Rapyd og Ríkiskaup Björn B Björnsson skrifar 8. febrúar 2024 11:30 Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Auk þessa stundar Rapyd viðskipti í landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum, sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Rapyd við manndrápin á Gasa hefur komið illa við flesta Íslendinga og leitt til þess að fjöldi fólks vill ekki skipta við þetta fyrirtæki. Eigendur og stjórnendur margra fyrirtækja vilja heldur ekki tengja sín fyrirtæki við Rapyd og hafa því skipt um færsluhirði. Hægt er að fylgjast með þessum hræringum á síðunni hirdir.is. Ríkiskaup eru með samning við Rapyd fyrir hönd opinberra aðila og stofnana ríkisins. Sá samningur rennur út síðar í þessum mánuði og það er einlæg ósk margra Íslendinga að hann verði ekki endurnýjaður. Rökin fyrir því eru einkum þrenns konar: Í fyrsta lagi er fjöldi Íslendinga sem getur ekki hugsað sér að þurfa að skipta við Rapyd í hvert sinn sem þarf að greiða fyrir vörur eða þjónustu hins opinbera á Íslandi. Þessar tilfinningar fólks eru einlægar og sjálfsagt að tekið sé tillit til þeirra. Sambærilegt væri ef Ríkiskaup semdu við rússneskt fyrirtæki sem styddi stríð Rússa í Úkraínu og manndráp á saklausu fólki þar. Eða fyrirtæki sem styddi hryðjuverk Hamas í Ísrael. Við viljum einfaldlega ekki skipta við fyrirtæki sem styðja dráp á saklausu fólki. Síst af öllu í gegnum fjárhagsleg samskipti okkar við opinberar stofnanir á Íslandi. Í öðru lagi býr á Íslandi hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Ríkiskaup þurfa líka að taka tillit til þessara þegna landsins og það er ekki gert með því að neyða þau til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður dráp á fjölskyldum þeirra og vinum. Í þriðja lagi samrýmist endurnýjun á samningi við Rapyd ekki stefnu og markmiðum Ríkiskaupa. Stefna Ríkiskaupa er að stuðla að jávæðum áhrifum á samfélagið og umhverfi." Samningur við Rapyd á þessum tímapunkti mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið og gera mjög fjarlæga þá framtíðarsýn að „Ríkiskaup séu eftirsótt og viðurkennd sem fyrsta flokks þjónustustofnun á sviði opinberra innkaupa." Meginmarkmið Ríkiskaupa er að„Veita framúrskarandi þjónustu á sviði opinberra innkaupa" en því markmiði verður ekki náð með samningi við fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar vill ekki skipta við. Mörg hafa tekið þann kost að ganga með reiðufé til að geta borgað þannig ef posarnir eru merktir Rapyd eða biðja um að fá reikning í heimabanka. Samningur við Rapyd mun því ekki geta gegnt hlutverki sínu, því margir vilja ekki með nokkru móti skipta við þetta fyrirtæki. „Við gætum réttsýni við úrlausn mála“ segir í siðareglum starfsfólks Ríkiskaupa. Nú þarf að standa við þau orð. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Rekstur hins opinbera Björn B. Björnsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Auk þessa stundar Rapyd viðskipti í landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum, sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Rapyd við manndrápin á Gasa hefur komið illa við flesta Íslendinga og leitt til þess að fjöldi fólks vill ekki skipta við þetta fyrirtæki. Eigendur og stjórnendur margra fyrirtækja vilja heldur ekki tengja sín fyrirtæki við Rapyd og hafa því skipt um færsluhirði. Hægt er að fylgjast með þessum hræringum á síðunni hirdir.is. Ríkiskaup eru með samning við Rapyd fyrir hönd opinberra aðila og stofnana ríkisins. Sá samningur rennur út síðar í þessum mánuði og það er einlæg ósk margra Íslendinga að hann verði ekki endurnýjaður. Rökin fyrir því eru einkum þrenns konar: Í fyrsta lagi er fjöldi Íslendinga sem getur ekki hugsað sér að þurfa að skipta við Rapyd í hvert sinn sem þarf að greiða fyrir vörur eða þjónustu hins opinbera á Íslandi. Þessar tilfinningar fólks eru einlægar og sjálfsagt að tekið sé tillit til þeirra. Sambærilegt væri ef Ríkiskaup semdu við rússneskt fyrirtæki sem styddi stríð Rússa í Úkraínu og manndráp á saklausu fólki þar. Eða fyrirtæki sem styddi hryðjuverk Hamas í Ísrael. Við viljum einfaldlega ekki skipta við fyrirtæki sem styðja dráp á saklausu fólki. Síst af öllu í gegnum fjárhagsleg samskipti okkar við opinberar stofnanir á Íslandi. Í öðru lagi býr á Íslandi hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Ríkiskaup þurfa líka að taka tillit til þessara þegna landsins og það er ekki gert með því að neyða þau til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður dráp á fjölskyldum þeirra og vinum. Í þriðja lagi samrýmist endurnýjun á samningi við Rapyd ekki stefnu og markmiðum Ríkiskaupa. Stefna Ríkiskaupa er að stuðla að jávæðum áhrifum á samfélagið og umhverfi." Samningur við Rapyd á þessum tímapunkti mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið og gera mjög fjarlæga þá framtíðarsýn að „Ríkiskaup séu eftirsótt og viðurkennd sem fyrsta flokks þjónustustofnun á sviði opinberra innkaupa." Meginmarkmið Ríkiskaupa er að„Veita framúrskarandi þjónustu á sviði opinberra innkaupa" en því markmiði verður ekki náð með samningi við fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar vill ekki skipta við. Mörg hafa tekið þann kost að ganga með reiðufé til að geta borgað þannig ef posarnir eru merktir Rapyd eða biðja um að fá reikning í heimabanka. Samningur við Rapyd mun því ekki geta gegnt hlutverki sínu, því margir vilja ekki með nokkru móti skipta við þetta fyrirtæki. „Við gætum réttsýni við úrlausn mála“ segir í siðareglum starfsfólks Ríkiskaupa. Nú þarf að standa við þau orð. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun