Verðtrygging launa eða beintenging við stýrivexti ekki í boði hjá SA Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 13:01 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir að kröfur stéttarfélaganna um forsenduákvæði hefðu unnið gegn markmiðum nýrra kjarasamninga um samdrátt verðbólgu og lækkun vaxta. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miður að breiðfylking stéttarfélaga hafi slitið kjaraviðræðum í gær. SA sé tilbúið til að setjast aftur að samningsborðinu en geti ekki samþykkt forsenduákvæði, sem vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Breiðfylking stéttarfélaga sleit kjaraviðræðum við SA á sjötta tímanum síðdegis í gær. Talsmenn fylkingarinnar segja að búið hafi verið að semja um 90 prósent samningsins, þar á meðal launaliðinn, en viðræður strandað á forsenduákvæði, sem tryggja átti að launafólk tæki ekki skellinn rætist ekki úr markmiðum samningsins um minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. „Okkur finnst mjög miður að breiðfylkingin hafi ákveðið að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti, enda vorum við langt komin með það að gera kjarasamning. Við héldum í hreinskilni sagt að við myndum ljúka þessu verkefni í næstu viku. Þótt viðræðum sé hætt í bili erum við hjá Samtökum atvinnulífsins að sjálfsögðu reiðubúin sem fyrr að halda þessu samtali áfram,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hvað er það í þessum kröfum stéttarfélaganna sem þið getið ekki fallist á? „Ég held að það sé mikilvægt að komi fram að forsenduákvæði eru auðvitað bara eðlilegur hluti af langtímakjarasamningum. Samtök atvinnulífsins lögðu í þessu ferli til slík ákvæði í samræmi við þá kjarasamninga sem áður hafa verið gerðir,“ segir Sigríður Margrét. „En forsenduákvæði geta ekki falið í sér verðtryggingu launa eða beina tengingu við stýrivexti Seðlabankans vegna þess að slík ákvæði myndu vinna gegn markmiðum samningsins, sem hafa verið yfirlýst um það að gera og skapa aðstæður til að ná niður verðbólgu, svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Við getum ekki haft inni árlegt uppsagnarákvæði sem byggir á því hvort Seðlabanki Íslands lækki vexti. Það er einfaldlega ekki viðeigandi kjarasamningur.“ Hún segir samningsaðila sammála um mun fleira en það sem þeir eru ósammála um. Telurðu líklegt að komi til verkfalla? „Ég ætla að leyfa mér að vona það að okkur takist að halda áfram með þetta verkefni enda er ákall eftir efnahagslegum stöðugleika, að fólk geti gert framtíðaráætlanir sem halda. Það er einfaldlega mikið í gangi í íslensku samfélagi í dag. Ég held að ófriður á vinnumarkaði og átök séu einfaldlega ekki það sem þjóðin á skilið á þessum tímapunkti.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Atvinnurekendur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12 Segir framferði SA til skammar Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið. 9. febrúar 2024 19:54 Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Breiðfylking stéttarfélaga sleit kjaraviðræðum við SA á sjötta tímanum síðdegis í gær. Talsmenn fylkingarinnar segja að búið hafi verið að semja um 90 prósent samningsins, þar á meðal launaliðinn, en viðræður strandað á forsenduákvæði, sem tryggja átti að launafólk tæki ekki skellinn rætist ekki úr markmiðum samningsins um minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. „Okkur finnst mjög miður að breiðfylkingin hafi ákveðið að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti, enda vorum við langt komin með það að gera kjarasamning. Við héldum í hreinskilni sagt að við myndum ljúka þessu verkefni í næstu viku. Þótt viðræðum sé hætt í bili erum við hjá Samtökum atvinnulífsins að sjálfsögðu reiðubúin sem fyrr að halda þessu samtali áfram,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hvað er það í þessum kröfum stéttarfélaganna sem þið getið ekki fallist á? „Ég held að það sé mikilvægt að komi fram að forsenduákvæði eru auðvitað bara eðlilegur hluti af langtímakjarasamningum. Samtök atvinnulífsins lögðu í þessu ferli til slík ákvæði í samræmi við þá kjarasamninga sem áður hafa verið gerðir,“ segir Sigríður Margrét. „En forsenduákvæði geta ekki falið í sér verðtryggingu launa eða beina tengingu við stýrivexti Seðlabankans vegna þess að slík ákvæði myndu vinna gegn markmiðum samningsins, sem hafa verið yfirlýst um það að gera og skapa aðstæður til að ná niður verðbólgu, svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Við getum ekki haft inni árlegt uppsagnarákvæði sem byggir á því hvort Seðlabanki Íslands lækki vexti. Það er einfaldlega ekki viðeigandi kjarasamningur.“ Hún segir samningsaðila sammála um mun fleira en það sem þeir eru ósammála um. Telurðu líklegt að komi til verkfalla? „Ég ætla að leyfa mér að vona það að okkur takist að halda áfram með þetta verkefni enda er ákall eftir efnahagslegum stöðugleika, að fólk geti gert framtíðaráætlanir sem halda. Það er einfaldlega mikið í gangi í íslensku samfélagi í dag. Ég held að ófriður á vinnumarkaði og átök séu einfaldlega ekki það sem þjóðin á skilið á þessum tímapunkti.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Atvinnurekendur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12 Segir framferði SA til skammar Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið. 9. febrúar 2024 19:54 Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12
Segir framferði SA til skammar Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið. 9. febrúar 2024 19:54
Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30