Framfaramálin oft ávextir kjarasamninga Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 31. janúar 2024 07:30 Mörg framfaramál í íslensku samfélagi hafa sprottið upp úr kjarasamningum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er þar gott dæmi, en frumkvæðið að stofnun hennar kom frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA) í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Vegna þessa frumkvæðis ákvað þáverandi ríkisstjórn Íslands að gefa út yfirlýsingu um að efla starfsmenntun í atvinnulífinu í samstarfi við ASÍ og SA. Í yfirlýsingunni var lögð áhersla á samvinnu allra aðila um þróun starfsmenntunar til framtíðar. Frá árinu 2003 hefur FA starfað á grundvelli þjónustusamnings við stjórnvöld. FA var þar með falin ábyrgð og þróun verkefna sem veita eiga fólki á vinnumarkaði, sem ekki hefur lokið framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Árið 2010 bættust svo BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið í hóp eigenda FA. Aðkoma þessara aðila styrkti grunninn að starfsemi FA, sem þjónaði í kjölfarið öllum vinnumarkaðnum, auk þess sem samráð um starfsmenntun á vinnumarkaði jókst. Það er því óhætt að segja að FA sé öflugur samstarfsvettvangur ASÍ, SA, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fimmtu stoð menntakerfisins – fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði. Sameiginlegur skilningur aðila undanfarin ár á mikilvægi menntunar í atvinnulífinu og fyrir einstaklinga hefur dafnað í skjóli vissunnar um ábata allra af samstarfi í þessum málaflokki. Með lögum um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 var settur rammi um þessa fimmtu stoð menntakerfisins. Markmið núgildandi laga er meðal annars að stuðla að því að einstaklingar geti eflt starfshæfni sína en einnig að mæta þurfi þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu með því að efla hæfni starfsfólks og menntunarstig í landinu.Það er ljóst að tæknivæðing krefst nýrrar hæfni hratt. Hraðar en formlega menntakerfið getur brugðist við. Gott samstarf og samtal við atvinnulíf um þarfir og áherslur er lykillinn að árangri í þessum málaflokki. Þarfagreiningu er best farið í samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda til að hægt sé að bregðast hratt við breytingum. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um framhaldsfræðslu. Í sameiginlegri umsögn ASÍ og SA er því fagnað að lögin eigi með skýrari hætti að taka til fullorðinna innflytjenda og fatlaðs fólks, ásamt því að í þeim verði ákvæði um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Verkfæri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem notuð eru til að efla og staðfesta hæfni fólks á vinnumarkaði eru tól sem henta vel til þess að meta og efla hæfni þessara hópa en hafa þarf í huga að verkfærin þarf að þróa áfram til þess að mæta nýjum áskorunum. Í ljósi þess er mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að ef lögin eiga að taka til stærri hóps og fleiri verkefna þarf aukið fjármagn að fylgja frá ríkinu. Án aukins fjármagns er hætt við að markmið laganna, að gefa fullorðnu fólki með stutta skólagöngu eða skerta möguleika til að fá störf, ný tækifæri til náms og hæfniþróunar, nái ekki fram að ganga. Það verður að tryggja að hægt verði að mæta þörfum allra þeirra hópa sem um ræðir, bæði fólks á vinnumarkaði, innflytjenda og fatlaðs fólks. Framhaldsfræðslukerfið allt er í hættu ef aðeins á að útvíkka hópinn en ekki tryggja viðeigandi fjármögnun verkefna. FA er veigamikill samráðsvettvangur um menntun sem samanstendur af starfstengdri fræðslu og staðfestingu á hæfni sem fólk aflar sér utan formlega menntakerfisins. Það er mikilvægt að stjórnvöld tryggi fjármögnun fimmtu menntastoðarinnar, skilji og stuðli að því að þróaðar séu sérstakar námsleiðir fyrir einstaklinga sem standa fyrir utan formlega menntakerfið. Um er að ræða stóran hóp fólks sem hefur aflað sér þekkingar og færni á vinnumarkaðnum. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur skýrt fram að tryggja skuli að framhaldsfræðslukerfið sé í stakk búið til að takast á við samfélagsþróun, meðal annars vegna loftslagsbreytinga og tæknivæðingar á vinnumarkaði. Það er best gert með öflugu samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Mörg framfaramál í íslensku samfélagi hafa sprottið upp úr kjarasamningum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er þar gott dæmi, en frumkvæðið að stofnun hennar kom frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA) í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Vegna þessa frumkvæðis ákvað þáverandi ríkisstjórn Íslands að gefa út yfirlýsingu um að efla starfsmenntun í atvinnulífinu í samstarfi við ASÍ og SA. Í yfirlýsingunni var lögð áhersla á samvinnu allra aðila um þróun starfsmenntunar til framtíðar. Frá árinu 2003 hefur FA starfað á grundvelli þjónustusamnings við stjórnvöld. FA var þar með falin ábyrgð og þróun verkefna sem veita eiga fólki á vinnumarkaði, sem ekki hefur lokið framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Árið 2010 bættust svo BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið í hóp eigenda FA. Aðkoma þessara aðila styrkti grunninn að starfsemi FA, sem þjónaði í kjölfarið öllum vinnumarkaðnum, auk þess sem samráð um starfsmenntun á vinnumarkaði jókst. Það er því óhætt að segja að FA sé öflugur samstarfsvettvangur ASÍ, SA, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fimmtu stoð menntakerfisins – fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði. Sameiginlegur skilningur aðila undanfarin ár á mikilvægi menntunar í atvinnulífinu og fyrir einstaklinga hefur dafnað í skjóli vissunnar um ábata allra af samstarfi í þessum málaflokki. Með lögum um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 var settur rammi um þessa fimmtu stoð menntakerfisins. Markmið núgildandi laga er meðal annars að stuðla að því að einstaklingar geti eflt starfshæfni sína en einnig að mæta þurfi þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu með því að efla hæfni starfsfólks og menntunarstig í landinu.Það er ljóst að tæknivæðing krefst nýrrar hæfni hratt. Hraðar en formlega menntakerfið getur brugðist við. Gott samstarf og samtal við atvinnulíf um þarfir og áherslur er lykillinn að árangri í þessum málaflokki. Þarfagreiningu er best farið í samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda til að hægt sé að bregðast hratt við breytingum. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um framhaldsfræðslu. Í sameiginlegri umsögn ASÍ og SA er því fagnað að lögin eigi með skýrari hætti að taka til fullorðinna innflytjenda og fatlaðs fólks, ásamt því að í þeim verði ákvæði um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Verkfæri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem notuð eru til að efla og staðfesta hæfni fólks á vinnumarkaði eru tól sem henta vel til þess að meta og efla hæfni þessara hópa en hafa þarf í huga að verkfærin þarf að þróa áfram til þess að mæta nýjum áskorunum. Í ljósi þess er mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að ef lögin eiga að taka til stærri hóps og fleiri verkefna þarf aukið fjármagn að fylgja frá ríkinu. Án aukins fjármagns er hætt við að markmið laganna, að gefa fullorðnu fólki með stutta skólagöngu eða skerta möguleika til að fá störf, ný tækifæri til náms og hæfniþróunar, nái ekki fram að ganga. Það verður að tryggja að hægt verði að mæta þörfum allra þeirra hópa sem um ræðir, bæði fólks á vinnumarkaði, innflytjenda og fatlaðs fólks. Framhaldsfræðslukerfið allt er í hættu ef aðeins á að útvíkka hópinn en ekki tryggja viðeigandi fjármögnun verkefna. FA er veigamikill samráðsvettvangur um menntun sem samanstendur af starfstengdri fræðslu og staðfestingu á hæfni sem fólk aflar sér utan formlega menntakerfisins. Það er mikilvægt að stjórnvöld tryggi fjármögnun fimmtu menntastoðarinnar, skilji og stuðli að því að þróaðar séu sérstakar námsleiðir fyrir einstaklinga sem standa fyrir utan formlega menntakerfið. Um er að ræða stóran hóp fólks sem hefur aflað sér þekkingar og færni á vinnumarkaðnum. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur skýrt fram að tryggja skuli að framhaldsfræðslukerfið sé í stakk búið til að takast á við samfélagsþróun, meðal annars vegna loftslagsbreytinga og tæknivæðingar á vinnumarkaði. Það er best gert með öflugu samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun