Réttarríki ríka fólksins? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 12:00 Hinn 14. desember sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ÖBÍ réttindasamtaka gegn Tryggingastofnun. Málið á sér langa sögu og varðar lífeyrisgreiðslur til meira en 1.600 öryrkja sem skertar voru með ólögmætum hætti yfir langt tímabil. Skerðingin beindist að tekjulægsta hópi öryrkja og fól í sér að greiðslur til þeirra voru skertar niður fyrir það lágmarksframfærsluviðmið sem lög kveða á um. Með skerðingunni var þessi hópur því beinlínis sviptur lífsnauðsynlegri framfærsluaðstoð. Hæstiréttur sló því föstu vorið 2022 að skerðingin væri ólögleg og dæmdi Tryggingastofnun til að greiða aðila málsins vangreiddan lífeyri allt aftur til ársins 2011. Í kjölfarið voru greiðslur til annarra einstaklinga í sömu stöðu einnig leiðréttar. Félags- og vinnumarkaðsráðherra ákvað þó að leiðréttinging ætti aðeins að ná til síðustu fjögurra ára. Ráðherra ákvað þannig beinlínis að öryrkjar sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu á lágmarksframfærslu sinni á tímabilinu 2012-2018 ættu ekki að fá neina leiðréttingu vegna þess. ÖBÍ réttindasamtök mótmæltu þessari ákvörðun ráðherra og höfðuðu í kjölfarið annað dómsmál til að fá henni hnekkt. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 14. desember sl. var fallist á það og viðurkennt að Tryggingastofnun sé einnig skylt að leiðrétta þær lífeyrisgreiðslur sem skertar voru ólöglega á tímabilinu 2012-2018. Sem fyrr segir nær þessi niðurstaða til um 1.600 lífeyrisþega og varðar skerðingar sem samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun námu 3-4 milljörðum á þessu tímabili. Til að draga þetta saman: Lífeyrisgreiðslur til tekjulægsta hóps öryrkja voru skertar niður fyrir lögbundna lágmarksframfærslu í mörg ár með ólögmætum hætti. Þegar mjög langdregnum málaferlum vegna þess, sem hófust árið 2016 og áfrýjað var af hálfu Tryggingastofnunar í tvígang, lauk loks í Hæstarétti vorið 2022 ákvað félags- og vinnumarkaðsráðherra að gangast ekki við brotunum nema að litlu leyti og neitaði að bæta fyrir þau lengra aftur en til ársins 2018 þótt óumdeilt væri að þau hefðu staðið yfir mun lengur. Með dómi héraðsdóms frá 14. desember sl. liggur nú fyrir að þessi ákvörðun ráðherra var einnig ólögmæt. Hvað bíður nú þeirra fjölmörgu lífeyristaka sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu og gert var að framfleyta sér á lífeyri undir lágmarksframfærslu árum saman? Fá þeir loks greiddar bætur sínar þótt seint sé? Því miður ekki. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi talið málatilbúnað hans í málinu þversagnarkenndan neitar félags- og vinnumarkaðsráðherra enn og aftur að una niðurstöðum dómstóla og hefur nú ákveðið að áfrýja dóminum. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherranum bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um ástæður áfrýjunarinnar, en hún felur það í sér að 1.600 örorkulífeyristakar þurfa enn að bíða eftir því að fá greiddan þann lífeyri sem þeir áttu rétt til á árunum 2012-2018. Kannski finnst ráðherranum það ekki langur tími að bíða í ár eða tvö til viðbótar eftir greiðslum sem nú þegar er búið að bíða eftir í 12 ár? Sé það svo er það líklega til marks um það að ráðherrann hefur aldrei þurft að framfleyta sér á örorkulífeyri – hvað þá á lífeyri sem skertur hefur verið niður fyrir lögbundið lágmarksframfærsluviðmið. ÖBÍ réttindasamtök sendu öllum fjölmiðlum tilkynningu þegar dómurinn var kveðinn upp. Enginn þeirra fjallaði þó um málið. Þegar þessi ærandi þögn er borin saman við þá háværu umræðu sem gjarnan skapast þegar brotið er gegn réttindum þeirra sem standa sterkari fótum í samfélaginu er erfitt að verjast þeirri hugsun að ráðamönnum og fjölmiðlum finnist slík réttindi einfaldlega skipta meira máli en réttindi jaðarsettra hópa. Slík forgangsröðun á ekki heima í réttarríki þar sem ekki á að gera greinarmun á mannréttindum eftir samfélagslegri stöðu þeirra sem í hlut eiga hverju sinni. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Hinn 14. desember sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ÖBÍ réttindasamtaka gegn Tryggingastofnun. Málið á sér langa sögu og varðar lífeyrisgreiðslur til meira en 1.600 öryrkja sem skertar voru með ólögmætum hætti yfir langt tímabil. Skerðingin beindist að tekjulægsta hópi öryrkja og fól í sér að greiðslur til þeirra voru skertar niður fyrir það lágmarksframfærsluviðmið sem lög kveða á um. Með skerðingunni var þessi hópur því beinlínis sviptur lífsnauðsynlegri framfærsluaðstoð. Hæstiréttur sló því föstu vorið 2022 að skerðingin væri ólögleg og dæmdi Tryggingastofnun til að greiða aðila málsins vangreiddan lífeyri allt aftur til ársins 2011. Í kjölfarið voru greiðslur til annarra einstaklinga í sömu stöðu einnig leiðréttar. Félags- og vinnumarkaðsráðherra ákvað þó að leiðréttinging ætti aðeins að ná til síðustu fjögurra ára. Ráðherra ákvað þannig beinlínis að öryrkjar sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu á lágmarksframfærslu sinni á tímabilinu 2012-2018 ættu ekki að fá neina leiðréttingu vegna þess. ÖBÍ réttindasamtök mótmæltu þessari ákvörðun ráðherra og höfðuðu í kjölfarið annað dómsmál til að fá henni hnekkt. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 14. desember sl. var fallist á það og viðurkennt að Tryggingastofnun sé einnig skylt að leiðrétta þær lífeyrisgreiðslur sem skertar voru ólöglega á tímabilinu 2012-2018. Sem fyrr segir nær þessi niðurstaða til um 1.600 lífeyrisþega og varðar skerðingar sem samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun námu 3-4 milljörðum á þessu tímabili. Til að draga þetta saman: Lífeyrisgreiðslur til tekjulægsta hóps öryrkja voru skertar niður fyrir lögbundna lágmarksframfærslu í mörg ár með ólögmætum hætti. Þegar mjög langdregnum málaferlum vegna þess, sem hófust árið 2016 og áfrýjað var af hálfu Tryggingastofnunar í tvígang, lauk loks í Hæstarétti vorið 2022 ákvað félags- og vinnumarkaðsráðherra að gangast ekki við brotunum nema að litlu leyti og neitaði að bæta fyrir þau lengra aftur en til ársins 2018 þótt óumdeilt væri að þau hefðu staðið yfir mun lengur. Með dómi héraðsdóms frá 14. desember sl. liggur nú fyrir að þessi ákvörðun ráðherra var einnig ólögmæt. Hvað bíður nú þeirra fjölmörgu lífeyristaka sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu og gert var að framfleyta sér á lífeyri undir lágmarksframfærslu árum saman? Fá þeir loks greiddar bætur sínar þótt seint sé? Því miður ekki. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi talið málatilbúnað hans í málinu þversagnarkenndan neitar félags- og vinnumarkaðsráðherra enn og aftur að una niðurstöðum dómstóla og hefur nú ákveðið að áfrýja dóminum. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherranum bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um ástæður áfrýjunarinnar, en hún felur það í sér að 1.600 örorkulífeyristakar þurfa enn að bíða eftir því að fá greiddan þann lífeyri sem þeir áttu rétt til á árunum 2012-2018. Kannski finnst ráðherranum það ekki langur tími að bíða í ár eða tvö til viðbótar eftir greiðslum sem nú þegar er búið að bíða eftir í 12 ár? Sé það svo er það líklega til marks um það að ráðherrann hefur aldrei þurft að framfleyta sér á örorkulífeyri – hvað þá á lífeyri sem skertur hefur verið niður fyrir lögbundið lágmarksframfærsluviðmið. ÖBÍ réttindasamtök sendu öllum fjölmiðlum tilkynningu þegar dómurinn var kveðinn upp. Enginn þeirra fjallaði þó um málið. Þegar þessi ærandi þögn er borin saman við þá háværu umræðu sem gjarnan skapast þegar brotið er gegn réttindum þeirra sem standa sterkari fótum í samfélaginu er erfitt að verjast þeirri hugsun að ráðamönnum og fjölmiðlum finnist slík réttindi einfaldlega skipta meira máli en réttindi jaðarsettra hópa. Slík forgangsröðun á ekki heima í réttarríki þar sem ekki á að gera greinarmun á mannréttindum eftir samfélagslegri stöðu þeirra sem í hlut eiga hverju sinni. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar