Afhöfðaði föður sinn og birti myndband af höfðinu Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2024 19:56 Justin Mohn, eftir að hann var handtekinn í gær. AP Bandarískur maður hefur verið ákærður fyrir að myrða föður sinn og afhöfða hann. Hann birti svo myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hélt á höfði föður síns og sakaði hann um að hafa svikið Bandaríkin og viðraði ýmsar samsæriskenningar um Joe Biden, farand- og flóttafólk, innrásina í Úkraínu og ýmislegt annað. Maðurinn heitir Justin Mohn en hann var handtekinn í gær, klukkustundum eftir morðið og eftir að hann klifraði vopnaður yfir girðingu utan um herstöð í Philadelphia í Bandaríkjunum. Hann var svo í dag ákærður fyrir að myrða Michael Mohn, föður sinn, og fyrir ósæmilega meðferð á líki, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Justin, sem er 32 ára gamall, bjó hjá föður sínum og fann eiginkona hans líkið eftir að hún kom heim úr vinnu. Eftir að hann myrti föður sinn og skar af honum höfuðið birti Justin rúmlega fjórtán mínútna myndband á Youtube þar sem hann sýndi höfuðið og las reiðipistil yfir yfirvöldum í Bandaríkjunum. Hann sagði föður sinn hafa unnið hjá alríkisstofnun í tuttugu ár og sagði hann vera svikara. Árið 2020 birti Justin bækling þar sem hann hélt því fram að fólk sem væri fætt árið 1991, eins og hann, og aðrir yngri ættu að gera blóðuga byltingu í Bandaríkjunum. Þá kvartaði hann í bæklingnum yfir því að hafa tapað máli sem hann höfðaði eftir að hann var rekinn úr vinnu. Enginn kom til dyra þegar blaðamaður AP bankaði á dyr hússins í dag en nágranni sem rætt var við sagði Justin reglulega ganga um hverfið og lýsti honum sem „skrítnum“. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa hringt á lögregluna í sumar vegna þess að Justin hafi setið út á götu og starað á hús hans. „Þetta er sorglegt,“ sagði nágranninn. „Hann hefði átt að fá einhvers konar hjálp.“ Annar nágranni segist hafa fengið myndbandið sem Justin birti sent og var hanni verulega brugðið. „Guð minn góður, ég sé þennan mann á hverjum degi og ég vissi að það var eitthvað að.“ Bandaríkin Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
Maðurinn heitir Justin Mohn en hann var handtekinn í gær, klukkustundum eftir morðið og eftir að hann klifraði vopnaður yfir girðingu utan um herstöð í Philadelphia í Bandaríkjunum. Hann var svo í dag ákærður fyrir að myrða Michael Mohn, föður sinn, og fyrir ósæmilega meðferð á líki, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Justin, sem er 32 ára gamall, bjó hjá föður sínum og fann eiginkona hans líkið eftir að hún kom heim úr vinnu. Eftir að hann myrti föður sinn og skar af honum höfuðið birti Justin rúmlega fjórtán mínútna myndband á Youtube þar sem hann sýndi höfuðið og las reiðipistil yfir yfirvöldum í Bandaríkjunum. Hann sagði föður sinn hafa unnið hjá alríkisstofnun í tuttugu ár og sagði hann vera svikara. Árið 2020 birti Justin bækling þar sem hann hélt því fram að fólk sem væri fætt árið 1991, eins og hann, og aðrir yngri ættu að gera blóðuga byltingu í Bandaríkjunum. Þá kvartaði hann í bæklingnum yfir því að hafa tapað máli sem hann höfðaði eftir að hann var rekinn úr vinnu. Enginn kom til dyra þegar blaðamaður AP bankaði á dyr hússins í dag en nágranni sem rætt var við sagði Justin reglulega ganga um hverfið og lýsti honum sem „skrítnum“. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa hringt á lögregluna í sumar vegna þess að Justin hafi setið út á götu og starað á hús hans. „Þetta er sorglegt,“ sagði nágranninn. „Hann hefði átt að fá einhvers konar hjálp.“ Annar nágranni segist hafa fengið myndbandið sem Justin birti sent og var hanni verulega brugðið. „Guð minn góður, ég sé þennan mann á hverjum degi og ég vissi að það var eitthvað að.“
Bandaríkin Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira