Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2024 06:00 Camembert og Brie eru á barmi útrýmingar vegna stöðlunar í ostaframleiðslu. David Silverman/Getty Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. Vísindastofnun franska ríkisins (CNRS) greinir frá þessum fréttum. Staða flestra mygluosta er nokkuð slæm vegna ósjálfbærra framleiðslustaðla en camembert og brie eru þeir einu sem eru á barmi útrýmingar. Yfirvofandi útrýmingu má rekja til ofuráhersla ostaframleiðenda á albínóastofn sveppsins Penicillium camemberti. Til að viðhalda hýði ostanna hvítu frekar en marglitu var albinóastofninn sá eini sem hefur verið notaður. Þessi einsleitni í stofnavali hefur leitt til þess að það hefur dregið verulega úr erfðafræðilegri fjölbreytni P. camemberti. Vegna þessa ósjálfbæra vals á albínóastofninum blasir núna við að stofn sveppsins gæti dáið út og þar með væru Camembert og Brie orðnir útdauðir. Hurfu frá öðrum en hvítum Sveppurinn P. camemberti sem myndast á Camembert og Brie, sem eru nokkuð sambærilegir ostar, er upprunalega talinn hafa orðið náttúrulega í Frakklandi til þegar ostar voru geymdir í rökum kjöllurum. Eftir því sem ostaframleiðsla óx varð hagkvæmara að nota gró ræktuð í rannsóknastofum. Frá sjötta áratug síðustu aldar voru sveppirnir einræktaðir svo þeir yxu hraðar og myndu samræmast iðnaðarstöðlum hvað varðaði bragð, lit og kröfur um matvælaöryggi. Ostarnir voru þá enn nokkuð fjölbreyttir að lit, gráir, grænir og jafnvel appelsínugulir. Franskir ostaframleiðendur hafa einsett sér að viðhalda hvítu hýði.Getty Ostaframleiðendur í Normandí voru fyrstir til að nota albínóastofn sveppsins til að framleiða osta með hvítu hýði. Vísindamenn segja það hafa verið upphafið að vandanum. „Það sem gerist, rétt eins og þegar hvaða lífvera, hvort sem hún er stór eða smá, er beitt óhóflega harkalegu vali, er að erfðafræðilegur fjölbreytileiki þeirra rýrnar verulega,“ sagði Jeanne Ropars, vísindamaður við rannsóknastofu Paris-Saclay-háskóla í viðtali við Times. „Ostaframleiðendurnir gerður sér ekki grein fyrir að þeir hefðu valið staka lífveru, sem er ekki sjálfbært,“ sagði hún einnig. Aukin fjölbreytni eina leiðin til björgunar CNRS segir að þrátt fyrir að sveppurinn hafi upprunalega getað fjölgað sér bæði með kynæxlun og kynlausri æxlun hafi framleiðendur „notað kynlausu aðferðina og þannig framleitt einræktaða ættleggi til að viðhalda myglunni“. Sú aðferð skili samræmdari niðurstöðum en með tímanum feli það líka í sér rýrnun P. camemberti. Staðan er nú þannig að sveppurinn hefur bæði glatað hæfninni til kynæxlunar og hæfninni til að framleiða gró með kynlausri æxlun. Það hefur gert það að verkum að ostaframleiðendur eru í veruleg vandræðum með að finna nægilega mikið af gróum til að framleiða meiri ost. Eina leiðin til að bjarga ostinum, að sögn rannsóknarmannsins Tatiönu Giraud, er með því að auka erfðafræðilegan fjölbreytileikann með „kynæxlun milli ólíkra lífvera með mismunandi erfðamengi“. Það þýðir að unnendur brie og camembert myndu þurfa að sætta sig við töluvert meiri fjölbreytni í bragði, lit og áferð. Frakkland Matur Matvælaframleiðsla Sveppir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Vísindastofnun franska ríkisins (CNRS) greinir frá þessum fréttum. Staða flestra mygluosta er nokkuð slæm vegna ósjálfbærra framleiðslustaðla en camembert og brie eru þeir einu sem eru á barmi útrýmingar. Yfirvofandi útrýmingu má rekja til ofuráhersla ostaframleiðenda á albínóastofn sveppsins Penicillium camemberti. Til að viðhalda hýði ostanna hvítu frekar en marglitu var albinóastofninn sá eini sem hefur verið notaður. Þessi einsleitni í stofnavali hefur leitt til þess að það hefur dregið verulega úr erfðafræðilegri fjölbreytni P. camemberti. Vegna þessa ósjálfbæra vals á albínóastofninum blasir núna við að stofn sveppsins gæti dáið út og þar með væru Camembert og Brie orðnir útdauðir. Hurfu frá öðrum en hvítum Sveppurinn P. camemberti sem myndast á Camembert og Brie, sem eru nokkuð sambærilegir ostar, er upprunalega talinn hafa orðið náttúrulega í Frakklandi til þegar ostar voru geymdir í rökum kjöllurum. Eftir því sem ostaframleiðsla óx varð hagkvæmara að nota gró ræktuð í rannsóknastofum. Frá sjötta áratug síðustu aldar voru sveppirnir einræktaðir svo þeir yxu hraðar og myndu samræmast iðnaðarstöðlum hvað varðaði bragð, lit og kröfur um matvælaöryggi. Ostarnir voru þá enn nokkuð fjölbreyttir að lit, gráir, grænir og jafnvel appelsínugulir. Franskir ostaframleiðendur hafa einsett sér að viðhalda hvítu hýði.Getty Ostaframleiðendur í Normandí voru fyrstir til að nota albínóastofn sveppsins til að framleiða osta með hvítu hýði. Vísindamenn segja það hafa verið upphafið að vandanum. „Það sem gerist, rétt eins og þegar hvaða lífvera, hvort sem hún er stór eða smá, er beitt óhóflega harkalegu vali, er að erfðafræðilegur fjölbreytileiki þeirra rýrnar verulega,“ sagði Jeanne Ropars, vísindamaður við rannsóknastofu Paris-Saclay-háskóla í viðtali við Times. „Ostaframleiðendurnir gerður sér ekki grein fyrir að þeir hefðu valið staka lífveru, sem er ekki sjálfbært,“ sagði hún einnig. Aukin fjölbreytni eina leiðin til björgunar CNRS segir að þrátt fyrir að sveppurinn hafi upprunalega getað fjölgað sér bæði með kynæxlun og kynlausri æxlun hafi framleiðendur „notað kynlausu aðferðina og þannig framleitt einræktaða ættleggi til að viðhalda myglunni“. Sú aðferð skili samræmdari niðurstöðum en með tímanum feli það líka í sér rýrnun P. camemberti. Staðan er nú þannig að sveppurinn hefur bæði glatað hæfninni til kynæxlunar og hæfninni til að framleiða gró með kynlausri æxlun. Það hefur gert það að verkum að ostaframleiðendur eru í veruleg vandræðum með að finna nægilega mikið af gróum til að framleiða meiri ost. Eina leiðin til að bjarga ostinum, að sögn rannsóknarmannsins Tatiönu Giraud, er með því að auka erfðafræðilegan fjölbreytileikann með „kynæxlun milli ólíkra lífvera með mismunandi erfðamengi“. Það þýðir að unnendur brie og camembert myndu þurfa að sætta sig við töluvert meiri fjölbreytni í bragði, lit og áferð.
Frakkland Matur Matvælaframleiðsla Sveppir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira