Verðtrygging launa eða beintenging við stýrivexti ekki í boði hjá SA Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 13:01 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir að kröfur stéttarfélaganna um forsenduákvæði hefðu unnið gegn markmiðum nýrra kjarasamninga um samdrátt verðbólgu og lækkun vaxta. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miður að breiðfylking stéttarfélaga hafi slitið kjaraviðræðum í gær. SA sé tilbúið til að setjast aftur að samningsborðinu en geti ekki samþykkt forsenduákvæði, sem vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Breiðfylking stéttarfélaga sleit kjaraviðræðum við SA á sjötta tímanum síðdegis í gær. Talsmenn fylkingarinnar segja að búið hafi verið að semja um 90 prósent samningsins, þar á meðal launaliðinn, en viðræður strandað á forsenduákvæði, sem tryggja átti að launafólk tæki ekki skellinn rætist ekki úr markmiðum samningsins um minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. „Okkur finnst mjög miður að breiðfylkingin hafi ákveðið að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti, enda vorum við langt komin með það að gera kjarasamning. Við héldum í hreinskilni sagt að við myndum ljúka þessu verkefni í næstu viku. Þótt viðræðum sé hætt í bili erum við hjá Samtökum atvinnulífsins að sjálfsögðu reiðubúin sem fyrr að halda þessu samtali áfram,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hvað er það í þessum kröfum stéttarfélaganna sem þið getið ekki fallist á? „Ég held að það sé mikilvægt að komi fram að forsenduákvæði eru auðvitað bara eðlilegur hluti af langtímakjarasamningum. Samtök atvinnulífsins lögðu í þessu ferli til slík ákvæði í samræmi við þá kjarasamninga sem áður hafa verið gerðir,“ segir Sigríður Margrét. „En forsenduákvæði geta ekki falið í sér verðtryggingu launa eða beina tengingu við stýrivexti Seðlabankans vegna þess að slík ákvæði myndu vinna gegn markmiðum samningsins, sem hafa verið yfirlýst um það að gera og skapa aðstæður til að ná niður verðbólgu, svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Við getum ekki haft inni árlegt uppsagnarákvæði sem byggir á því hvort Seðlabanki Íslands lækki vexti. Það er einfaldlega ekki viðeigandi kjarasamningur.“ Hún segir samningsaðila sammála um mun fleira en það sem þeir eru ósammála um. Telurðu líklegt að komi til verkfalla? „Ég ætla að leyfa mér að vona það að okkur takist að halda áfram með þetta verkefni enda er ákall eftir efnahagslegum stöðugleika, að fólk geti gert framtíðaráætlanir sem halda. Það er einfaldlega mikið í gangi í íslensku samfélagi í dag. Ég held að ófriður á vinnumarkaði og átök séu einfaldlega ekki það sem þjóðin á skilið á þessum tímapunkti.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Atvinnurekendur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12 Segir framferði SA til skammar Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið. 9. febrúar 2024 19:54 Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Breiðfylking stéttarfélaga sleit kjaraviðræðum við SA á sjötta tímanum síðdegis í gær. Talsmenn fylkingarinnar segja að búið hafi verið að semja um 90 prósent samningsins, þar á meðal launaliðinn, en viðræður strandað á forsenduákvæði, sem tryggja átti að launafólk tæki ekki skellinn rætist ekki úr markmiðum samningsins um minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. „Okkur finnst mjög miður að breiðfylkingin hafi ákveðið að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti, enda vorum við langt komin með það að gera kjarasamning. Við héldum í hreinskilni sagt að við myndum ljúka þessu verkefni í næstu viku. Þótt viðræðum sé hætt í bili erum við hjá Samtökum atvinnulífsins að sjálfsögðu reiðubúin sem fyrr að halda þessu samtali áfram,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hvað er það í þessum kröfum stéttarfélaganna sem þið getið ekki fallist á? „Ég held að það sé mikilvægt að komi fram að forsenduákvæði eru auðvitað bara eðlilegur hluti af langtímakjarasamningum. Samtök atvinnulífsins lögðu í þessu ferli til slík ákvæði í samræmi við þá kjarasamninga sem áður hafa verið gerðir,“ segir Sigríður Margrét. „En forsenduákvæði geta ekki falið í sér verðtryggingu launa eða beina tengingu við stýrivexti Seðlabankans vegna þess að slík ákvæði myndu vinna gegn markmiðum samningsins, sem hafa verið yfirlýst um það að gera og skapa aðstæður til að ná niður verðbólgu, svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Við getum ekki haft inni árlegt uppsagnarákvæði sem byggir á því hvort Seðlabanki Íslands lækki vexti. Það er einfaldlega ekki viðeigandi kjarasamningur.“ Hún segir samningsaðila sammála um mun fleira en það sem þeir eru ósammála um. Telurðu líklegt að komi til verkfalla? „Ég ætla að leyfa mér að vona það að okkur takist að halda áfram með þetta verkefni enda er ákall eftir efnahagslegum stöðugleika, að fólk geti gert framtíðaráætlanir sem halda. Það er einfaldlega mikið í gangi í íslensku samfélagi í dag. Ég held að ófriður á vinnumarkaði og átök séu einfaldlega ekki það sem þjóðin á skilið á þessum tímapunkti.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Atvinnurekendur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12 Segir framferði SA til skammar Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið. 9. febrúar 2024 19:54 Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12
Segir framferði SA til skammar Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið. 9. febrúar 2024 19:54
Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30