinnar, en hún hefur aðsetur í Lífsgæðasetri St. Jó. Höfundur er landlæknir og verndari Sorgarmiðstöðvar.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar