Mikilvægt að fólk fái áheyrn og viðurkenningu á vanda sínum Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2024 08:35 Kristín og Gunnhildur voru gestir í Bítinu í morgun. Framkvæmdastjóri og fagstjóri hjá Píeta samtökunum segja áríðandi að fólk fái aðstoð strax við bráðum geðrænum vanda. Þá sé einnig mikilvægt að það sé betri eftirfylgd í geðheilbrigðiskerfinu. Of margir upplifi að þeir fái ekki aðstoð þar. „Þegar ég hlustaði á þetta viðtal lá stúlkan á bráðavakt og þau vissu ekki hvort hún myndi lifa þetta af. Þetta var spurning um líf eða dauða,“ sagði Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna en hún var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun til að ræða mál stúlku sem var til umræðu í þættinum í síðustu viku. Með henni var Gunnhildur Ólafsdóttir, fagstjóri Pieta samtakanna komu í spjall. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Í því viðtali sögðu hjón frá því að dóttir þeirra, sem er orðin 18 ára, hafi í fjórgang reynt að svipta sig lífi. Þau sögðust ráðþrota og kvörtuðu undan algeru úrræðaleysi. Engin taki utan um þau og þau byrji alltaf á byrjunarreit þegar þau leiti aðstoðar. Þau gagnrýndu geðdeild Landspítalans harkalega. „Maður finnur ofboðslega til með fólki í þessari stöðu. Það skiptir svo miklu máli þegar fólk leitar eftir hjálp með alvarlegan vanda og þennan að það fái áheyrn og viðurkenningu á sínum vanda,“ sagði Gunnhildur. Hún sagði einnig mikilvægt að fólk fái faglegt mat og aðgang að viðeigandi úrræði. Fólk sem upplifi þennan vanda upplifi mikið vonleysi og því mikilvægt að þau sem veiti aðstoð geti verið ákveðið leiðarljós. Lítil eftirfylgni Kristín sagði þetta algengt vandamál. Fólk væri að kalla eftir því að það væri eitt teymi sem fylgi þeim eftir. Þær sögðu fólk reyna að gera sitt besta en að það væri mönnunarvandi og skortur á úrræðum. „Umgjörð kerfisins virðist einfaldlega ekki ráða við þetta,“ sagði Kristín og að vandinn lægi í forgangsröðun og fjárveitingum frekar en einstaka starfsmönnum. Spurðar hvort vandinn sé ekki tekinn nægilega alvarlega sagði Gunnhildur að hún vildi ekki trúa því. Þetta væri alvarlegur vandi og að það ætti alltaf að taka frásögnum um sjálfsvíg alvarlega. Fólk ætti að fá aðstoð strax. Þá fóru þau einnig yfir það hver rót vandans er. Gunnhildur sagði áhættuþættina þekkta. Það væri saga um áföll og geðræn veikindi. Vímuefnavandi spili oft inn í og einangrun. „Ég held að það þurfi að búa miklu betur um grunnstoðir velferðarkerfisins,“ sagði Kristín og benti á að samkvæmt rannsóknum Rannsókna og greininga væri vanlíðan unglingsstúlkna veruleg. Þá fóru þær yfir störf Pieta og sögðu sem dæmi að helmingur þeirra sem leiti til þeirra hafi ekki leitað annað áður en þau komi til þeirra. Þá sögðu þær litla bið eftir þjónustu sem sé ákaflega mikilvægt. Hægt er að hlusta á viðtalið sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun hér að ofan. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. 31. janúar 2024 11:22 „Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“ Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða. 10. febrúar 2024 06:01 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Þegar ég hlustaði á þetta viðtal lá stúlkan á bráðavakt og þau vissu ekki hvort hún myndi lifa þetta af. Þetta var spurning um líf eða dauða,“ sagði Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna en hún var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun til að ræða mál stúlku sem var til umræðu í þættinum í síðustu viku. Með henni var Gunnhildur Ólafsdóttir, fagstjóri Pieta samtakanna komu í spjall. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Í því viðtali sögðu hjón frá því að dóttir þeirra, sem er orðin 18 ára, hafi í fjórgang reynt að svipta sig lífi. Þau sögðust ráðþrota og kvörtuðu undan algeru úrræðaleysi. Engin taki utan um þau og þau byrji alltaf á byrjunarreit þegar þau leiti aðstoðar. Þau gagnrýndu geðdeild Landspítalans harkalega. „Maður finnur ofboðslega til með fólki í þessari stöðu. Það skiptir svo miklu máli þegar fólk leitar eftir hjálp með alvarlegan vanda og þennan að það fái áheyrn og viðurkenningu á sínum vanda,“ sagði Gunnhildur. Hún sagði einnig mikilvægt að fólk fái faglegt mat og aðgang að viðeigandi úrræði. Fólk sem upplifi þennan vanda upplifi mikið vonleysi og því mikilvægt að þau sem veiti aðstoð geti verið ákveðið leiðarljós. Lítil eftirfylgni Kristín sagði þetta algengt vandamál. Fólk væri að kalla eftir því að það væri eitt teymi sem fylgi þeim eftir. Þær sögðu fólk reyna að gera sitt besta en að það væri mönnunarvandi og skortur á úrræðum. „Umgjörð kerfisins virðist einfaldlega ekki ráða við þetta,“ sagði Kristín og að vandinn lægi í forgangsröðun og fjárveitingum frekar en einstaka starfsmönnum. Spurðar hvort vandinn sé ekki tekinn nægilega alvarlega sagði Gunnhildur að hún vildi ekki trúa því. Þetta væri alvarlegur vandi og að það ætti alltaf að taka frásögnum um sjálfsvíg alvarlega. Fólk ætti að fá aðstoð strax. Þá fóru þau einnig yfir það hver rót vandans er. Gunnhildur sagði áhættuþættina þekkta. Það væri saga um áföll og geðræn veikindi. Vímuefnavandi spili oft inn í og einangrun. „Ég held að það þurfi að búa miklu betur um grunnstoðir velferðarkerfisins,“ sagði Kristín og benti á að samkvæmt rannsóknum Rannsókna og greininga væri vanlíðan unglingsstúlkna veruleg. Þá fóru þær yfir störf Pieta og sögðu sem dæmi að helmingur þeirra sem leiti til þeirra hafi ekki leitað annað áður en þau komi til þeirra. Þá sögðu þær litla bið eftir þjónustu sem sé ákaflega mikilvægt. Hægt er að hlusta á viðtalið sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun hér að ofan. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. 31. janúar 2024 11:22 „Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“ Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða. 10. febrúar 2024 06:01 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. 31. janúar 2024 11:22
„Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“ Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða. 10. febrúar 2024 06:01
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?