Hafi þegar leiðrétt ummæli sín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2024 11:31 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að fréttaflutningur Ríkisútvarpsins af því að hún hafi farið með ósannindi varðandi stefnu stjórnvalda á Norðurlöndunum í aðstoð þeirra við flóttafólk á Gasa vera rangan. Hún hafi þegar leiðrétt ummæli sem hún hafi látið falla um málið þann 29. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í færslu frá ráðherranum á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar bregst hún við frétt Ríkisútvarpsins þar sem fullyrt var að hún auk Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hefðu ranglega haldið því fram að hin Norðurlöndin hefðu bara aðstoðað eigin borgara á Gasa. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að yfirvöld á hinum Norðurlöndunum hafi aðstoðað aðra en sína ríkisborgara við að komast burt frá Gasa. Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hefðu haldið öðru fram í viðtölum í desember og janúar. Um hundrað Palestínumenn á Gasa hafa fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Íslenska ríkið hefur ekki aðstoðað þá við að komast til Íslands hingað til og ráðherrarnir tveir hafa meðal annars bent á stefnu hinna Norðurlandanna vegna þessa. Áður hafa 24 félagasamtök hvatt stjórnvöld til að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför fólksins frá Gasa. Rúmlega 25 þúsund manns hafa látist á Gasa síðan árásir Ísraela hófust í október. Segist hafa leiðrétt ummæli sín Guðrún segir í færslu sinni að hún hafi í gegnum tíðina sinnt ýmsum trúnaðarstörfum. Hún hafi lagt sig í líma við að sinna verkefnum af heiðarleika og trúmennsku. „Í kvöldfréttum RÚV föstudaginn 2. febrúar var greint frá því að ég hafi farið með ósannindi varðandi málefni fólks á Gaza. Sú fullyrðing RÚV er röng og virðist byggð á viðtali við mig sem birtist á mbl.is þann 29. desember s.l.“ Þar segist Guðrún hafa sagt: „Það er ekkert ríki Norðurlandanna í fjölskyldusameiningum og engin lönd í kringum okkur eða í Evrópu, eftir því sem við komumst næst. Þannig að þetta er mjög snúin staða, hvernig á að snúa sér í þessu.“ Guðrún segir þetta hafa verið orðað á ónákvæman hátt af sér. Hún hafi leiðrétt ummælin í viðtali við sama miðil þann 4. janúar. „Að ég hafi ekki verið að tala um „rétt til fjölskyldusameiningar“ sem byggist á lögum, heldur hvort yfirvöld séu með virkum hætti að sækja fjölskyldur inn á stríðshrjáð svæði á borð við Gaza á grundvelli þeirra réttinda.“ Í þeirri frétt kom ennfremur fram tilvísun í mig þar sem fram kemur að Norðurlöndin hafi „fyrst og fremst aðstoðað eigin ríkisborgara og fjölskyldur þeirra.“ Ekki hafi verið vitnað í leiðrétt orð Guðrún segir að samt kjósi Ríkisútarpið að vitna í upphafleg orð hennar en ekki í orð hennar í leiðréttri frétt. Þá rifjar Guðrún upp viðtal sem tekið var við hana á Vísi sama dag, þann 29. desember. Þar sagði Guðrún: „Nágrannaþjóðir okkar hafa eingöngu verið að taka til sinna landa sína ríkisborgara eða fólk sem hefur dvalarleyfi og hefur búið í löndunum í einhvern tíma eða langan tíma.“ Guðrún segir þetta vera hið rétta í málinu. Hún hafi endurtekið haldið þessu fram síðar. Ítrekar Guðrún í færslu sinni að Norðurlöndin hafi aðstoðað sína ríkisborgara, fjölskyldur þeirra og dvalarleyfishafa sem höfðu dvalarleyfi fyrir 7. október og höfðu áður dvalið í viðkomandi landi. Hún segir fjölskyldusameiningar almennt ekki hafa verið veittar frá 7. október á Norðurlöndunum. Þetta hafi komið fram á vef stjórnarráðsins þann 17. janúar og um það verið fjallað í fjölmiðlum, meðal annars í Ríkisútvarpinu. Rétt skuli vera rétt „Rétt skal vera rétt. Við verðum að geta gert þá kröfu til Ríkisútvarpsins að fréttaflutningur þess sé áreiðanlegur og hlutlægur. Það á sérstaklega við í viðkvæmum málum eins og því sem hér ræðir. Mér þætti eðlilegt að Ríkisútvarpið fjarlægði þessa frétt og birti jafn áberandi leiðréttingu í sínum fréttatíma og á sínum vef þar sem þessi ranga fullyrðing er dregin til baka.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Hælisleitendur Palestína Alþingi Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Innlent Fleiri fréttir Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróðurs síns Vísbendingar um andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá ráðherranum á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar bregst hún við frétt Ríkisútvarpsins þar sem fullyrt var að hún auk Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hefðu ranglega haldið því fram að hin Norðurlöndin hefðu bara aðstoðað eigin borgara á Gasa. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að yfirvöld á hinum Norðurlöndunum hafi aðstoðað aðra en sína ríkisborgara við að komast burt frá Gasa. Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hefðu haldið öðru fram í viðtölum í desember og janúar. Um hundrað Palestínumenn á Gasa hafa fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Íslenska ríkið hefur ekki aðstoðað þá við að komast til Íslands hingað til og ráðherrarnir tveir hafa meðal annars bent á stefnu hinna Norðurlandanna vegna þessa. Áður hafa 24 félagasamtök hvatt stjórnvöld til að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför fólksins frá Gasa. Rúmlega 25 þúsund manns hafa látist á Gasa síðan árásir Ísraela hófust í október. Segist hafa leiðrétt ummæli sín Guðrún segir í færslu sinni að hún hafi í gegnum tíðina sinnt ýmsum trúnaðarstörfum. Hún hafi lagt sig í líma við að sinna verkefnum af heiðarleika og trúmennsku. „Í kvöldfréttum RÚV föstudaginn 2. febrúar var greint frá því að ég hafi farið með ósannindi varðandi málefni fólks á Gaza. Sú fullyrðing RÚV er röng og virðist byggð á viðtali við mig sem birtist á mbl.is þann 29. desember s.l.“ Þar segist Guðrún hafa sagt: „Það er ekkert ríki Norðurlandanna í fjölskyldusameiningum og engin lönd í kringum okkur eða í Evrópu, eftir því sem við komumst næst. Þannig að þetta er mjög snúin staða, hvernig á að snúa sér í þessu.“ Guðrún segir þetta hafa verið orðað á ónákvæman hátt af sér. Hún hafi leiðrétt ummælin í viðtali við sama miðil þann 4. janúar. „Að ég hafi ekki verið að tala um „rétt til fjölskyldusameiningar“ sem byggist á lögum, heldur hvort yfirvöld séu með virkum hætti að sækja fjölskyldur inn á stríðshrjáð svæði á borð við Gaza á grundvelli þeirra réttinda.“ Í þeirri frétt kom ennfremur fram tilvísun í mig þar sem fram kemur að Norðurlöndin hafi „fyrst og fremst aðstoðað eigin ríkisborgara og fjölskyldur þeirra.“ Ekki hafi verið vitnað í leiðrétt orð Guðrún segir að samt kjósi Ríkisútarpið að vitna í upphafleg orð hennar en ekki í orð hennar í leiðréttri frétt. Þá rifjar Guðrún upp viðtal sem tekið var við hana á Vísi sama dag, þann 29. desember. Þar sagði Guðrún: „Nágrannaþjóðir okkar hafa eingöngu verið að taka til sinna landa sína ríkisborgara eða fólk sem hefur dvalarleyfi og hefur búið í löndunum í einhvern tíma eða langan tíma.“ Guðrún segir þetta vera hið rétta í málinu. Hún hafi endurtekið haldið þessu fram síðar. Ítrekar Guðrún í færslu sinni að Norðurlöndin hafi aðstoðað sína ríkisborgara, fjölskyldur þeirra og dvalarleyfishafa sem höfðu dvalarleyfi fyrir 7. október og höfðu áður dvalið í viðkomandi landi. Hún segir fjölskyldusameiningar almennt ekki hafa verið veittar frá 7. október á Norðurlöndunum. Þetta hafi komið fram á vef stjórnarráðsins þann 17. janúar og um það verið fjallað í fjölmiðlum, meðal annars í Ríkisútvarpinu. Rétt skuli vera rétt „Rétt skal vera rétt. Við verðum að geta gert þá kröfu til Ríkisútvarpsins að fréttaflutningur þess sé áreiðanlegur og hlutlægur. Það á sérstaklega við í viðkvæmum málum eins og því sem hér ræðir. Mér þætti eðlilegt að Ríkisútvarpið fjarlægði þessa frétt og birti jafn áberandi leiðréttingu í sínum fréttatíma og á sínum vef þar sem þessi ranga fullyrðing er dregin til baka.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Hælisleitendur Palestína Alþingi Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Innlent Fleiri fréttir Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróðurs síns Vísbendingar um andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Sjá meira