Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2024 16:32 Úlfar staðfestir að hópur á vegum RÚV hafi ekki farið eftir tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. Reyndar skeri Ríkisútvarpið sig úr því að öðru leyti hafa samskipti við fjölmiðla gengið vel. Til að mynda einkenni frekjutónn Heiðar Örn fréttastjóra RÚV í öllum samskiptum. vísir/vilhelm Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. „Þeir létu sig hverfa og það þurfti að hefja leit að þessum hópi,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Heldur þungt var í lögreglustjóranum vegna þessa máls. Hann sagði þetta atvik umhugsunarefni fyrir þá sem stjórni Ríkisútvarpinu. Því annars hafi samstarf yfirvalda við fjölmiðla verið gott. „Við þekkjum þetta atvik starfsmanns RÚV sem barði hús að utan og leitaði þá að lykli, og svo þetta núna,“ segir Úlfar. En hann er þar að vísa til þess þegar ljósmyndari Ríkisútvarpsins leitaði inngöngu í autt hús í Grindavík og olli það verulegu uppnámi. Úlfar nefnir að það sé starfsmaður Ríkisútvarpsins sem stýrir Blaðamannafélaginu. En þess ber að geta að Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ er í launalausu leyfi frá RÚV nú um stundir. „Hún hefur sýnt sig í að vera svolítið frek. En þetta eru frávik. Við áttum ekki von á þessu og þetta er vanvirða við íbúa Grindavíkur, þá 3800 íbúar sem þarna áttu heimili, hafa virt þessi fyrirmæli okkar, þó ekki séu kannski allir sammála um aðferðafræðina. Þannig að þetta kemur mér og mínu fólki á óvart.“ Frekjutónn í fréttastjóra RÚV Úlfar segir einsýnt að þessi svívirða skemmi fyrir, eins og atvikið með starfsmann Ríkisútvarpið gerði á sínum tíma og nú þetta. „Þetta skemmir fyrir öðru fjölmiðlafólki. Óneitanlega. Í því tilfelli hafði það atvik gríðarlega neikvæð áhrif inn í samfélag Grindvíkinga og aðrir fjölmiðlamenn voru miður sín vegna þessa, það er klárt og svo þetta núna.“ Þá segir Úlfar leiðinlegur frekjutónninn sem ávallt megi greina í fréttastjóra Ríkisútvarpsins og þeim sem stýra aðgerðum af hálfu RÚV í samtölum við lögreglustjóra. „Aðgangur er alltaf að opnast meira og meira og ég þarf fyrst og síðast að hugsa hlýtt til þessara 3800 íbúar Grindavíkur; ég þarf að hlusta á viðbrögð þeirra. Það vantar ekkert uppá heimildaöflun, að þetta sé „dokkjúmentað“, nema kannski grátandi Grindvíkinga,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Blaðamannafélag Íslands sendi lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir helgi ítrekun á kvörtun félagsins frá því í nóvember vegna takmörkunar á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði í og umhverfis Grindavík. Grindavík Fjölmiðlar Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ríkisútvarpið Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
„Þeir létu sig hverfa og það þurfti að hefja leit að þessum hópi,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Heldur þungt var í lögreglustjóranum vegna þessa máls. Hann sagði þetta atvik umhugsunarefni fyrir þá sem stjórni Ríkisútvarpinu. Því annars hafi samstarf yfirvalda við fjölmiðla verið gott. „Við þekkjum þetta atvik starfsmanns RÚV sem barði hús að utan og leitaði þá að lykli, og svo þetta núna,“ segir Úlfar. En hann er þar að vísa til þess þegar ljósmyndari Ríkisútvarpsins leitaði inngöngu í autt hús í Grindavík og olli það verulegu uppnámi. Úlfar nefnir að það sé starfsmaður Ríkisútvarpsins sem stýrir Blaðamannafélaginu. En þess ber að geta að Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ er í launalausu leyfi frá RÚV nú um stundir. „Hún hefur sýnt sig í að vera svolítið frek. En þetta eru frávik. Við áttum ekki von á þessu og þetta er vanvirða við íbúa Grindavíkur, þá 3800 íbúar sem þarna áttu heimili, hafa virt þessi fyrirmæli okkar, þó ekki séu kannski allir sammála um aðferðafræðina. Þannig að þetta kemur mér og mínu fólki á óvart.“ Frekjutónn í fréttastjóra RÚV Úlfar segir einsýnt að þessi svívirða skemmi fyrir, eins og atvikið með starfsmann Ríkisútvarpið gerði á sínum tíma og nú þetta. „Þetta skemmir fyrir öðru fjölmiðlafólki. Óneitanlega. Í því tilfelli hafði það atvik gríðarlega neikvæð áhrif inn í samfélag Grindvíkinga og aðrir fjölmiðlamenn voru miður sín vegna þessa, það er klárt og svo þetta núna.“ Þá segir Úlfar leiðinlegur frekjutónninn sem ávallt megi greina í fréttastjóra Ríkisútvarpsins og þeim sem stýra aðgerðum af hálfu RÚV í samtölum við lögreglustjóra. „Aðgangur er alltaf að opnast meira og meira og ég þarf fyrst og síðast að hugsa hlýtt til þessara 3800 íbúar Grindavíkur; ég þarf að hlusta á viðbrögð þeirra. Það vantar ekkert uppá heimildaöflun, að þetta sé „dokkjúmentað“, nema kannski grátandi Grindvíkinga,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Blaðamannafélag Íslands sendi lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir helgi ítrekun á kvörtun félagsins frá því í nóvember vegna takmörkunar á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði í og umhverfis Grindavík.
Grindavík Fjölmiðlar Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ríkisútvarpið Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent