Seðlabankastjóri staðfesti sjálfstæðan samningsrétt á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2024 11:46 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fékk umboð trúnaðarráðs í gær til að boða til aðgerða. Stöð 2/Arnar Formaður VR segir seðlabankastjóra hafa staðfest að krafa breiðfylkingarinnar um forsenduákvæði varðandi þróun vaxta skerði ekki sjálfstæði Seðlabankans, enda hafi slík ákvæði verið í samningum áður. Samninganefnd VR fékk umboð trúnaðarráðs í gærkvöldi til að boða til verkfallsaðgerða. Forysta breiðfylkingarinnar kemur saman til fundar klukkan eitt í dag til að ræða stöðuna en ekki hefur verið fundað með Samtökum atvinnulífsins frá því á föstudag þegar breiðfylkingin lýsti yfir árangurslausum viðræðum. Það út af fyrir sig er skref í átt til þess að boða til aðgerða. Í gærkvöldi steig trúnaðarráð VR síðan annað skref með því að veita samninganefnd félagsins umboð til að boða til aðgerða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðuna einstaka. Þegar samkomulag um launaliðinn liggi fyrir láti Samtök atvinnulífsins samninga stranda á sanngjörnum tryggingum fyrir launafólk. Ragnar Þór Ingólfsson segir forsenduákvæði hafa verið í öllum langtíma kjarasamningum undanfarna áratugi, þar með talin ákvæði um vexti.Stöð 2/Arnar „Það var ákveðið að veita okkur heimild til að undirbúa aðgerðir eða verkföll til að ná fram markmiðum okkar. Sem eru auðvitaðað gera langtíma kjarasamning og ná niður vöxtum og verðbólgu,“ segir Ragnar Þór. Samtök atvinnulífsins segjast ekki geta gengið að forsenduákvæðum um þróun vaxta á samningstímanum þar sem það myndi vega að sjálfstæði Seðlabankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hins vegar fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær að aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem væri. Seðlabankinn skipti sér ekki af því enda ekki aðili að samningunum. Forsenduákvæði um þróun vaxta myndi ekki hafa nein áhrif á ákvarðanir bankans. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri sagði fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í gær að forsenduákvæði kjarasamninga skertu ekki sjálfstæði Seðlabankans.Vísir/Vilhelm Ragnar Þór segir þetta staðfesta frjálsan samningsrétt á vinnumarkaði. „Og það sem meira er, hann auðvitað blæs á þessar fullyrðingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um að slík forsenduákvæði vegi að sjálfstæði Seðlabankans. Það er mikilvægast í þessu og hún þarf auðvitað að svara fyrir það,“ segir Ragnar Þór. Það væri ekkert óeðlilegt við að hafa forsenduákvæði um vexti enda væri forsenda hóflegra launahækkana að verðbólga minnki og vextir lækki hratt. Þetta væri grundvallaratriði. Forsenduákvæði hefðu verið í öllum langtíma kjarasamningum í áratugi og vaxtaákvæði til að mynda verið í lífskjarasamningunum. „Greiðslubyrði húsnæðislána hefur ríflega tvöfaldast á mjög stuttum tíma. Það er engin launahækkun sem nær yfir þann gríðarlega skell sem fólk hefur þurft að taka út af þessum miklu hækkunum vaxta,“ segir formaður VR. Það væri því sérstök og ófyrirleitin nálgun að hálfu Samtaka atvinnulífsins að neita að skilyrða atvinnulífið og fyrirtækin til að taka raunverulega þátt í þessu verkefni. „Við erum að gera kjarasamning út frá ákveðnum efnahagslegum forsendum. Ef þær efnahagslegu forsendur standast ekki, meðal annars varðandi verðbólgu og vaxtastig, þá er forsenda fyrir þeim launatölum sem við erum þó búin að ná saman um ekki lengur fyrir hendi,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára 12. febrúar 2024 19:30 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Forysta breiðfylkingarinnar kemur saman til fundar klukkan eitt í dag til að ræða stöðuna en ekki hefur verið fundað með Samtökum atvinnulífsins frá því á föstudag þegar breiðfylkingin lýsti yfir árangurslausum viðræðum. Það út af fyrir sig er skref í átt til þess að boða til aðgerða. Í gærkvöldi steig trúnaðarráð VR síðan annað skref með því að veita samninganefnd félagsins umboð til að boða til aðgerða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðuna einstaka. Þegar samkomulag um launaliðinn liggi fyrir láti Samtök atvinnulífsins samninga stranda á sanngjörnum tryggingum fyrir launafólk. Ragnar Þór Ingólfsson segir forsenduákvæði hafa verið í öllum langtíma kjarasamningum undanfarna áratugi, þar með talin ákvæði um vexti.Stöð 2/Arnar „Það var ákveðið að veita okkur heimild til að undirbúa aðgerðir eða verkföll til að ná fram markmiðum okkar. Sem eru auðvitaðað gera langtíma kjarasamning og ná niður vöxtum og verðbólgu,“ segir Ragnar Þór. Samtök atvinnulífsins segjast ekki geta gengið að forsenduákvæðum um þróun vaxta á samningstímanum þar sem það myndi vega að sjálfstæði Seðlabankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hins vegar fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær að aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem væri. Seðlabankinn skipti sér ekki af því enda ekki aðili að samningunum. Forsenduákvæði um þróun vaxta myndi ekki hafa nein áhrif á ákvarðanir bankans. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri sagði fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í gær að forsenduákvæði kjarasamninga skertu ekki sjálfstæði Seðlabankans.Vísir/Vilhelm Ragnar Þór segir þetta staðfesta frjálsan samningsrétt á vinnumarkaði. „Og það sem meira er, hann auðvitað blæs á þessar fullyrðingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um að slík forsenduákvæði vegi að sjálfstæði Seðlabankans. Það er mikilvægast í þessu og hún þarf auðvitað að svara fyrir það,“ segir Ragnar Þór. Það væri ekkert óeðlilegt við að hafa forsenduákvæði um vexti enda væri forsenda hóflegra launahækkana að verðbólga minnki og vextir lækki hratt. Þetta væri grundvallaratriði. Forsenduákvæði hefðu verið í öllum langtíma kjarasamningum í áratugi og vaxtaákvæði til að mynda verið í lífskjarasamningunum. „Greiðslubyrði húsnæðislána hefur ríflega tvöfaldast á mjög stuttum tíma. Það er engin launahækkun sem nær yfir þann gríðarlega skell sem fólk hefur þurft að taka út af þessum miklu hækkunum vaxta,“ segir formaður VR. Það væri því sérstök og ófyrirleitin nálgun að hálfu Samtaka atvinnulífsins að neita að skilyrða atvinnulífið og fyrirtækin til að taka raunverulega þátt í þessu verkefni. „Við erum að gera kjarasamning út frá ákveðnum efnahagslegum forsendum. Ef þær efnahagslegu forsendur standast ekki, meðal annars varðandi verðbólgu og vaxtastig, þá er forsenda fyrir þeim launatölum sem við erum þó búin að ná saman um ekki lengur fyrir hendi,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára 12. febrúar 2024 19:30 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44
Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45
Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára 12. febrúar 2024 19:30