Aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru mannréttindi Bjarni Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 07:31 Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu eru grundvallarmannréttindi. Hér á landi höfum við búið við traust opinbert heilbrigðiskerfi þar sem öll eiga sama rétt til þjónustu óháð efnahag og stöðu. Um það er þjóðarsátt. Traust búseta og fjölskylduvænt samfélag á landsbyggðinni felst í öruggu aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, heilnæmu umhverfi, traustum fjarskiptum, samgöngubótum og fjölbreyttum atvinnutækifærum við allra hæfi. Ein grundvallarforsenda búsetuöryggis er öruggt aðgengi að opinberri heilbrigðisþjónustu. Íbúar á öllu landinu verða að geta sótt heilbrigðisþjónustu nálægt sínum heimahögum. Því verður að halda áfram að byggja upp og efla opinbera heilbrigðisþjónustu um land allt og tryggja um leið að allir landsmenn eigi aðgang að bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu. Innviðir til að vernda líf og heilsu fólks eru götóttir Við erum hinsvegar oft minnt á að grunninnviðir okkar til að vernda líf og heilsu fólks eru götóttir. Of margir staðir á landinu búa ekki við örugga læknisþjónustu og stöðuga viðveru lækna og hjúkrunarfræðinga til að geta brugðist strax við ef fyrirvaralítið koma upp alvarleg veikindi eða slys. Hér þarf að gera svo miklu betur og í samvinnu við viðkomandi byggðarlög. Á undanförnum árum hefur flóknari aðgerðum og sérfræðiþjónustu verið hagrætt í burtu af landsbyggðinni og til Reykjavíkur. Á móti átti að fjölga komum sérfræðilækna út á heilsugæslustöðvarnar um landið til að geta sinnt hluta þeirrar þjónustu áfram í heimabyggð. Það hefur ekki gengið eftir. Fólk af landsbyggðinni þarf nú í síauknum mæli að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur með þeim kostnaði, fyrirhöfn og áhættu sem því fylgir. Landsbyggðin fær nú sérgreinalækna sjaldnar í heimabyggð og biðlistar lengjast. Samfélagssáttmáli um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu Það er mikið áhyggjuefni hve langir biðlistar eru eftir aðgerðum. Einnig að fólk standi frammi fyrir því að leggja út í mikinn kostnað til að komast í aðgerðir utan almenna heilbrigðiskerfisins til viðbótar við þá röskun og útgjöld sem fylgja því að sækja þjónustu fjarri heimahögum. Það eru fjárútlát sem sum okkar ráða einfaldlega ekki við, enda viljum við ekki samfélag þar sem samfélagssáttmáli um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu er rofinn. Án aðkomu hins opinbera mun framboð á aðgerðum innan einkageirans því frekar nýtast efnafólki og verða þeim auðveldara sem styttra eiga að sækja þjónustuna, og ekki reynast sú blessun sem einhverjir horfa til. Margir óttast, ekki síst stjórnendur ríkisrekinna sjúkrahúsa, læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, að samhliða aukinni útvistun læknisaðgerða til einkaaðila muni Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir missa frá sér starfsfólk. Okkar helstu stofnanir búa nú þegar við alvarlegan mönnunarvanda. Ekki þjóðarvilji að einkavæða íslenska heilbrigðiskerfið Í mínum huga er ótækt að ráðast í frekari útvistun verkefna úr almenna heilbrigðiskerfinu til einkaaðila án stefnumarkandi ákvarðana um framtíð þess og hvernig verði tryggt að allir landsmenn búi við þau mannréttindi að eiga sama aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð stöðu, búsetu og efnahag. Það er ekki þjóðarvilji fyrir því að einkavæða íslenska heilbrigðiskerfið. Sú vegferð sem ýmis stjórnmálaöfl sem nú fara mikinn tala fyrir, að útvista í ríkara mæli aðgerðum til einkaaðila mun aðeins auka kostnað sjúklinga, kostnað ríkisins af rekstri heilbrigðiskerfisins og mönnunarvandann á okkar helstu sjúkrastofnunun. Til lengri tíma verður að tryggja í hvívetna öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, um það er þjóðarsátt. Engum hugnast að hér verði til nýtt kerfi byggt á einkavæðingu heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu eru mannréttindi sem við verðum að standa vörð um. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Heilbrigðismál Mannréttindi Landspítalinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu eru grundvallarmannréttindi. Hér á landi höfum við búið við traust opinbert heilbrigðiskerfi þar sem öll eiga sama rétt til þjónustu óháð efnahag og stöðu. Um það er þjóðarsátt. Traust búseta og fjölskylduvænt samfélag á landsbyggðinni felst í öruggu aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, heilnæmu umhverfi, traustum fjarskiptum, samgöngubótum og fjölbreyttum atvinnutækifærum við allra hæfi. Ein grundvallarforsenda búsetuöryggis er öruggt aðgengi að opinberri heilbrigðisþjónustu. Íbúar á öllu landinu verða að geta sótt heilbrigðisþjónustu nálægt sínum heimahögum. Því verður að halda áfram að byggja upp og efla opinbera heilbrigðisþjónustu um land allt og tryggja um leið að allir landsmenn eigi aðgang að bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu. Innviðir til að vernda líf og heilsu fólks eru götóttir Við erum hinsvegar oft minnt á að grunninnviðir okkar til að vernda líf og heilsu fólks eru götóttir. Of margir staðir á landinu búa ekki við örugga læknisþjónustu og stöðuga viðveru lækna og hjúkrunarfræðinga til að geta brugðist strax við ef fyrirvaralítið koma upp alvarleg veikindi eða slys. Hér þarf að gera svo miklu betur og í samvinnu við viðkomandi byggðarlög. Á undanförnum árum hefur flóknari aðgerðum og sérfræðiþjónustu verið hagrætt í burtu af landsbyggðinni og til Reykjavíkur. Á móti átti að fjölga komum sérfræðilækna út á heilsugæslustöðvarnar um landið til að geta sinnt hluta þeirrar þjónustu áfram í heimabyggð. Það hefur ekki gengið eftir. Fólk af landsbyggðinni þarf nú í síauknum mæli að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur með þeim kostnaði, fyrirhöfn og áhættu sem því fylgir. Landsbyggðin fær nú sérgreinalækna sjaldnar í heimabyggð og biðlistar lengjast. Samfélagssáttmáli um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu Það er mikið áhyggjuefni hve langir biðlistar eru eftir aðgerðum. Einnig að fólk standi frammi fyrir því að leggja út í mikinn kostnað til að komast í aðgerðir utan almenna heilbrigðiskerfisins til viðbótar við þá röskun og útgjöld sem fylgja því að sækja þjónustu fjarri heimahögum. Það eru fjárútlát sem sum okkar ráða einfaldlega ekki við, enda viljum við ekki samfélag þar sem samfélagssáttmáli um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu er rofinn. Án aðkomu hins opinbera mun framboð á aðgerðum innan einkageirans því frekar nýtast efnafólki og verða þeim auðveldara sem styttra eiga að sækja þjónustuna, og ekki reynast sú blessun sem einhverjir horfa til. Margir óttast, ekki síst stjórnendur ríkisrekinna sjúkrahúsa, læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, að samhliða aukinni útvistun læknisaðgerða til einkaaðila muni Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir missa frá sér starfsfólk. Okkar helstu stofnanir búa nú þegar við alvarlegan mönnunarvanda. Ekki þjóðarvilji að einkavæða íslenska heilbrigðiskerfið Í mínum huga er ótækt að ráðast í frekari útvistun verkefna úr almenna heilbrigðiskerfinu til einkaaðila án stefnumarkandi ákvarðana um framtíð þess og hvernig verði tryggt að allir landsmenn búi við þau mannréttindi að eiga sama aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð stöðu, búsetu og efnahag. Það er ekki þjóðarvilji fyrir því að einkavæða íslenska heilbrigðiskerfið. Sú vegferð sem ýmis stjórnmálaöfl sem nú fara mikinn tala fyrir, að útvista í ríkara mæli aðgerðum til einkaaðila mun aðeins auka kostnað sjúklinga, kostnað ríkisins af rekstri heilbrigðiskerfisins og mönnunarvandann á okkar helstu sjúkrastofnunun. Til lengri tíma verður að tryggja í hvívetna öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, um það er þjóðarsátt. Engum hugnast að hér verði til nýtt kerfi byggt á einkavæðingu heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu eru mannréttindi sem við verðum að standa vörð um. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun