Kannabis geri honum kleift að hreyfa sig Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2024 11:43 Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. Vísir Karlmaður sem er með stanslausa verki vegna ólæknandi taugasjúkdóma biðlar til stjórnvalda að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. Jurtin geri honum kleift að hreyfa sig um á daginn þar sem önnur lyf virki ekki. Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. „Þessu fylgir gigt en ég veit ekki nákvæmlega hvaða gigt það er því ég hef ekki komist til gigtarlæknis frá því að þetta ferli hófst. Ég fæ ekki tíma.“ sagði Hólmsteinn Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist vakna alla morgna út af verkjum. „Þetta er mjög lýjandi og erfitt.“ Vaknar verkjaður „Ef við tökum hjúkrunarskalann einn og upp í tíu, eins og að það sé að missa útlim, þá er mín upplifun að ég sé í níu á morgnanna. Ég vakna út af verkjum.“ Hólmsteinn segist hafa prófað fjölmörg hefðbundin lyf, verkjalyf en ekkert virki. „Og þá erum við komin að kannabisinu,“ segir þáttastjórnandinn Heimir Karlsson. „Þá erum við komin að því. Sá bolti byrjar í CBD, hreinu og fer úr því í Full Spectrum,“ segir Hólmsteinn. Efnið geri honum kleift að hreyfa sig Sem hafi reynst honum vel. Hann notar einn til tvo dropa af CBD olíunni, sem inniheldur náttúrulegan kannabínóða, til að geta hreinlega labbað um. „Því ég get ekki labbað um lyfjalaus, það er ekki hægt. Síðan í framhaldi af því þegar líður á daginn þá hef ég þurft að grípa í veipið og fá eitt veip. Eins og þegar ég kem heim eftir langan dag og hef verið á ferðinni.“ Biður stjórnvöld um hjálp Olían og veipið slái mjög á verkina þó verkirnir fari ekki alveg. Hann biður yfirvöld um hjálp og hvetur stjórnvöld til að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. „Við erum að tala um að þetta er lyf og ég horfi og tala um þetta sem lyf. Þetta er búið að vera það í fleiri þúsund ár. Ég bið fólk, þó það fletti ekki nema bara þúsund ár aftur í tímann, að renna yfir það með opnum huga. Það væri frábært.“ Kannabis Bítið Heilbrigðismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. „Þessu fylgir gigt en ég veit ekki nákvæmlega hvaða gigt það er því ég hef ekki komist til gigtarlæknis frá því að þetta ferli hófst. Ég fæ ekki tíma.“ sagði Hólmsteinn Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist vakna alla morgna út af verkjum. „Þetta er mjög lýjandi og erfitt.“ Vaknar verkjaður „Ef við tökum hjúkrunarskalann einn og upp í tíu, eins og að það sé að missa útlim, þá er mín upplifun að ég sé í níu á morgnanna. Ég vakna út af verkjum.“ Hólmsteinn segist hafa prófað fjölmörg hefðbundin lyf, verkjalyf en ekkert virki. „Og þá erum við komin að kannabisinu,“ segir þáttastjórnandinn Heimir Karlsson. „Þá erum við komin að því. Sá bolti byrjar í CBD, hreinu og fer úr því í Full Spectrum,“ segir Hólmsteinn. Efnið geri honum kleift að hreyfa sig Sem hafi reynst honum vel. Hann notar einn til tvo dropa af CBD olíunni, sem inniheldur náttúrulegan kannabínóða, til að geta hreinlega labbað um. „Því ég get ekki labbað um lyfjalaus, það er ekki hægt. Síðan í framhaldi af því þegar líður á daginn þá hef ég þurft að grípa í veipið og fá eitt veip. Eins og þegar ég kem heim eftir langan dag og hef verið á ferðinni.“ Biður stjórnvöld um hjálp Olían og veipið slái mjög á verkina þó verkirnir fari ekki alveg. Hann biður yfirvöld um hjálp og hvetur stjórnvöld til að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. „Við erum að tala um að þetta er lyf og ég horfi og tala um þetta sem lyf. Þetta er búið að vera það í fleiri þúsund ár. Ég bið fólk, þó það fletti ekki nema bara þúsund ár aftur í tímann, að renna yfir það með opnum huga. Það væri frábært.“
Kannabis Bítið Heilbrigðismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira