Frakkar herða útlendingalög með umdeildri breytingu í Indlandshafi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 14:07 Börn á Mayotte. Getty/Gamma-Rapho Sem hluti af nýrri útlendingalöggjöf Frakklands munu þeir sem fæðast á eyjaklasanum Mayotte ekki lengur sjálfkrafa vera franskir ríkisborgarar. Íbúar klasans hafa mótmælt á götum úti í þrjár vikur vegna yfirvofandi breytinga. Norðan við Madagaskar og austur af ströndum Mósambík má finna eyjaklasann Mayotte. Landsvæði eyjunnar er 374 ferkílómetrar, svipað og Reykjavík og Kópavogur til samans. Þar búa 320 þúsund manns, lang flestir á stærstu eyju klasans, Grande-Terre, sem þýðist yfir á íslensku sem „Stórt-Land“. Fæðast sem Frakkar Mayotte hefur tilheyrt Frakklandi síðan árið 1841 og var um tíma oft talað um hana sem hluta af Kómoreyjum sem eru staðsettar ekki langt vestur af Mayotte. Árið 1975 fengu Kómorar sjálfstæði frá Frökkum en það vildu íbúar Mayotte ekki. Þeir kusu að halda áfram að vera undir stjórn Frakka og árið 2011 varð klasinn formlega „handanhafssýsla“ Frakka, það er sýsla innan Frakklands sem staðsett er í annarri heimsálfu. Íbúi þar hafði þar með nákvæmlega sömu réttindi og íbúi Frakklands á meginlandi Evrópu. Vegna þessa „handanhafssýslu“-stöðu innan franska stjórnkerfisins hafa allir innfæddir íbúar Mayotte fengið franskan ríkisborgararétt, sem og þeir sem fæðast þar í landi, óháð því hvers lenskir þeir eru. Við það hefur skapast stórt vandamál fyrir Frakka, sem er að fólk frá fátækari löndum nálægt Mayotte, til að mynda Kómoreyjum, flytur þangað í leit að betra lífi, og frönskum ríkisborgararétt fyrir börnin sín. Tæplega helmingur íbúa Mayotte eru erlendir ríkisborgarar en samkvæmt tölfræði frá árinu 2018 lifa 84 prósent íbúa undir fátæktarmörkunum. Fjörutíu prósent búa í bárujárnskofum, 34 prósent eru atvinnulausir og 29 prósent íbúa hafa ekkert vatn á heimili sínu. Þá er helmingur íbúa undir sautján ára aldri. Hingað og ekki lengra Nýlega kynnti innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, ný lög sem snúa eingöngu að íbúum Mayotte. Héðan í frá eru er ekki hægt að verða franskur ríkisborgari nema þú sért getinn af frönskum ríkisborgara. „Þetta eru gríðarlega sterk, skýr og róttækar aðgerðir, sem augljóslega eiga eingöngu við um Mayotte-eyjaklasann,“ hefur The Guardian eftir Darmanin. Hægri vængurinn vill ganga lengra Fjölmargir íbúar eyjunnar hafa mótmælt þessari umdeildu breytingu síðustu vikur en vinstri flokkar í Frakklandi segja þetta vera skýrt brot á stjórnarskrá landsins. Hægri flokkarnir vilja hins vegar ganga enn lengra og innleiða sömu reglu í öllu Frakklandi. „Macron talar mikið, en gerir ekki neitt. Við verðum að hætta að veita öllum þeim sem fæðast á franskri grundu ríkisborgararétt,“ hafði Éric Zemmour, fyrrverandi forsetaframbjóðandi á hægri vængnum, um málið að segja. Frakkland Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sjá meira
Norðan við Madagaskar og austur af ströndum Mósambík má finna eyjaklasann Mayotte. Landsvæði eyjunnar er 374 ferkílómetrar, svipað og Reykjavík og Kópavogur til samans. Þar búa 320 þúsund manns, lang flestir á stærstu eyju klasans, Grande-Terre, sem þýðist yfir á íslensku sem „Stórt-Land“. Fæðast sem Frakkar Mayotte hefur tilheyrt Frakklandi síðan árið 1841 og var um tíma oft talað um hana sem hluta af Kómoreyjum sem eru staðsettar ekki langt vestur af Mayotte. Árið 1975 fengu Kómorar sjálfstæði frá Frökkum en það vildu íbúar Mayotte ekki. Þeir kusu að halda áfram að vera undir stjórn Frakka og árið 2011 varð klasinn formlega „handanhafssýsla“ Frakka, það er sýsla innan Frakklands sem staðsett er í annarri heimsálfu. Íbúi þar hafði þar með nákvæmlega sömu réttindi og íbúi Frakklands á meginlandi Evrópu. Vegna þessa „handanhafssýslu“-stöðu innan franska stjórnkerfisins hafa allir innfæddir íbúar Mayotte fengið franskan ríkisborgararétt, sem og þeir sem fæðast þar í landi, óháð því hvers lenskir þeir eru. Við það hefur skapast stórt vandamál fyrir Frakka, sem er að fólk frá fátækari löndum nálægt Mayotte, til að mynda Kómoreyjum, flytur þangað í leit að betra lífi, og frönskum ríkisborgararétt fyrir börnin sín. Tæplega helmingur íbúa Mayotte eru erlendir ríkisborgarar en samkvæmt tölfræði frá árinu 2018 lifa 84 prósent íbúa undir fátæktarmörkunum. Fjörutíu prósent búa í bárujárnskofum, 34 prósent eru atvinnulausir og 29 prósent íbúa hafa ekkert vatn á heimili sínu. Þá er helmingur íbúa undir sautján ára aldri. Hingað og ekki lengra Nýlega kynnti innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, ný lög sem snúa eingöngu að íbúum Mayotte. Héðan í frá eru er ekki hægt að verða franskur ríkisborgari nema þú sért getinn af frönskum ríkisborgara. „Þetta eru gríðarlega sterk, skýr og róttækar aðgerðir, sem augljóslega eiga eingöngu við um Mayotte-eyjaklasann,“ hefur The Guardian eftir Darmanin. Hægri vængurinn vill ganga lengra Fjölmargir íbúar eyjunnar hafa mótmælt þessari umdeildu breytingu síðustu vikur en vinstri flokkar í Frakklandi segja þetta vera skýrt brot á stjórnarskrá landsins. Hægri flokkarnir vilja hins vegar ganga enn lengra og innleiða sömu reglu í öllu Frakklandi. „Macron talar mikið, en gerir ekki neitt. Við verðum að hætta að veita öllum þeim sem fæðast á franskri grundu ríkisborgararétt,“ hafði Éric Zemmour, fyrrverandi forsetaframbjóðandi á hægri vængnum, um málið að segja.
Frakkland Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sjá meira